Birta og ylur hf

Ég slysaðist inn úr dyrunum í sérverslun hér í Rennes sem selur eldstæði.  Ekki stór groddaleg eldstæði fyrir viðardrumba með tengingu fyrir stromp, heldur listaverk sem minna meira á Bang & Olufsen græjur.   Eldsneytið reyndist vera spritt sem seytlaði í bolla undir öllu saman.  Það var löng röð viðskiptavina og góð viðskipti hjá seljandanum sem mér sýnist vera listamaðurinn sjálfur.  Ég skal setja nokkrar myndir inn við tækifæri.

Ég kíkti á vefinn til að sjá hvort fleiri gerðu svona eldstæði.  Það reynist þá líka vera hægt að fá smekkleg eldstæði fyrir própankúta.

gd82_t.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er steinvöluskál notuð undir logann.

gt8.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér finnst þetta sniðugt því það væri gaman að kveikja upp í arni nokkra daga á ári, en kostnaður við að gera reykháfsrör finnst mér verulegur, og svo er loft og sótmengun af viðareldi.  Það sakar ekki að á svona arni má kveikja og slökkva með fjarstýringu og hann slær út ef súrefni fer undir leyfileg mörk.

Þar sem íslendingar eiga lítið af eldiviði, gæti þetta nýst vel hér.  Einhver íslenskur hagleiksmaður gæti líka viljað smíða og selja svona  - ekki förum við að flytja hlutina inn í þessu árferði, þegar við getum lært að gera þetta sjálf?

PS: Fyrirtækið heitir Napoleon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þefurinn af arineldarkubbi er nú alveg dægjilegur...

Steingrímur Helgason, 17.11.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Stefán Freyr Stefánsson

Það eru nokkur fyrirtæki hérna á klakanum með svona.

Dæmi: http://www.parki.is/gasarnar/

Ég veit að það er eitt annað fyrirtæki sem sérhæfir sig í þessu, en veit ekki hvað það heitir. En ég er sammála að þetta ætti að smíða hér á landi, ekki flytja þetta inn... hvað þá frá Hollandi ;)

Stefán Freyr Stefánsson, 17.11.2008 kl. 00:47

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er mjög smekklegt. Hefði ekkert á móti því að hafa svona á vetrarkvöldum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 19:50

4 identicon

Ylur heitir hitt fyrirtækið, www.ylur.is er slóðin þeirra.

JBJ (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband