20.8.2009 | 08:53
Hvers eðlis eru peningar?
Einhvern tímann á 19.öld stofnuðu nokkrir starfsmenn bandaríkjaþings barnapössunarfélag fyrir sjálfa sig. Það voru gefnar út ávísanir í upphafi sem allir fengu jafn mikið af. Ein ávísun gilti fyrir eina pössun. Sá sem passaði fyrir einhvern annan gat svo notað ávísunina seinna til að borga fyrir barnapössun sinna barna. Allir byrjuðu því með sama "pening".
Það sem gerðist, var að sumir voru alltaf að passa börn, en aðrir voru alltaf að láta passa fyrir sig. Þeir sem voru búnir með ávísanirnar sínar gátu ekki látið passa meira fyrir sig, en þeir gátu ekki heldur passað fyrir þá sem höfðu eignast allar ávísanirnar því þeir voru svo mikið heima á kvöldin og þurftu bara ekki pössun. Barnapössunarhagkerfið botnfraus.
Það var leyst úr þessu með því að prenta nýjar ávísarnir og dreifa þeim jafnt á alla meðlimina í félaginu, bæði þá sem voru búnir með sínar, en líka þá sem áttu fullt af þeim. Þegar kerfið stoppaði aftur voru prentaðar ennþá fleiri ávísanir. Meira og meira af þessum miðum komst í umferð. Það virtist samt ekki vera skaðlegt.
---------------------
Svona í hnotskurn virkar hagkerfið líka. Ef eignamenn vilja ekkert kaupa af fátækara fólki, vilja ekki byggja brýr og breiðgötur eða kaupa flatskjái þá verður vesen því engin ný verkefni verða til fyrir fólk að vinna við og kreppa byrjar.
Í gamla daga leysti ríkið vandann með því að prenta seðla, en í stað þess að láta alla í samfélaginu hafa jafn mikið af nýju seðlunum, notaði ríkið þá sjálft til að kaupa nýja skóla og vegi af verktökum sem gátu borgað með þeim laun og keypt hráefni. Seðlarnir sem ríka fólkið hafði sankað að sér og vildi ekki nota í neitt misstu við þetta verðmæti, það köllum við verðbólgu
Verðbólgan var ekki sanngjörn gagnvart þeim sem áttu pening, eigur þeirra hjöðnuðu. En er ekki staðreynd að þeir sem eiga eitthvað verða að eyða því? Ef þú liggur á peningunum ertu hættur að spila spilið. Má það?
Seinna hætti ríkið sjálft að vasast í þessari seðlaprentun og gaf bönkunum þess í stað leyfi til að prenta peninga og lána þá. Það hlýtur að vera gott að geta með einu pennastriki í bókhaldi bankans búið til innistæðu í reikningi, lánað hana svo út og heimtað vexti í þokkabót á peninga sem maður vann sér aldrei inn.
Bankar hafa bindiskyldu. (þess vegna eru allir bankamenn svona klæddir :). Ef bindiskyldan er lág, geta bankarnir lánað peninga sem þeir fengu sjálfir lánaða, rétt eins og ef þeir ættu þá og þyrftu ekki að passa þá fyrir innlánseigendur.
Bankar sem fá leyfi til að prenta peninga verða sjálfkrafa rosalega ríkir, og með ríkidæminu er hægt að kaupa völd. Ef einhverjum líkar ekki þetta peningaprentleyfi bankanna er ekki víst að þeirra rödd fái að hljóma skírt í fjölmiðlum sem flestir eru mjög háðir bönkum, beint eða óbeint. ójæja...
Ég skil að ríkið skuli halda áfram að prenta "barnapössunarávísanir" en ég hef aldrei skilið hvers vegna bankar fá að gera það. Ef ríkið notar nýju peningana til að byggja brýr og vegi fara þeir þó amk. til að styðja góð málefni.
Mér finnst svo arfavitlaust að bankar megi prenta peninga, að ég hallast að því að þetta sé samsæri ríkra manna til að stjórna bak við tjöldin. Það er spurning hvort við viljum leyfa þetta í "nýja Íslandi". Eigum við ekki að leyfa ríkinu að sjá um peningaprentun?
PS: Auðvitað verða bankar að lána peninga sem aðrir hafa lánað þeim. En Davíð svo gott sem afnam bindiskylduna, það er það sem ég var aldrei sáttur við.
Athugasemdir
Þetta var nú aldeilis góð útskýring á peningastefnu Það útskýrir margt sem ég hef oft velt fyrir mér eins og t.d. hvernig verðbólga verður til. Takk fyrir góðan pistil.
, 20.8.2009 kl. 08:59
Þetta er svona Zeitgeizt í hnotskurn :)
Óskar Þorkelsson, 20.8.2009 kl. 09:16
Ein af kröfunum tíu í kommúnistaávarpinu er að ríkið hafi einkarétt á útgáfu peninga.
Doddi D (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 10:23
Bankar lána þér aldrei neinn pening. Upphæð sem þú færð að láni er aldrei til því hún er BÚIN TIL í bókhaldi bankans.
Þessvegna vann maðurinn í USA málið þegar bankinn ætlaði að ganga að húsinu hans. Dómstóllinn komst að þeirri augljósu niðurstöðu að bankinn hefði aldrei átt þessa "peninga" í upphafi heldur var þessi upphæð slegin inn í tölvu í bankanum og varð hún þannig til.
Sem dæmi um hve bankinn var hræddur um fordæmisgildi þessa dóms er að hann ÁFRÝJAÐI EKKI.
Ef Hæstiréttur USA hefði komist að sömu niðurstöðu (sem allar líkur eru á) þá hefði bankapíramídinn hrunið.
Ég skora á alla að neita að borga og fara með málið fyrir dóm og láta bankann þar sanna að hann hefði í raun lánað einhver verðmæti sem voru til í veruleikanum.
Karl Löve, 20.8.2009 kl. 15:35
ég hélt það væru seðlabankar sem sæu um peningaprentunina. ekki almennir bankar. seðlabankar eru, jú, ríkisapparöt.
Brjánn Guðjónsson, 20.8.2009 kl. 15:39
Brjánn, þetta kemur seðlaprentun ekkert við. Þessir "peningar" eru tölur á skjá.
Svo þér til fróðleiks þá er Seðlabanki USA einkabanki og hlutafélag.
Karl Löve, 20.8.2009 kl. 15:43
Karl, gætirðu bent á einhverja umfjöllun um þetta dómsmál? Hljómar afar áhugavert.
Bjarki (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:49
Fann smá um dómsmálið sem um ræðir.
http://www.lawlibrary.state.mn.us/askfaq.html#credit
Er ekki búinn að skoða þetta nægilega vel en það er á todo listanum.
Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 16:18
Einnig er þetta mjög athyglisvert sem sýnir hlutfall "raunverulegra peninga" af peningum í umferð, en hlutfallið er að meðaltali 5-15%
http://en.wikipedia.org/wiki/Fractional-reserve_banking
Einnig er bindisskilda á miklu undanhaldi og er td ekki til staðar lengur á íslandi.
Hér er listi yfir bindiskildu eftir löndum http://en.wikipedia.org/wiki/Reserve_requirement
Ekki má gleyma því að peningar streyma milli landa og hægt er að fá lánað í erlendum bönkum, sem gerir alheimsbankakerfinu kleypt að búa nær til óendanlega mikið af peningum.
Mbk,
Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.