16.9.2009 | 22:07
Aftökurnar í Malmedy
Skömmu áður en Þjóðverjar gáfust upp í seinni heimsstyrjöld gerðu þeir eina lokagagnsókn gegn bandamönnum sem þá voru á leið frá Normandy til Berlínar. Þessi bardagi var kallaður "The Battle of the Bulge", samnefnd bíómynd er til á DVD á Borgarbókasafninu.
17.desember 1944 rákust þjóðverjar úr 6.skriðdrekaherdeild á stráka úr stórskotaliði Bandaríkjamanna sem gáfust upp eftir stutta baráttu.
Þeir voru afvopnaðir og leiddir út að gatnamótum hjá bænum Malmedy þar sem þeir voru skotnir á staðnum. 150 manns voru teknir af lífi þennan dag. Fyrir þá sem eru óvanir stríðsrekstri, þá á að taka stríðsfanga fasta, ekki skjóta þá.
Þýsku hermennirnir skotglöðu voru leiddir fyrir rétt í Dachau í maí 1946. 75 þýzkir hermenn voru dæmdir, 43 til dauða, hinir í mislangar fangavistir.
Case closed? Ekki alveg. Örfáum árum síðar hafði hver og einn einasti verið látinn laus. Sumir voru orðnir háttsettir í austur þýzkalandi, öðrum var sleppt því Bandaríkjamenn þurftu á vinsemd Vestur-þjóðverja að halda.
Réttlætinu er ekki alltaf fullnægt.
http://en.wikipedia.org/wiki/Malmedy_massacre
Athugasemdir
Sepp Dietrich var alræmdur hrotti, mig minnir að það hafi verið William Shirer sem sagði að hann hafi verið ógeðfelldasti maður sem hann hafi hitt, alla vega var það einhver mjög frægur og sem þekkti nokkuð til þessara tíma sem sagði þetta um hann.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.9.2009 kl. 23:22
Kæri frændi, ég ætla að horfa framhjá blogggreininni og óska þér til hamingju með afmælisdaginn
17 september (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 08:15
Það hefur oftar en ekki verið talað um þetta sem Ardennagagnsóknina á íslensku eða eitthvað í þá veru.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:12
Góð saga fyrir Ísland í dag.
Það verður nefnilega samskonar sýndar-réttlæti viðhaft hér og var gagnvart þýsku aftökusveitinni.
Réttlætið nær ekki lengra en hagsmunir leyfa - spurningin er svo: Hagsmunir hverra?
Þór Ludwig Stiefel TORA, 17.9.2009 kl. 15:19
Your point being?
Flosi Kristjánsson, 17.9.2009 kl. 19:48
Þú ert nú að gleyma því að Bandamenn myrtu fjölda þjóðverja í Ardennasókninni og gáfu þeim að sök að hafa klæðst búningum Bandamanna og aðrar álíka fáránlegar ásakanir.
Hvað voru margir hermenn Bandamanna sem tóku þýska stríðsfanga af lífi án dóms og laga og hve margir voru dregnir fyrir rétt?
Jakob Jörunds Jónsson, 17.9.2009 kl. 21:06
Smá viðbót:
Biscari massacre - http://en.wikipedia.org/wiki/Biscari_massacre
Rheinwiesenlager - The Rheinwiesenlager (Rhine meadow camps), official name Prisoner of War Temporary Enclosures (PWTE) were a group of about 19 transit camps for holding about one million German POWs after World War II from spring until late summer 1945. Several thousand German POWs died from starvation, dehydration and exposure to the weather elements.
http://en.wikipedia.org/wiki/Rheinwiesenlager
Kem ekki auga á réttlæti hér
Jakob Jörunds Jónsson, 17.9.2009 kl. 22:32
Jakob: Staðreyndin er sú að á fyrstu árunum eftir stríð voru menn haldnir svo gegndarlausri reiði út í þjóðverja að flest fékk að fjúka. Ég þekki einn fyrrverandi hermann hér úti sem að tók þátt í lausn stríðsfangabúða og hann sgaði mér að fyrstu dagana á eftir þá voru menn svo reiðir að það þýddi nákvæmlega ekkert fyrir Þýska hermenn að gefast upp, þeir voru skotnir á færi. Í dag segir hann að ekkert réttlæti slíkt athæfi, hann viti það manna best en kannski verði einnig að hafa það í huga að Bandamenn frömdu þá verknaði eftir að hafa séð búðirnar og voru reiðir og vildu ná fram hefndum. Nasistar (ekki Þjóðverjar sem slíkir) stofnuðu þessar sömu búðir að vel athuguðu máli og gerðu þessi hroðaverk skipulega og fumlaust.
Réttlætið er ekkert, en kannski er hægt að skilja að menn flippuðu yfir við að sjá þetta.
Varðandi Rheinwiesen búðirnar, þá eru ekki allar lýsingar á sömu lund. Sagnfræðingar beggja vegna hafa haft uppi mismunandi fregnir af þeim. Þangað til öruggari heimldir en wikipedia koma fram, þá mun ég draga þessar lýsingar í efa.
Heimir Tómasson, 18.9.2009 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.