23.10.2009 | 10:42
File Hippo
Á http://filehippo.com/ er hægt að nálgast vandaðan hugbúnað. Eigendur síðunnar virðast leggja áherzlu á gæði en ekki magn.
Þarna má finna hlekki á Audacity, Skype, Picasa, Firefox, WinRAR og fleiri góða pakka. Þeir sem þekkja vel til fara beint á heimasíður þessara fyrirtækja og þurfa ekki FileHippo, en aðrir kunna vonandi að meta að þarna er þessum gæðahugbúnaði haldið til haga.
Hér eru nokkur dæmi:
- Audacity breytir tölvunni í vandað upptökutæki. Ég hef notað það til að afrita vinyl plötur og kassettur.
- RealAlternative er spilari fyrir real audio skrár svo hægt sé að hlusta á BBC án þess að setja upp RealPlayer sem er stór og leiðinlegur og fullur af auglýsingum.
- VLC media player er besti spilarinn fyrir bíómyndir, betri en Windows Media Player.
- "Google Desktop" frá Google er prívat leitarvél fyrir öll skjöl á diskinum þínum, þú getur gert "Google leit" í póstinum, word og excel skjölunum.
- Paintshop Pro er gott teikniforrit sem nýtist líka vel til að laga og breyta ljósmyndum.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
takk fyrir þessa síðu Kári.
Óskar Þorkelsson, 23.10.2009 kl. 16:42
Sæll og takk, ein spurning, hvernig notar þú Audacity til að afrita vínylplötur? meinarðu þá yfir á tölvu?? eða hvað og hvernig?
Guðmundur Júlíusson, 23.10.2009 kl. 21:13
Sæll Kári.
Takk fyrir þetta .
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 03:55
Guðmundur, þú tengir gramófóninn við "line input" innganginn á tölvunni. Mig minnir að hann sé bláa innstungan.
Á milli þarftu annað hvort gamlan magnara með "phono" inngangi eða svokallaðan "phono preamp" sem magnar spennuna úr plötuspilaranum.
Þessa mögnun þarf af því útgangur úr spilara er 2mV en inngangur í tölvu er 200mV.
Preamp fæst fyrir lítið í rafmagnsbúðum eins og Íhlutum og Miðbæjarradió. Sjá annars á t.d. : http://www.phonopreamps.com/
Ef þú átt gamlan magnara með sérinngangi fyrir plötuspilara stillir þú hann á "phono" og tengir "tape out" við tölvuna.
Kári Harðarson, 24.10.2009 kl. 14:20
Brjánn Guðjónsson, 24.10.2009 kl. 16:19
annað varðandi að tengja plötuspilara við tölvu,
fyrir utan að merkið er veikara og ekki hægt að tengja spilarann beint við Line In.
það er meira en millivoltin.
það hangir meira á spýtunni. samkvæmt RIAA staðli er dregið úr lægri tíðnum og hærri tíðnir hækkaðar, áður en platan er gerð. því þarf að leiðrétta þetta í spilarnum. RIAA síur eru til staðar í mögnurum með Phono Input, en ekki í öðrum mögnurum. Því þarf þá að græja þetta external. Annars vantar bassann og diskantinn verður yfirþyrmilegur.
http://en.wikipedia.org/wiki/RIAA_equalization
Brjánn Guðjónsson, 24.10.2009 kl. 16:30
Úff, nú þykir mér þið helst til of tæknilegir fyrir mig, þennan líka hálfvita í svona málum, en ég verð að fá einhvern til að hjálpa mér við þetta, enda langar mig mikið til að afrita eitthvað af plötum mínum yfir á tölvuna þar sem ég hlusta í dag að jafnaði á, enda á ég um þúsund plötur í safni mínu :)
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 19:29
hægt er að haupa formagnara í Íhlutum fyrir tíuþúsundkall, eða smíða hann sjálfur.
http://sound.westhost.com/project25.htm
Brjánn Guðjónsson, 25.10.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.