10.9.2009 | 18:09
Vatn !
Ég var í Kringlunni áðan en sá hvergi vatnshana í grennd (þeir eru kannski einhversstaðar).
- Daginn áður var ég í Háskólabíó en eina leiðin til að fá vatn var að standa í biðröð og ónáða sjoppufólkið.
- Sömu sögu er að segja í Smárabíó.
- Sömu sögu í Leifsstöð, hvergi vatn að hafa.
Þetta var ekki vandamál á meðan hægt var að nota vaska á klósettum en núna eru þeir oftast með forblönduðu volgu vatni.
Í Bandaríkjunum eru iðulega vatnsfontar á opinberum stöðum, en þeir eru sjaldgæfir hér. Það er skrýtið því við erum alltaf að tala um vatnsgæðin hér.
Ég vil leggja til að sett verði í lög að almenningur skuli hafa greiðan aðgang að vatni á almenningsstöðum og minnka þannig umhverfissóðalega sölu á vatni í plastflöskum.
Áður en ég trufla heilbrigðisráðherra með þessari uppástungu, hvað finnst ykkur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
- Október 2006
Færsluflokkar
Tenglar
Góðir hlekkir
- Tómas Atli Ponzi Ég hef alltaf litið upp til þessa manns.
- Verulega flottar Íslandsmyndir
- Jóhann Jökull Ásmundsson Svona góður húmor er vandfundinn
Bloggvinir
- malacai
- andres
- halkatla
- annabjo
- kruttina
- arndisthor
- baldurkr
- biggijoakims
- veiran
- birgitta
- brjann
- gattin
- dofri
- einarolafsson
- ea
- fhg
- fsfi
- valgeir
- gretaulfs
- laugardalur
- gudbjorng
- amadeus
- goodster
- neytendatalsmadur
- haukurn
- heidistrand
- rattati
- herdisthorvaldsdottir
- hildigunnurr
- drum
- kjarninn
- hlaup
- don
- instan
- johannbj
- jon-o-vilhjalmsson
- jonaa
- jonastryggvi
- juliusvalsson
- askja
- photo
- kristjanb
- leifurl
- larahanna
- lara
- madddy
- marinogn
- mortenl
- manisvans
- paul
- palmig
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ruth777
- badi
- hjolina
- sij
- siggisig
- stefanjonsson
- lehamzdr
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- saemi7
- gudni-is
- hreinsamviska
- jonr
- agustakj
- hugdettan
- astromix
- olafurthorsteins
- omarragnarsson
- skari60
- skrifa
- thorsteinnhelgi
- inami
- thoragud
- toti2282
- arnid
- bjarnihardar
- tilveran-i-esb
- hordurhalldorsson
- kamasutra
- sigurjons
- tryggvigunnarhansen
- toro
Bækur
Ómissandi bækur
Bækur sem ég myndi taka með mér á eyðieyju
-
Everett Rogers: The diffusion of Innovation (ISBN: 0029266718)
Þessi bók kom mér í skiling um að félagsfræði á erindi við tölvunarfræðinga -
Robert M. Pirzig: Zen and the art of Motorcycle Maintenance (ISBN: 0688002307)
Ég sé alltaf eitthvað nýtt í þessari bók
Athugasemdir
Hljómar vel.
Ólafur Eiríksson, 10.9.2009 kl. 18:23
Ég styð þessa tillögu heilshugar. Ennþá eigum við vatnið og ættum ekki að þurfa að borga fyrir það.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.9.2009 kl. 20:11
Auðvitað ætti að vera gott aðgengi að FRÍU drykkjarvatni á öllum almenningsstöðum.
Að selja drykkjarvatn á flöskum finnst mér vera út í hött, hér þar sem við eigum meira en nóg af besta vatni í heimi.
Mér finnst það jaðra við föðurlandssvik að selja Íslendingum drykkjarvatn í flöskum !
Börkur Hrólfsson, 10.9.2009 kl. 20:19
Sammála Kári!
Þetta er útí hött að það sé hvergi hægt að nálgast drykkjarvatn.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 20:22
Algerlega sammála
Birgitta Jónsdóttir, 10.9.2009 kl. 20:46
Ég fór með syni mínum fyrr í kvöld á Söngvaseið í Borgarleikhúsinu. Stórgóð sýning sem ég mæli með.
Í hlé var gott aðgengi að glösum og könnum með ísköldu vatni, gott hjá þeim.
Hörður Ólafsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 23:10
hjartanlega sammála þér Kári
Brjánn Guðjónsson, 10.9.2009 kl. 23:14
Hæ, ég kannast við svona vatnsskort. En af hverju eiga yfirvöld að þjóna þér með þessu? Þú átt sjálfur að hafa með þér fulla vatnsflösku þegar þú ferð á stjá í verslunarferðir og annað stúss innanbæjar sem utan. Ég lærði á þetta fyrir mörgum árum: taka með sér vatn á flösku, því enginn þjónustar mann með slíku. En líklega er það breytt í dag. En samtþ: taka með sér sitt eigið vatn þótt það volgni á fartinni.
En það er annað sem mig langar að koma að í þessu sambandi: væri ekki sniðugt fyrir veitingastaði og sjoppur að hafa vatn á flöskum til sölu fyrir fólk á faraldsfæti? Og sérstaklega þá sem gleymdu flöskunum sínum heima (á ekki við um túrista).
Eitt er það líka sem mig langar til að benda á: í ársbyrjun 2005 þurfti ég að leita til Læknavaktarinnar í Kópavoginum. Ég kom þangað með yfir 38 stiga hita og þurfti að bíða lengi. Þarna niðri eru nokkrir skyndibitaveitingastaðir, þar á meðal ísbúð.
Ég gat ekki með nokkru móti fengið einn tebolla til kaups á öllu þessu svæði, til að halda á mér til hita á meðan ég beið eftir að komast til læknis á Læknavaktinni þarna. Það var hægt að kaupa sér ískaldan ís þarna og eitthvað annað, en fáir staðir voru opnir þarna, enda fyrsti opnunardagur eftir nýárið. Ansi lélegt.
Held að íslenskir veitingastaðir eigi eftir að læra mikilvæti þess að hafa vatn á flöskum og te í bolloum á aðgengilegum boðstólum.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 11.9.2009 kl. 00:02
Sniðuh hugmynd. Væri líka til í að sjá vatnsfonta á leikvöllum í Reykjavík sem eru oftast á skólalóðum. Fótboltavellir eru orðnir mjög algengir þessum lóðum og eru þeir notaðir bæði yfir skólatímann sem og á kvöldin.
Egill M. Friðriksson, 11.9.2009 kl. 10:04
Ingibjörg skrifaði:
Ég vil ekki að yfirvöld geri neitt annað en að setja þá reglu að fólk á almenningsstöðum verði að hafa aðgang að rennandi vatni, rétt eins og það verður að vera klósett aðstaða eða inngangur fyrir fatlaða. Það má ekki meina fólki um aðgang að drykkjarvatni.
Ef þú ert inni á lokuðu svæði, eins og í bíó eða Leifsstöð og allir vatnskranar á klósettum eru með rennandi heitt vatn, þá er eitthvað að. Mig grunar að eigendur þannig staða séu að reyna að auka sölu á gosi. Þetta er það sem ég vil koma í veg fyrir.
Uppsetning á vatnsfontum á vegum borgarinnar er reyndar góð hugmynd líka. Hvernig væri að hanna fallegan íslenskan drykkjarfont sem væri settur upp í skólum og sundstöðum?
Kári Harðarson, 11.9.2009 kl. 10:23
Það er reyndar misskilningur, ein af íslensku goðsögnunum, að við eigum besta vatn í heimi. Íslenskt vatn er talið fremur lútarkennt miðað við alþjóðlega staðla og rannsóknir hafa sýnt að það er ekki alltaf hreint og ómengað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2009 kl. 11:35
Frábær hugmynd. Eini gallinn frá sjónarhóli ríkisins væri væntanlega sá að þetta myndi minnka sölu gosdrykkja og þar með skatttekjur. Á móti kæmi hins vegar minni kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu og tannlækninga.
Ingibjörg Stefánsdóttir, 11.9.2009 kl. 14:27
Hárrétt sem Sigurður Þór segir. Hreina vatnið á Íslandi er kjaftæði. Það vita það allir sem það vilja vita, að t.d. legionella-bakterían hefur sest að í vatnsveitukerfi Reykjavíkur og fer ekkert þaðan úr þessu. Við erum hinsvegar flest komin með mikið þol gagnvart þeim aðskotaefnum, sem í íslensku vatnsveituvatni eru. Hefur eitthvert ykkar séð þegar menn eru að sulla í sama skurðinum að tengja saman neysluvatnslagnir og skolplagnir og "allt flæðir um allt"? Erlendum gestum okkar þykir hinsvegar með ólíkindum að hér skuli ekki vera hægt að fá ódýrt drykkjarvatn keypt í verslunum, heldur er það fokdýrt, nær eingöngu vatn með kolsýru og skattlagt að auki með sérstökum sykurskatti! Eruð þið hissa á þótt það ferðafólk, sem kemur með Norröna hafi vatnið með sér á flöskum?
Rebbi rófulausi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.