Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn á laugardag

Það eru til tvenns konar kjósendur:  Þeir sem velja stjórnmálaflokk eftir að hafa lesið stefnuskrána  eins og neytendur velja vöru eftir að lesa utan á umbúðirnar, og svo þeir sem standa með sínum flokki eins og knattspyrnufélagi og telja að ef flokkurinn gerir eitthvað vitlaust eigi að mæta á landsfund, berjast og bæta þannig flokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið svo gæfusamur að stór hópur þeirra sem kjósa hann er af seinni gerðinni.  Það þarf mikið til að missa slíka kjósendur.

Um helgina var ég á mannfagnaði þar sem tal snerist um pólitík.  Þar voru eitilharðir Sjálfstæðismenn með stóru S-i  (margir með ættarnöfn) sem lýstu yfir að þeir ætluðu ekki að kjósa flokkinn sinn.

Það er ekki stefna flokksins sem menn höfðu út á að setja heldur spillingin og það að stefnunni hefur ekki verið fylgt.

Spillingin er skiljanleg, enginn hefur gott af of miklum völdum of lengi.  Eina lausnin er að hvíla flokkinn.    Eru nýir formenn jafngildir nýjum flokki?  Ég held ekki - stofnanir hafa sinn eigin kúltúr sem er öflugri en svo að einn og einn nýr meðlimur breyti honum á svipstundu.

Svo er það stefnan.  Formennirnir ráða þar ekki ferðinni heldur.  Út í sal á landsfundi var grár herskari eignafólks sem stjórnar þeim sem uppi á sviðinu stóðu.  Ekki hugsjónafólk að berjast fyrir lífi lýðveldisins, heldur fók sem var hrætt við að missa það sem það hefur sankað að sér, peningum, kvóta og öðru.

Ég væri ekki að standa með sjálfum mér ef ég kysi sjálfstæðisflokkinn núna.  Ég held áfram að trúa á einstaklingsframtakið en trúi ekki að sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir það þessa stundina.

Ég er líka svolítið kaldur fyrir frjálshyggjunni í bili.  Draumurinn leit svona út:

bigmac.jpg

 

 

 

 

 

 

 

En svona varð raunveruleikinn:

bigmac1.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haltu þig heima á kjördag.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Einar Indriðason

Nei, kjóstu.  Sama hvað þú gerir, notfærðu þér þinn rétt til að (reyna að) hafa áhrif á landið.  EKKI sitja heima eða skila auðu.  Ef eitthvað er, þá myndi það bara hjálpa D listanum.  Hví?  Jú, heilalausir uppvakningar munu mæta á kjörstað og setja sitt X við sinn flokk, án þess að hugsa.

Einar Indriðason, 21.4.2009 kl. 15:37

3 identicon

Nú er ég hiss, ætlarðu ekki að kjósa D fyrir Drottinn? Kári, þú kemur á óvart.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:55

4 identicon

Já Kári.

Þetta er orðið hlutskipti margra þessa dagana. Hvernig stærsti og breiðasti stjórnmálaflokkur landsins gat komist í gíslingu örfárra manna eða sérhagsmunahóps er rannsóknarefni. Stuðningsmennirnir sem eftir standa eru ýmist strangtrúaðir eða fólk sem engu illu trúir. Hinir eru búnir að fá nóg í bili. Þar sem fleiri og fleiri segjast ætla að kjósa eitthvað annað en segja ekki hvað, þá upplýsist hér með að atkvæði undirritaðs mun í þetta skiptið lenda vinstramegin við grænt. Ekki að sú stefna höfði neitt sérstaklega til mín, heldur það að vonin um breytingar og uppbrot klíkusamfélagsins er björtust á þeim slóðum. Sjálfsagt mun maður naga handarbökin næstu mánuði vegna andstöðu margra við aðild að ESB, en sé horft á raunveruleikann þá verður nýtt og betra Ísland ekki byggt á Evrópusænginni einni saman. Til þess þarf útskipti á mörgum valdaljónum sem urra við kjötkatlana.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:55

5 Smámynd: Sigurjón

Ég ætla að gefa Borgarahreyfingunni tækifæri.

Sigurjón, 21.4.2009 kl. 16:26

6 Smámynd: Neo

Ég kaus XO (Borgarahreyfinguna) í London síðasta laugardag, Sigurjón ég er ótrúlega ánægður með þig!

Neo, 21.4.2009 kl. 17:11

7 Smámynd: Sigurjón

Takk fyrir það Neo.  Hvar er Morpheus?

Sigurjón, 21.4.2009 kl. 17:15

8 identicon

"Það er sokkið" sagði hann. "Það byrjaði að sökkva þegar þeir settu púnktinn aftan við Brennunjálssögu.  Aldrei hefur nokkuð land sokkið jafn djúpt.  Aldrei mun slíkt land aftur upp rísa."  [Jón Hreggviðsson ]

Íslandsklukkan eftir Halldór Laxnes (eftir minni)

En hvorugur okkar getur kosið.  Einn dauður, en hinn dauðyfli.

Andri (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 19:56

9 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það væri flott ef þú birtir lista yfir þá stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa sýnt af sé mesta spillingu. Taka konkret dæmi, þannig að menn sjái þetta svart á hvítu. You can do it!

Flosi Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 19:57

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

auðvitað breyta ný andlit ekki flokki sisona. ekki frekar en ný brúða breytir Brúðubílnum í eitthvað annað en Brúðubílinn.

Brjánn Guðjónsson, 21.4.2009 kl. 20:17

11 Smámynd: Jónas Egilsson

Hitt hefði verið frétt ársins, því sem næst!

Jónas Egilsson, 21.4.2009 kl. 21:05

12 identicon

Ég skil vel þennan hugsunargang þinn og er í raun sammála honum. Ég sjálf veit ekki hvað ég geri á kjördag. Hins vegar hef ég verið að velta fyrir mér hvort maður gefi þá Vinstri grænum mitt atkvæði til þess að stuðla að því að þeir verði stærri en Samfylkingin og fari ekki inn í aðildarviðræður við ESB. Þetta er mín pæling.

Tobbs (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:55

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hann er nánast orðinn svona. Borgarinn á seinni myndinni er allt of girnilegur...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.4.2009 kl. 22:28

14 Smámynd: Davíð Löve.

Þarna talar maður sem skilur að atkvæði hans er ekki gefins eða til sölu. Við verðum að koma stjórnmálaflokkum í skilning um það, að á bakvið hvert atkvæði er hugsandi manneskja. Þú átt virðingu skilið fyrir þetta.

Davíð Löve., 21.4.2009 kl. 22:36

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Borgarahreyfingin fær mitt atkvæði !!

Óskar Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 08:50

16 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta eru fáránlegar alhæfingar hjá þér Kári um Sjálfstæðismenn. Ég t.d. hef ákveðið að kjósa flokkinn vegna góðra stefnumála og sama á við flesta kjósendur hans.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 19:36

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hilmar.. góðra stefnumála ???? halló .. nefndu eitt !!!!!

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 19:54

18 identicon

Láttu engan rugla thig, ákvördunin er á milli thín og thinnar samvisku, engra annara.  Thad er gott ad vera med góda samvisku - Regína systir

Regina Hardardottir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 19:54

19 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel t.d. að hugmyndin um að stærð fjármálkerfisins miðist við þarfir Íslensks efnahagslífs sé mjög skynsamleg.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 20:32

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tel t.d. að hugmyndin um að stærð fjármálkerfisins miðist við þarfir Íslensks efnahagslífs sé mjög skynsamleg.

he he var sjálfstektarflokkurinn að fatta þetta í síðustu viku ?  Aðrir flokkar eru fyrir löngu búnir að fatta þetta.. hverjir leyfðu fjármálkerfinu að vaxa 10 falt umfram stærð innlendsfjármálakerfis ?? Jú sjálfstektin.. og þú treystir þeim Hilmar...  fólk eins og þú tryggir að spillingin er áfram við völd..

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 20:55

21 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þú gleymir góðærinu sem var einungis mögulegt vegna flokksins. Vissulega urðu flokknum á mistök á síðasta kjörtímabili sem hafa verið viðurkennd en það verður bætt úr því á næsta kjörtímabili og við munum sjá endurreisn þjóðarinnar.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 21:10

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvaða góðæri Hilmar ?  Ég varð aldrei var við það.. falsk góðæri í boði DO og frjálshyggjunar sem gat bara endað á einn veg.. gjaldþroti þjóðarinnar því góðærið var greitt með erlendum lánum og jöklabréfum..

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 21:40

23 Smámynd: Morten Lange

Sammála Óskari, Að benda á hið svokallaða góðæri er að skjóta sig í fótinn.  Nema maður sé ansi gráðugur og neyslufikill  og reikni með að aðrir séu það líka.

Morten Lange, 23.4.2009 kl. 21:45

24 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég vitna í Guðlaug Þór "Ef Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á öllu því slæma síðustu 18 árin, ber hann líka ábyrgð á öllu hinu góða".

Hafið þetta hugfast.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 22:17

25 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að vitna í gulla þór bendir til þess að þú sért mikill húmoristi Hilmar LOL.. versta er að ég man ekkert eftir neinu sérstaklega góðu sem sjálfstektin hefur gert á þingi eða landsvísu ..

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 22:21

26 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þú þarft að leita þér hjálpar við neikvæðni þinni Óskar.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 22:28

27 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei ég er sko ekkert neikvæður.. ég er réttsýnn og sjálfstektin er þrælsek.. komdu með dæmi um það góða því ég hraunað yfir þig með hinu vonda sem sjálfstektin hefur afrekað undanfarinn 18 ár.

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 22:34

28 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Því ég get.. átti að standa þarna..

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 22:34

29 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mig langar að spyrja þig. Tókst þú þátt í góðærinu?

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 22:44

30 Smámynd: Óskar Þorkelsson

var ég ekki búinn að svara því að ofan Hilmar.. NEI.  Ég á ekkert í dag nema tölvu og föt.

Óskar Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 23:35

31 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Góður pistill Kári. Það er akkúrat þetta sem ég þoli ekki

við íslenska flokkapólitík. Menn og konur halda með sínu

"fótboltaliði" burtséð frá því hvort að stefnumálin eru að

höfða til þeirra eður ei. Gott dæmi er ESB. Það er fátítt að heyra

fólk andmæla sínum flokki í sambandi við það hvort að við

eigum að fara í viðræður eða ei. Ég held að sumir hafi nú ákveðið

að kjósa annan flokk en það hefur áður gert vegna þess að afstaða

þess flokks til ESB er afdráttarlausari en annarra. ESB, eða ekki ESB

er að mínu mati lang stærsta kosningamálið.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 24.4.2009 kl. 12:19

32 identicon

Ég er líklegast farinn að hallast á sömu skoðun og Sigurjón um að kjósa XO þar sem nýtt afl gæti hugsanlega framkvæmt nauðsynlegar kerfisbreytingar. Það vantar meira þingræði og minnka/breyta völdum ráðherra. Til hvers að vera með þing þegar ráherrar hafa svo mikið vald að þeir geta tekið getþótta ákvarðarnir varðandi peningaútdeilingar og/eða t.d. 10% aukningu á kvóta á einu bretti eins og fyrrverandi ráðherrar hafa gert ítrekað?!

Það þarf að minnka ríkisumsvif (hvað þurfa 300.000 manns að eiga marga banka?!). Við erum svipað stór og Toledo í Ohio í Bandaríkjunum. Þá er betra að vera með fá ríkisrekin fyrirtæki sem eru að vinna að hagsmunum þeirra sem eiga bankana.

Þeir sem eiga fyrirtækin stjórna þeim að sínum einka hagsmunum, ef einkareknu bankarnir hefðu haft hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi hefðu þeir aldrei þurft að erlend útibú.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa innleitt þessa stefnu sem hefur gefið fáum einstaklingum auð landsins og þeim afleyðingum að hagkerfið er í rjúkandi rústum. Samfylkingin lagðist með Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu kosningar og "co-aði" með Sjálfstæðisflokknum í sjálfblekkingunum um að allt myndi lagast þegar blasti við algjört kerfishrun. Vinstri grænir lofuðu rótækum breytingum sem hafa skilað því að þökk sé þeim er búið finna lausn á mikilvægasta vanda Íslands í dag, mansali.

Á meðan þarf unga kynslóðin að sætta sig við hversu gott er að ávaxta peninga sína hérna með 20% vöxtum. Þeir sem fá lánað þurfa að borga þessa stórgóðu vexti, það var einhver sem íaði að því að það væri líklegast hagstæðara að fá lán hjá handrukkara heldur en frá "ríkinu" í dag.

Framtíðin er ekki björt fyrir mig og annað ungt fólk á Íslandi í dag. Það er útilokað að eignast húsnæði vegna verðbólgu. Gjaldmiðillinn er á leið til glötunar, 1$ = 131 ISK og er enn að veikjast. Lífeyrisréttindi skerast vegna fáránlegra fjárfestina stjórnenda sjóðanna. Líklegast væri sanngjarnara að vera með skyldusparnað þar sem peningarnir væru hultari fyrir gráðugum peninga "hirðum".

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 18:31

33 Smámynd: Sigurjón

Jamm.

Hvenær eigum við svo að skreppa í keilu Davíð?

Sigurjón, 25.4.2009 kl. 00:25

34 identicon

Sæll Sigurjón,

við þurfum að drífa okkur, ég er búinn í prófum og er frjáls þangað til næsta haust :)

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband