Hvar er best að búa?

Samkvæmt CNN Money er Fort Collins í Colorado einn af bestu stöðunum til að búa í Bandaríkjunum.  Eitt af því fyrsta sem nefnt um borgina er að þar er "bicycle library", borgin leigir út reiðhjól.

Það væri gaman að beita mælikvörðum CNN á Reykjavík og sjá hvernig hún kæmi út í samanburði.  Hvernig er veðursældin, hvað kostar að kaupa í matinn, hvað kostar að kaupa hús, hvað eru menn lengi í vinnuna, o.s.frv.  

Bandaríkjamenn hafa lengi gert svona "cost of living" og "quality of life" kannanir fyrir þá sem eru á faraldsfæti.  Það má segja að Reykjavík hafi haft einokunaraðstöðu á Íslandi og þurfi því ekki að keppa við aðrar borgir um aðstöðu til kayakróðra, fjölda kílómetra af hjólastígum, útimarkaði á sumrin, meðalfjarlægð í vinnu.  Ég vissi að það er fákeppni á Íslandi en ég hafði ekki hugsað um hana í þessu samhengi.

Hins vegar má segja að það sé álíka mikið mál að flytja frá Reykjavík til Kaupmannahafnar eins og frá einni borg í Bandaríkjunum til annarar og því þurfi Reykjavík að keppa við aðrar borgir.  Kosturinn við borgarflutninga í Bandaríkjunum er að fólki tekst yfirleitt að halda viðskiptum við sama tryggingafélag og banka og kostnaður við að flytja búslóðina er lítill miðað við kostnað af gámaflutningi yfir haf.

Bandaríkjamenn gera svo mikið af því að flytja milli borga að þeir hafa gert það að listgrein, liggur mér við að segja.  Það má segja að þeir séu orðnir "nomadic" eða flökkufólk.  Í því ljósi er merkilegt að þeim skuli ekki koma betur saman við Araba sem eru komnir af flökkufólki.  Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Heima er best, hvar sem það er.

Marinó G. Njálsson, 27.7.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband