Beint frá býli

Ég rakst á þessa frétt og varð spenntur:

Á Seljavöllum er nú hægt að kaupa nautakjöt beint frá bónda. Þau hjónin Eiríkur Egilsson og Elín Oddleifsdóttir hafa innréttað litla kjötvinnslu heimafyrir. Nautunum er slátrað í sláturhúsi Norðlenska á Höfn, en síðan taka þau kjötið heim og það er látið hanga í kæli í u.þ.b 2 vikur til að það meyrni.

Kjötið selja þau síðan úrbeinað, fullsnyrt og pakkað í heilum, hálfum og ¼ hluta skrokks. ¼ hluti úr skrokk er að gefa u.þ.b 30 – 40 kg af beinlausu kjöti sem selt er á 1400 kr /kg sama kílóverð jafnt fyrir t.d fille, gúllas og hakk. Þetta ætti því að vera töluverð búbót fyrir neytendur, en jafnframt segja þau mikinn kost að fólk getur verið öruggt með að þetta er 100 % kjöt sem engu er blandað saman við, en það mun vera algengt að það hakk sem er á boðstólnum í verslunum sé blandað ýmsum aukaefnum til að gera kjötið þyngra.

Getur einhver miðlað af reynslu sinni með innkaup?

 bugs_bull1.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

þetta eru gleðilegar fréttir og besta leiðin til að lækka verðið. Milliliðir detta út "sem taka stórann toll af landbúnaðarvörunum" og þar með verður íslenska kjötið samkeppnishæft við innflutt kjöt í verði og miklu hreinna og hollara.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.6.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég get mælt með Matarbúrinu á Hálsi í Kjós.  Keypti ótrúlega góðar steikur þar um daginn og ætla að kíkja aftur bráðlega.

Matthías Ásgeirsson, 11.6.2009 kl. 13:03

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Þetta er hægt víðar um land,og er stór sniðugt og alveg til fyrirmyndar,og þótt ótrúðlegt sé,miklu betra og fallegra kjöt,bændur láta ekkert frá sér,nema topp afurði,og hefði fyrir lifandis löngu átt að leifa þetta,til hamingju með þetta,Eiríkur og Elín,þess skal getið að á Seljavöllum er mjög hreint og fallegt um hverfi,(ég fór oft með fóður á þennan bæ,hér um árið.) Já Kári minn,þú skalt ekki hika við að kaupa af þessu fólki kjöt,þetta er fyrirmyndar bú. kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 11.6.2009 kl. 16:10

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta hljómar vel.

Haukur Nikulásson, 11.6.2009 kl. 17:29

5 identicon

Vid keyptum svona kjot "beint fra byli" ca. 1994,  1/4 naut a moti odrum.  Mæli eindregid med thvi, rosalega gott kjot, vel snyrt, fallega innpakkad og vid vorum spurd hvad vid værum morg i heimili og hvort vid vildum mest hakk eda stærri bita, okkar val.  Thad var 100% anægja med thetta fyrirkomulag.

Regina Hardardottir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband