Nova tekur Símann

"Pabbi, ég þarf að skipta yfir í NOVA".

"Af hverju?"

"Af því vinir mínir eru með NOVA, og ég hef ekki efni á að hringja í þá".

"Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur".

 

Ég fer af stað og kíki á málið.  Það kostar 28 kr mínútan að hringja frá "Símanum" í NOVA símnotanda, en ekkert ef þú ert sjálf(ur) með NOVA síma.  28 kr er dýrara en að  hringja til Hawaii (það kostar 19,90 kr mínútan, fjarlægð 9.955 kílómetrar).

Hann er nú "kominn til NOVA".  Allir vinir hans eru með NOVA svo þetta var "no-brainer" fyrir hann.  Við þurfum núna að borga fyrir að hringja í hann, en það er ekki tekið af vasapeningunum hans svo þetta er góð bissness ákvörðun hjá honum.

Ég veit ekki hvort síminn lætur þetta kosta svona mikið til að refsa þeim sem reyna að hafa samskipti við NOVA en nú hafa vopnin snúist í höndunum á þeim.

Ég talaði fyrst við þjónustuver símans og svo við afgreiðslumann í verslun símans.  Fátt var um svör.  Einn sagði :"ég vona að við finnum betri lausn en þetta Frelsi", hinn sagði:  "Getur hann ekki verið með tvo síma?"

Það er tímaspursmál þar til ég og konan skiptum líka því það kostar ekkert fyrir okkur að hringja í hvort annað, þeir sem reyna að hringja í okkur bera allan kostnaðinn.

Ef hann væri áfram í Frelsi en borgaði 2000 kr. aukalega á mánuði má hann velja og hringja í hámark sex vini sína ótakmarkað og óháð kerfi, en bara 60 mínútur hámark á mánuði.   Ef hann hringir minna en 60 mínútur fást 2000 krónurnar væntanlega ekki endurgreiddar.   Svona verðskrár eru ekki til að auka yfirsýn og auðvelda verðsamanburð.

Þetta minnir mig á þegar VISA hélt innreið sína á Íslandi.  Kaupmaðurinn þarf að borga fyrir VISA og veltir þeim kostnaði á vöruna, enginn býður staðgreiðsluafslátt.  Þú ert því búinn að borga fyrir VISA hvort sem þú notar það eða ekki.  Eins gott að nota VISA...

Eru þetta endalok Símans?  Stay tuned...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nova ræður sínu endagjaldi og rukkar Símann og Vodafone svona svívirðilega mikið. Það ætti frekar að sniðganga Nova en að verðlauna þá með viðskiptum.

Frank (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Kári Harðarson

Eftir því sem þeir rukka símann meira, skipta fleiri yfir til þeirra?   Hvernig geta þeir tapað?

Kári Harðarson, 11.9.2009 kl. 22:35

3 identicon

ég ætla ekki að  skipta og leyfi börnunum mínum það ekki - hef lært á löngum tíma að það er best að verahjá símanum.

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 00:55

4 identicon

Nova ræður þessu samtengigjaldi, og það er einfaldlega alltof hátt miðað við önnur símafélög hérna á landi. PFS ætti að taka þessa gjaldskrá Nova til skoðunar. Það er einnig á þennan hátt sem Nova nær til sín tekjum, en þeir eru að gefa tekur með 0 kr í Nova í Nova (upp að 1000 mín) hjá sér.

Hérna er gjaldskrá Símans - Frelsi.

Hérna er gjaldskrá Símans - Áskrift.

Hérna er gjaldskrá Símans - Eldri áskriftarleið.

Nova rukkar einnig Vodafone um 28 kr mín fyrir hringinar í sitt kerfi. 

Jón Frímann (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 03:37

5 Smámynd: Kári Harðarson

Ég vil vera hjá Símanum, vil helst ekki skipta.  Ég hafði heyrt að NOVA væri að rukka mikið fyrir að tengjast sínu kerfi en hvaða hlutfall af 28 kr. veit ég ekki.

Þetta gerist þegar þeir sem borga eru ekki þeir sömu og ákveða hvað á að kaupa...

Kári Harðarson, 12.9.2009 kl. 07:16

6 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Síðan þegar allir eru komnir til þeirra geta þeir hækkað verðið eftir vild. Eða bara lokað.

Lilja Skaftadóttir, 12.9.2009 kl. 08:06

7 identicon

Ég er búinn að vera hjá öllum símafyrirtækjunum, og mér finnst Síminn skástur. Það er einnig þannig í dag að Síminn er kominn með langstærsta 3G dreyfikerfið á Íslandi, en Síminn er með 3G 2100 og 900 kerfi í notkun í dag.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:17

8 Smámynd:

Ég lagði heimasímanum og er nú bara hjá Nova með bæði GSM síma og netpung og reikningurinn lækkaði úr 8000 niður í 500. Allir næst mér eru líka með Nova svo þetta var borðleggjandi fyrir mig. Svo er heldur ekkert að því að skipta um símafyrirtæki og velja það sem hagstæðast fyrir mann hverju sinni.

, 12.9.2009 kl. 11:31

9 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Kemur þetta ekki allt til með að breytast þegar ríkið verður búið að yfirtaka öll símafyrirtækin. Landsbankinn er að mér skilst þegar búinn að taka yfir Teymi, móðurfyrirtæki Vodafone. Svo hafa Bakkabræður ekki klárað að borga Símann, svo að ef lánið til þeirra fer í vanskil yfirtekur einhver ríkisbankinn Símann, og svo er Björgólfur Thor einn aðaleigandinn í Nova, og ef hann verður gerður upp og ríkið hirðir allt af honum hafa öll þessi fyrirtæki komist í hendur þess. Þannig að ríkið verður þá að samræma verðskrár allra símafyrirtækjanna.

Marinó Óskar Gíslason, 12.9.2009 kl. 13:24

10 identicon

Þetta er að verða eins og með bankanna. Hvar á maður að hafa viðskipti?????

En er annars NOVA notandi og fór þangað til að losna við útgjöldin sem fóru til símans. Er t.d. ekki lengur með heimasíma þar sem það var og er einfaldlega of dýrt miðað við notkun mína á svoleiðis tæki í dag en vissulega finn ég fyrir því að hafa ekki fast símtæki á heimilinu. Þarf að finna lausn á því.

Gurra (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:32

11 Smámynd: Helgi

Það er algjört lykilatriði að hafa það á hreinu að það er ekki Síminn sem veldur þessu háa mínútuverði til Nova heldur eru það þeir sjálfir sem rukka önnur símafyrirtæki svona svívirðilega fyrir að tengjast við þá.

 Mínútuverð frá Vodafone til Nova er því líka svona hátt.

 Tek undir með öðrum hér. Frekar ætti að verðlauna þá sem halda verðinu í heild niðri en þá sem reyna að toga til sín viðskitpavini með slíkum aðferðum.

Helgi , 12.9.2009 kl. 13:50

12 identicon

Það er svoldið fyndið að lesa það hérna í athugasemdunum að refsa Nova fyrir að hafa tengigjaldið sitt of hátt. Hver græðir á því? Ekki við neytendur. Ég lækkaði minn símreikning með því að skipta yfir í Nova frá Vodafone frá um 4000 krónum á mánuði, að meðaltali, niður í 1500. Mér er slétt sama hver á fyrirtækið og hvernig samskiptum þeirra við keppinautana er háttað. Ég fer þangað sem verðið er lægst. Þannig virkar samkeppni og markaðsbúskapur.

Jakob (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 14:31

13 identicon

Ég vil benda þér á leið til að hafa mjög ódýr samskipti við son þinn í gegnum farsímakerfið án þess að skipta frá Símanum yfir í Nova.

Nova er 3G með net í síman.  Í Nova frelsi, þá borgar hann 19 kr á dag 5 Mbyte og 38 kr fyrir 10 Mbyte etc.

Forritið fring (www.fring.com) er til fyrir allflesta síma og með því er hægt að hringja í gegnum netið, svipað og Skype.  Forritið er ókeypis og hægt að hlaða því niður af vefnum.  Mínutan í Fring notar um 150 kbyte af gagnaflutningi, eða sem svarar 0,55 kr/mínútan fyrir son þinn og fyrir 19 kr getur hann talað í yfir 30 mínútur á dag. 

Þú þarft helst að hafa 3G síma hjá Símanum, en Fring getur einnig notað WAP eða annan gagnaflutning.  1 MByte kostar 50 kr hjá Símanum (13 sinnum dýrara en hjá Nova) ef þú ert ekki í áskrift, en getur farið niður í um 2,5 kr Mbyte ef þú ert stórnotandi í áskrift.  Fyrir 50 kr færð þú yfir 6 mínutna símtal við son þinn eða lægra gjald en ef hann væri hjá Símanum. 

Sumir dýrari  3G símar bjóða upp á WiFi tengingu og þá getið þið talað frítt meðan þið eru t.d. í vinnu, heima, í skóla, á veitingahúsi, á austurvelli, eða hvar sem þið komist í þráðlaust net.  Fring býður einnig upp á Skype, þannig að ef þú ert við tölvu og þið hafið báðir Skype reikning þá getur þú talað frítt við hann í Nova farsíma hans og hann borgar bara 0,55 kr á mínútuna.  Mín reynsla er að Skype í gegnum Fring er með svolítilli töf, sem getur verið óþægilegt.

Ég hvet alla til að hlaða niður Fring í farsímann sinn og byrja að nota til að veita símafélögunum aðhald til lækkunar á símtölum. 

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 16:08

14 Smámynd: Stefán Freyr Stefánsson

Hmm... enginn minnst á Tal ennþá... þannig að ég skal gera það.

Ég færði mig frá Voðaflón til Tals fyrir nokkru og hef síðan fengið reikninga frá þeim upp  á ca 8 þús. kall á mánuði fyrir 1xGSM, Heimasíma og Net. Þessir reikningar (sama þjónusta) voru ca. 14 þús kall fyrir.

Pabbi skoðaði sín mál þegar hann frétti af þessu og hefur nú skipt líka. Spurði fyrst hvort það væri hægt að skoða málið eitthvað betur hjá Símanum (þar sem hann var) og fékk þvert nei við þeirri fyrirspurn. Svo þegar Síminn fékk flutningsbeiðnina þá hringdu þeir í kallinn og vildu endilega reyna að gera eitthvað fyrir hann. Hann sagði þeim bara að þeir hefðu fengið sinn séns.

Hjá Tali getur þú skráð vini óháð símkerfum og hringir frítt í þá (70 mínútur á dag minnir mig að takmörkunin sé). Eins hringir þú frítt úr heimasímanum þínum í alla heimasíma... óháð kerfi.

Hvað mig varðaði þá tók ég endanlega ákvörðun þegar ég sá að ég botnaði ekkert í verðskránum hjá Símanum og Vodafone.

Ég hef engra hagsmuna að gæta gagnvart Tali þó að hlutar úr þessu kommenti séu teknir beint úr slagorðunum í auglýsingunum þeirra. Mér þykir bara sjálfsagt að láta vita af því þegar ég er sáttur við viðskipti. Tjah... það er kannski ekki endilega málið að ég sé svo sáttur við Tal... kannski frekar að ég er að átta mig á því hvurslags okrarar Vodafone voru... og eftir því sem ég komst næst þegar ég skoðaði þessi mál þá var Síminn dýrari en Vodafone.

Stefán Freyr Stefánsson, 12.9.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband