15.9.2009 | 22:30
Hinir sterkustu lifa af
Í sjónvarpinu í gær var góður þáttur með David Attenborough um Charles Darwin og ævistarf hans. Hann minnti mig á þessa frásögn sem Dr. Ágúst Valfells sagði mér:
Þegar ég eignast M&M poka lít ég á það sem skyldu mína að viðhalda ágæti og styrk þessarar sælgætistegundar. Þess vegna held ég M&M einvígi.
Ég tek tvö M&M milli fingranna og klemmi saman þar til annað þeirra brotnar. Það "tapaði" og ég ét það strax. "Sigurvegarinn" fær að vera með í næsta leik.
Yfirleitt eru brún og rauð M&M sterkari, þessi nýju bláu eru erfðafræðilega síðri. Ég held að blá M&M sem kynstofn geti ekki enst lengi á vígvelli snakk og nammiframleiðslu.
Stundum kemur fram stökkbreyting, M&M sem er vitlaust í lögun, oddhvassara eða flatara en öll hin. Yfirleitt er þetta veikleiki, en stundum er þetta einmitt nammið sem hefur aukinn styrk. Þannig heldur M&M áfram að aðlagast umhverfi sínu.
Þegar ég klára allan pakkann verður eitt M&M eftir, það sterkasta í pakkanum. Það er ekkert vit í að borða það. Ég set það í umslag og sendi til M&M Mars, A Division of Mars, Inc., Hackettstown, NJ 17840-1503 U.S.A. með spjaldi sem á stendur "Vinsamlega notið þetta M&M til undaneldis".
Í síðustu viku sendu þeir mér þakkarbréf og stóran poka af M&M. Ég lít á þetta sem rannsóknarstyrk.
Athugasemdir
Ha ha - góður. En þetta er nú dáldið seinleg aðferð við að borða M&M. Held að ég hefði ekki þolinmæði í svona nammiát
, 15.9.2009 kl. 22:40
And I thought I practiced "bite management"! Nothing compared to this!
Lissy (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:50
Þar sem ég stend í þriggja stafa tölu er ekki gott fyrir mig að stunda M&M undaneldi.
Hörður Halldórsson, 15.9.2009 kl. 23:00
Alltaf áhugaverðar pælingar hérna.
Kama Sutra, 16.9.2009 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.