19.11.2008 | 10:10
Ókeypis vírusvörn frá Microsoft væntanleg
Þótt fullt af fólki noti vírusvörn á PC tölvuna eru þeir mýmargir sem eru illa smitaðir en ekki nóg til að tölvan þeirra drepist endanlega, og of værukærir til að velta fyrir sér hvers vegna tölvan er orðin svona hæg og skrýtin.
Þeir halda því áfram að smita þótt aðrir hreinsi sínar tölvur og eru eins og ennisholurnar í svæsinni sýkingu. Mér er sagt að tölvur í gagnfræðaskólum víðsvegar sjái um margar smitanir því kennarar kunna lítið á tölvur og notendurnir eru ekki kröfuharðir.
Margir hafa undrað sig á því hvers vegna Windows stýrikerfið, sem er annálað fyrir að leggjast marflatt fyrir hinum ýmsu óværum, kemur ekki með vírusvörn frá framleiðanda. Hún virðist vera á leiðinni í júní á næsta ári, fyrir XP, Vista (og Windows 7 sem kemur víst á markað á næsta ári).
http://www.microsoft.com/Presspass/press/2008/nov08/11-18NoCostSecurityPR.mspx
Hér er úrdráttur úr fréttatilkynningunni:
By offering such basic protection at no charge to the consumer, Microsoft is promoting a safer environment for PCs, service providers and e-commerce itself, since it is through unprotected PCs that the worst threats are introduced to the system as a whole.
Morro will be available as a stand-alone download and offer malware protection for the Windows XP, Windows Vista and Windows 7 operating systems. When used in conjunction with the ongoing security and privacy enhancements of Windows and Internet Explorer, this new solution will offer consumers a robust, no-cost security solution to help protect against the majority of online threats.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Það má deila um það hvort öryggi ætti að vera innbyggt í stýrikerfið eða "innleitt" af þriðja aðila. Ég ég af þeirri skoðun að öryggið ætti að vera innbyggt í stýrikerfinu og ekki þurfa að nota annað en grafísk viðmót eða skipanir sem stilla innbyggða eldveggi. Ég nota ekki vírusvarnir á Ubuntu eða Mac os x.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:15
Nú verður samt allt brjálað.. rétt eins og þegar IE var innbyggður í Windows. Hugbúnaðarrisar á við Symantec og fleiri sem nærast á bæði vinsældum og göllum Windows munu pottþétt tapa peningum vegna þessarar vírusvarnar. En pælið í því hversu fáranlegt þetta er, í staðinn fyrir að gera stýrikerfið "vírushellt", þá er búin til vírusvörn ofan á stýrikerfið.
Atli Stefán Yngvason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:33
Hmm... ég ætlaði raunar að bæta við punkti um það að það séu fleiri stýrikerfi til heldur en Windows.
Einar Indriðason, 19.11.2008 kl. 15:56
Það sem mér finnst nýtt við þessa frétt er að kannski fá þeir sem eru of vitlausir til að fá sér vírusvörn loksins eitthvað við sitt hæfi.
Mér finnst svo gaman af samlíkingum:
Þetta er eins og fótsveppur í sundlaugunum. Sumir mæta með slæm tilfelli af fótsvepp, smita alla hina og þótt þeir losi sig við hann með lyfjum kemur hann bara aftur.
Sundstaðurinn gæti sett fótlaug með sveppalyfi sem allir labba í gegnum. Það má segja að Microsoft sé að gera það þarna.
Kári Harðarson, 20.11.2008 kl. 09:32
Ég botna nú bara ekkert í því hvernig fólk nennir að nota þessi Windows PC fjós.
Intel won't 'upgrade' its PCs to Vista
by M. Sharp,
June 26th 2008
From the "with friends like this" department, comes the news (New York Times) that long-time Microsoft partner Intel has said it has decided against "upgrading" the majority of computers its 80,000 employees use to Vista.
“This isn’t a matter of dissing Microsoft, but Intel information technology staff just found no compelling case for adopting Vista,” said a person with knowledge of the decision, though an Intel spokesman said the company was testing and deploying Vista in certain departments, but not across the company.
The person, who has been briefed on the situation but requested anonymity because of the sensitivity of Intel’s relationship with Microsoft, said the company made its decision after a lengthy analysis by its internal technology staff of the costs and potential benefits of moving to Windows Vista, which has drawn fire from many customers as a buggy, bloated program that requires costly hardware upgrades to run smoothly.
Although Microsoft regularly trumpets Vista sales numbers, the company has admitted the OS hasn't been well-received by either the general public or large enterprises.
Windows 7 is expected to ship in 2010.
steinimagg, 21.11.2008 kl. 09:30
Það er gríðarlegur hagsmunir í gangi fyrir þá söluaðila sem selja Windows stýrikerfið að það þurfi að setja það upp frá grunni á 6 mán. fresti. Þetta skapar hagvöxt og botnlausa atvinnu fyrir her af fólki.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 16:36
Ég nota ekki Windows. Það er handónýtt og hefur alltaf verið.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.