26.11.2008 | 16:56
Hvenær er nýtt nýtt ?
Það virðist vera lögmál að atvinnugreinar sem eru búnar að koma sér vel fyrir eiga erfitt með nýsköpun. Stór hópur fólks áleit græjurnar á næstu mynd vera gott úrval:
Framleiðendunir voru Sony, Pioneer, Panasonic, Akai, "the usual suspects". Ef þú hefðir spurt þessi fyrirtæki hefðu þau öll sagst vera sérfræðingar á sínu sviði og vita allt um hljómflutningstækni og þarfir notenda.
Það þurfti tölvufyrirtæki til að koma af hliðarlínunni með nýja hugsun:
Ég nefni þetta bara sem dæmi um að stundum borgar sig að losna við gömlu valdaklíkurnar og hleypa nýrri hugsun að.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur því fram að hann sé sérfræðingur í að stjórna landinu enda mikill reynslubolti. Ég gef lítið fyrir reynslu sjálfstæðisflokksins. Ég held að reynsla hans sé að verða honum ansi mikill fjötur um fót. Ég er ekki að segja að við eigum að kjósa í næstu viku, en þegar við kjósum skulum við skipta almennilega út og hleypa ferskum vindum að.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
sammála þér Kári.. út með allt það gamla.. inn með nýjar og ferskar hugmyndir... og fólk.
Óskar Þorkelsson, 26.11.2008 kl. 17:58
Sammála - góð samlíking þetta með græjurnar
, 26.11.2008 kl. 20:07
Náákvæmlega!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 26.11.2008 kl. 20:30
Færzla þessi var í boði macca.is ?
'-}
Steingrímur Helgason, 26.11.2008 kl. 20:44
Kemurðu ekki bráðum heim að taka þátt í byltingunni?
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.11.2008 kl. 21:53
Snilld, Kári.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 06:14
Nýjungar koma oft utanfrá. Sjáðu t.d. hvað Red er að gera í kvikmyndabransanum með Red One vélina. Það myndi fyrr frjósa í helvíti en Sony eða Canon kæmu með eitthvað svona.
Jón Ragnarsson, 27.11.2008 kl. 10:16
Varðandi mótmælin í Tælandi var rætt við íslenskan túrista, Holgeir Másson. Kannast ekkert við manninn, en fannst nafnið sérstakt og gúgglað smá. Þá kom upp Redbox og Netverk. Fannst þetta áhugavert í umræðunni...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 27.11.2008 kl. 10:52
Góður! Ég held að þetta sé dálítið stór hluti af vandanum. Menn kunna ekki að hugsa út fyrir kassann. Lausnir sem ná út fyrir kassann eru ekki skoðaðar, þar sem menn halda að það séu ófreskjur á því svæði.
Ásgeir, ef þú hefðir gúgglað meira, þá hefðir þú fundið loftbelg og dópsmygl. Nú ef þú hefðir leitað í gömlum Moggum, þá skrifaði hann um tölvumál fyrir Viðskiptablað Morgunblaðsins, þar til að ég tók við af honum á haustdögum 1991. Holgeir er að sumu leiti einn af frumkvöðlum útrásarinnar og setti það fordæmi sem allt of margir fylgdu. Byrjaði með góða hugmynd á Íslandi sem hann hélt að hann gæti sigrað heiminn með. Fór með, að því virtist, gott fyrirtæki úr landi til að gera það ennþá stærra og endaði með ekki neitt eða því sem næst.
Marinó G. Njálsson, 27.11.2008 kl. 11:37
Þetta er svo satt hjá þér. Það er líka alltaf dálítið hæpið þegar fólk telur sig vera ómissandi. Kirkjugarðurinn er fullur af þannig fólki.
Anna Svavarsdóttir, 27.11.2008 kl. 14:59
thailand er skrifað á íslensku taíland.. bara svo því sé haldið til haga :)
Óskar Þorkelsson, 27.11.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.