Sniðugt!

Ég sá þessa stóla í Norræna húsinu:

img_8800.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má eru þeir notaðir undir ferðatölvur. Hér eru upplýsingar um þá:

img_8802.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo annað sniðugt sem ég sá í bænum, reiðhjól án keðju:

drive-shaft.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enginn sóðaskapur og ekkert viðhald.  Gírarnir eru inni í afturöxlinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Allt þarf þetta dót nú viðhald, bara mismikið. Þetta er hinsvegar sennilega meira mál að gera við ef það klikkar en keðjan. Kanski segir maður þetta bara af því maður þekkir keðjuna en ekki þetta.

Það er reyndar langt síðan ég sá þetta fyrst á mótorhjóli en það virðist ekki hafa náð vinsældum þar. Það segir manni eitthvað líka.

En ekki verðu því móti mælt að þetta er snyrtilegra og þarf engann keðjukassa til að hlífa buxunum.

Landfari, 26.8.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Tæknilega þá skil ég stólana, en reiðhjólið lítt, því mér sýnast margfeldizáhrifin í grírskiptíngunni ekki ná mínu TREK háfjallahjóli, að neinum mun.

Steingrímur Helgason, 26.8.2008 kl. 00:32

3 Smámynd: Landfari

Hvað áttu við Steingrímur? Þú sérð engin tannhjól, hvorki í gírunum í náinu eða við enda drifskaftsins á þessari mynd. Hvernig ferðu að því að draga svona ályktun útfrá engum forsendum?

Landfari, 26.8.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Rúmmál öxulsins gefur nú ekki mikla rýmd til einhverra margfeldizáhrifa.

Steingrímur Helgason, 26.8.2008 kl. 01:21

5 Smámynd: Landfari

Miðjan í afturhj´linu er nú einmitt nokkuð stór um sig og mun stærri en í gömlu þriggja gíra hjólunum í gamla daga. Auk þess er örugglega gírun líka við pedalana.

En það eru nú engnir 18 -30 gírar í þessu hóli trúi ég.

Landfari, 26.8.2008 kl. 01:36

6 identicon

Sjá betur um hjólið hér:

http://www.dynamicbicycles.com/

og umfjöllun hér:

http://www.bikeforums.net/archive/index.php/t-52599.html

Kveðja,

Ingólfur

Ingólfur Bruun (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 09:58

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Tímar framfara í þessari veröld eru greinilega ekki liðnir, a.m.k. ekki hvað varðar reiðhjól.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.8.2008 kl. 11:57

8 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Landfari, hvað áttu við med því að drifskaft hafi ekki náð vinsældum á mótorhjólum?

sjálfur á ég 2 stykki, bæði með skafti, ef þú rennir í gegnum netsíður honda, suzuki og yamaha, þá er stór hluti hjólanna með drifskafti, racerar og offroad eru að vísu eingöngu með keðju.

Anton Þór Harðarson, 26.8.2008 kl. 14:27

9 Smámynd: Kári Harðarson

Eitt fjallahjóladekk pumpað í 45 pund hefur núningsviðnám sem nemur ca. 600 grömmum.  Það jafngildir því að  1200 gramma lóð togi hjólreiðamanninn afturábak þegar hann reynir að hjóla áfram.

Venjulegt hjóladekk pumpað í 80 pund hefur núningsviðnám ca. 370 grömm. Það er því talsvert fengið með því að pumpa almennilega í, og vera ekki á of grófu mynstri.  Ég rúlla fram úr flestum sem pedala á fjallahjóli út af þessum mun.

Samt kaupa flestir sér fjallahjól afþvíbara.   Ég álykta því að vinsældir og tíska skipti meira máli en viðnám og að drifsköft geti því alveg orðið vinsæl þótt í þeim sé nokkuð viðnám.

Kári Harðarson, 26.8.2008 kl. 15:14

10 Smámynd: Landfari

Það var nú engin vísindaleg úttekt að baki þessu hjá mér Anton. Bara þau hjól sem ég hef séð á götum bæjarins virðast mér flest vera með keðju en verð nú að viðurkenna að ég hef ekki verið neitt sérstaklega að kíkja eftir hvort þau væru með keðju eða skafti.

Ég man bara að þegar ég sá þetta fyrst fyrir ansi mörgum árum fannst mér þetta svo sniðugt að ég hélt í einfeldni minni að innan fárra ára yrðu öll hjól búin skafti en það hefur nú ekki orðið enn. En það kanski kemur þó síðar verði.

Landfari, 26.8.2008 kl. 15:14

11 Smámynd: Landfari

Kári, ertu að segja að það sé meira tap í drifskaftinu en keðjunni? Veistu hverju munar?

Landfari, 26.8.2008 kl. 23:53

12 Smámynd: Kári Harðarson

Já, það er viss stífleiki í drifskaftinu en ég hef engar tölur.  Svo er plánetugírinn inní öxlinum líka stífari en utanáliggjandi gír.

Þessi drifbúnaður verður því seint á kappaksturshjólum en hann er sniðugur fyrir þá sem vilja hjóla í slabbi á vetrum án þess að allt festist í tjöru og salti.

Kári Harðarson, 27.8.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband