Maraþon nördaskapur

Ég hljóp hálfmaraþon og er ágætlega sáttur við 2:14 enda er ég þungur með eindæmum þetta árið.  Eldra blogg mitt um megrunaraðferðir stóð svosem fyrir sínu en þar er bara svo, að það er ekki nóg að langa til að langa til að grennast, mann verður að langa til að grennast.

Ég hljóp með Garmin úr sem sýnir mér hlaupið í ótrúlegum smáatriðum.  Hér er hjartsláttur (rauður) og meðaltími á kílómetra (blár) og hæð yfir sjávarmáli (græn):

pace.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er kortið af Reykjavík sem sýnir hvert ég fór:

 kortid.png

 

 

 

 

 

 

 

Ef ég "Zooma inn" sé ég allar göturnar í Reykjavík.  Kortið sem fylgir úrinu er ekki svona nákvæmt af Íslandi, en mér var bent á kort sem hægt er að sækja ókeypis hér:

http://www.ourfootprints.de/gps/download/msislandtopo.exe

Það þarf bara að ná í hugbúnaðinn og velja "install", eftir það birtist flipi í Garmin forritinu fyrir úrið, sem leyfir að nýja kortið sé valið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Til hamingju með hálfmaraþoninu. Gott að komast í mark!

Úrsúla Jünemann, 23.8.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Einar Indriðason

Til lukku með hálfmaraþonið.

Annað sem má benda á er:  http://openstreetmap.org/

Og fyrir þá sem eru með Linux eða aðrar *nix útgáfur, þá má benda á forrit sem kallast viking:   http://linux.softpedia.com/get/Science-and-Engineering/Geographical/Viking-1949.shtml

(Og ef þarf einhvern millilið til að búa til .gpx skrárnar, þá má nefna gpsbabel)

Einar Indriðason, 23.8.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Einar, myndi þetta virka á Mac?  Makkastuðningur Garmin er nonexistant.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.8.2008 kl. 20:49

4 Smámynd: Einar Indriðason

Það sem er mesti hausverkurinn er að ná í track punktana frá GPS tækinu.  Það er sennilega erfiðasti hjallinn.  Ég þekki ekki makkann nógu vel til að tjá mig um hann.  Í Linux-num þá þarf að "insmod"-a kjarnamódúl (eða amk fyrir mitt tæki), til að geta lesið frá því.

Þegar .gpx skráin er komin, þá er restin auðveld(ari).  Prófaðu að googla eftir:  "garmin transfer mac", og sjá hvað þú finnur.

(btw... tækið mitt er Garmin Vista eTrex handtæki.)

Einar Indriðason, 23.8.2008 kl. 20:55

5 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Til hamingju með árangurinn, þetta er flottur tími.  Varðandi megrunar tal og löngun til að grennast þá datt mér í hug þessi pistill: http://ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/265005

Ragnhildur Þórðardóttir, 25.8.2008 kl. 10:08

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ragnhildur, já en ræktin er svo LEIIIÐINLEG!  Ég hef nokkrum sinnum tekið skorpur, þrisvar til fjórum sinnum á viku, mismunandi, eróbikkskorpur, lyftingjatækjaskorpur og fleira.  Þær hafa alveg enst í marga mánuði en alltaf er ég jafn hrikalega fegin þegar ég hætti.  Ég hef alltaf verið að bíða eftir þessum tímapunkti að ég geti ekki án hreyfingarinnar verið en hann hefur bara aldrei komið. 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Kári Harðarson

Ég tek fram að þetta kort verður hluti af Garmin kortagrunninum, ég þarf ekkert að gera annað en tengja úrið, þá poppar þetta kort upp í Garmin "Training Center".  Ég þarf m.ö.o. ekki að exporta úr Garmin og inn í annað forrit.

Ég er sammála þér, Hildigunnur.  Ég vil vera úti þar sem er þögn og ferskt loft.

"Hlauparanum líður best illa og einmana" eins og hlaupafélagi minn segir einhversstaðar í málsgagni Hlaupahóps lýðveldisins (sem ég er stoltur að teljast meðlimur í).  Hér er málgagnið:

http://hlaup.blog.is

Kári Harðarson, 25.8.2008 kl. 23:19

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég var alls ekki að reka fólk í ræktina. Þar sem Kári minntist á það sé ekki nóg að langa til að langa til að grennast var ég að vísa til þess að menn séu mismunandi tilbúnir til að breyta hegðun sinni, hvort sem það snýr að hreyfingu eða mataræði. 

Ragnhildur Þórðardóttir, 26.8.2008 kl. 09:38

9 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Geturðu frætt mig nánar um þessi Garmin-úr? Er þetta eitthvað stakt tæki, eða er um val að ræða? Mjög áhugavert.

Ágúst Ásgeirsson, 9.9.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband