Myndavélakaup eru erfið

Ég fór í Elko í gær og sá miðaldra konu horfa raunalega á hilluna þar sem allar myndavélarnar voru. Ég fór að skipta mér af og hún sagði strax að hún gæti ekki ákveðið sig.  Allar vélarnar væru eins utan frá, hún kynni ekki að lesa skiltin sem væru hjá hverri vél og afgreiðslufólkið væri víðsfjarri og vissi fátt.

Ég gaf henni eftirfarandi heilræði:

  1. Veldu þrjár vélar sem þér finnast fallegar og fara vel í hendi. Skrifaðu módel númerin niður.
  2. Lestu um þær á http://www.dpreview.com, undir "camera database", efst til vinstri á síðunni.
  3. Farðu svo aftur í Elko og kauptu þá vél sem fékk besta umfjöllun - eða láttu frænku þína í Bandaríkjunum kaupa hana fyrir þig.


Ég er með öðrum orðum að segja að dpreview er mjög góð síða fyrir þá sem eru að leita sér að myndavél.


photographer-suspended.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir þetta. Gott að hafa í huga. Ég myndi lenda í sömu vandræðum.

Anna Guðný , 8.8.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð ábending. Ég er í svipuðum sporum, nema ég þekki hvað pixlar eru og upplausn myndavéla. Maður sem ég þekki, með reynslu í ljósmyndastofurekstri, hefur mælt með Nikon D80.

Hún er ekki alveg í dýrasta flokknum, ekki fyrir atvinnuljósmyndara, en mun meiri gæði en í hinum svokölluðu miða-smella (point and shoot) vélum.

Mælir þú með þeirri vél fyrir þá sem eru að taka landslags- og útivstarmyndir, en eru ekki tilbúnir í 3-400 þúsund króna vélar?

Theódór Norðkvist, 8.8.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Kári Harðarson

Ég hef ekki skoðað D80, hún er orðin tveggja ára gömul á markaði.  Ég er með gamla Canon D300 í augnablikinu en mér finnst Canon D60 vélin mjög spennandi.

---

Ef ég ætlaði að kaupa vél núna:

  • Litla vél: Olympus Mju vatnshelda.
  • Miðstærð: Canon Powershot G9
  • Stærri: Nikon D60 eða Canon 450

Megapixlarnir skipta ekki öllu máli heldur að vélin sé með góðri linsu og að pixlarnir séu ekki allir á iði eins og í truflaðri sjónvarpsmynd (image noise).

Ef þú vilt fá þetta tvennt saman eru stærri myndavélarnar feti framar því stærri linsa og myndflaga eru ávísun á minna suð í mynd alveg eins og stærri filma er betri en lítil filma.  Skerpa er vanalega ekkert vandamál í stærri vélum en getur verið það í litlu imbavélunum.  Í öllu falli: ef menn geta ekki haldið myndavélinni kjurri skiptir skörp linsa litlu máli!

Hvað er suð eða noise?  http://www.dpreview.com/learn/?/key=noise

Hvað er skerpa? http://www.luminous-landscape.com/tutorials/sharp.shtml

Kári Harðarson, 8.8.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Canon Ixus 80 er ágæt vasavél og tekur fínar videomyndir.

Björn Heiðdal, 8.8.2008 kl. 23:48

5 identicon

Sæll Kári,

 Varðandi myndavélar sem ekki er hægt að skipta um linsur á þá er eitt sem í mínum huga er algert skilyrði en það er linsa sem samsvarar 28 mm gleiðlinsu. Furðulegt verður að teljast hversu fáir hafa athugað þetta. Ef kaupa á point and shoot vél þá er aðeins ein slík sem kemur til greina í mínum huga en það er Canon PowerShoot SD870 IS. 

 Ég ætla því að fá að leiðrétt valið þig  með eftirfarandi hætti

  • Litla vél: Canon PowerShoot SD870 IS (er til á heimilinu og er hreint frábær sem point and shoot. Það fæst vatnsþétt hylki fyrir hana ef þú þarft)
  • Miðstærð: Panasonic Lumix DMC-LX2 (búinn að eiga hana og hún tekur outstanding myndir OG býður upp á RAW format)
  • Sammála þér varðandi Stærri vélarnar.

Flestar point and shoot vélar eru með 35/37 mm til eitthvað zoom. Hvað eru flestir að nota vélarnar í? Taka myndir í afmælum, mannamótum og slíku, oft við þröngar aðstæður og vill maður geta tekið mynd af sem flestum. Hver kannast ekki við kommentið, þjappa, þjappa. Einn framleiðandi er búinn að kveikja á þessu með 28 mm neðri mörk í zoomlinsu en það er Panasonic. Hins vegar er líka hægt að fá Canon vélar með zoom linsu sem er með neðri mörk 28 mm. Og þar hefur Canon 870 vinningin. Frábær vél, tekur mjög góðar myndi við flest tækifæri (þó ekki öll, flassið er veiki hlekkurinn) og hún tekur mjög góð myndbandsskeið.

Bestu kveðjur,

Ingólfur

Vona að þetta hjálpi eitthva

Ingólfur Bruun (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 00:43

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

DPReview síðan er algjör snilld. Festi kaup í fyrra á lítilli vél íeftir lestur á síðunni, Fuji Finepix F30. Fuji-menn hafa einbeitt sér að því að auka ljósnæmi flaga og gefa manni raunverulegan möguleika á háu ISO (800 virkar ok, 1600 la-la, en vélin fer í 3200!) án þess að myndirnar verði þarmeð grófar og gráar. Þessi vél tekur alveg hreint ótrúlega góðar innimyndir án mikillar birtu - án þess að þurfa að notast við flass, en flassið er jú einmitt veikur punktur allra lítilla véla.  

Skeggi Skaftason, 9.8.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Ég fann stað fyrir nokkrum árum sem ég styðst við vegna þess að þar er á ferð maður sem ekki þarf að hafa áhyggjur af fjármögnun einstakra framleiðenda. Síðan hans er stútfull af no-nonsense upplýsingum um myndavélar og ljósmyndun. Hann segir hlutina umbúðalaust og nær að fletta sölumennskunni ofan af myndavélamati og upplýsa okkur um hvað raunverulega skiptir máli.

www.kenrockwell.comÞar er linkur sem heitir What's new og er alltaf fróðlegur. Þarna er líka Recommended Cameras sem er gagnlegt að lesa ef þú vilt skjót svör.  Inni í How to Make Great Photos er svo kjarni málsins. Ef menn eru komnir lítils háttar af stað í ljósmyndun er þarna hafsjór af fróðleik og upplýsingum sem leiðrétta mikið af misskilningi og vitleysum sem markaðs og sölumenn eru búnir að koma inn hjá okkur. Sjá t.d. umfjöllun um upplausn.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 14.8.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband