Haukur í horni

Fyrsta vinnan mín í Bandaríkjunum eftir að námi lauk var hjá hugbúnaðarfyrirtæki sem var í þann mund að skrá hlutabréfin sín á NASDAQ. Ég var þá svo blautur bak við eyrun að ég vissi varla hvað hlutabréf voru eða hvað "IPO" (Initial Public Offering) þýddi.

Maðurinn sem réði mig til starfa kom til mín í fyrstu vikunni og sagði "þú ættir að kaupa hlutabréf, öllum starfsmönnum bjóðast þau og þau munu hækka mikið strax og við förum á almennan markað". Ég sagðist ekki eiga krónu með gati enda nýkominn úr námi og væri ekki á leiðinni að fjárfesta. Hann sagði "Þetta er öruggur díll, ég skal lána þér fyrir kaupunum!" Ég spurði hann af hverju og hann sagðist vilja gera vel við sína undirmenn.

Ég var nýbyrjaður og treysti honum varla. Ég fór heim og sagði konunni frá þessu, ég væri kominn í "The firm" og það ætti að fara að neyða mig til að kaupa hlutabréf á nýja vinnustaðnum. Að endingu leyfði ég þó yfirmanninum að lána mér peninga fyrir hlutabréfum. Tveim vikum síðar var fyrirtækið komið á markað, ég seldi hlutabréfin, endurgreiddi yfirmanninum lánið og græddi rúmlega árslaun í leiðinni. Hann hafði þá rétt fyrir sér.  Ekki slæmt fyrir þriggja vikna vinnu!

evran

 

 

 

 

 


Ég minnist hans oft því hann kom okkur aldeilis vel af stað í húsnæðiskaupunum með þessu góðverki, en svo hugsa ég líka oft hversu gott það er að hafa vini í vinahópnum sem geta bent manni á svona "sure thing". Ég velti stundum fyrir mér hvernig kaupin ganga á eyrinni hér á Íslandi, hversu margir hafa fengið svona góðar ábendingar frá vinum sínum í bönkum og fyrirtækjum. Ef ábendingin er gullslegin þarf maður ekki einu sinni að vera eignamaður því maður getur fengið lán út á ábendinguna ef hún er nógu góð.

Þarna gildir að þekking er máttur.  Svona má gera vinum sínum greiða, hvort sem til stendur að hækka eða lækka verð á hlutabréfum, eða jafnvel á gengi krónunnar.  Hverjir hafa þessi völd á fjármálamarkaðinum á Íslandi og hverjum hygla þeir?  Þegar þeir láta vini sína hafa peninga með þessum óbeina hætti, er það á kostnað venjulegs fólks?  Er hægt að koma í veg fyrir þetta á litlum markaði þar sem allir þekkja alla?  Ég veit það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, það er margt til í þessu til að hugsa um!

Úrsúla Jünemann, 13.8.2008 kl. 20:48

2 identicon

Ég hugsa að það sé ekki mikil kúnst að kaupa í nýjum vonargjafa og selja svo þegar hann kemur á markaðinn. Það gátu sumir, sem áttu hlutafé í DeCode þegar það fór á almennan markað og var í skýjunum um stund (óskabarn þjóðarinnar).

Kúnstin er að halda gengi hlutabréfanna í upphæðum, sem fyrrnefndu fyrirtæki tókst ekki (og ætlaði e.t.v. aldrei).

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband