Flugvellir eru skemmtilegir (ef maður hefur sérstakan húmor)

Einhvern tímann bloggaði ég um undarlegheitin í flugvallaöryggi.  Nú heyrði ég nýja sögu frá kollega.

Hún var að fljúga heim í gegnum París, keypti Camembert ost á flugvellinum.  Hann var vel þroskaður og farinn að leka niður.  Osturinn var tekinn af  henni á þessum sama flugvelli af því öryggisvörðurinn sagði að þetta væri vökvi og það væri bannað að fara með vökva um borð.

Þá hafið þið það.  Munið að kaupa harða osta eins og Camembert eða Old Amsterdam ef þið eigið fyrir farmiðum og osti.

 camembert.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Svona er nú bara hægt að taka með húmor. En gat kollegan ekki étið ostinn sinn á staðnum og breytt þar með "ytri vökva" í innri?

Úrsúla Jünemann, 30.10.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Mikið verð ég fúll ef einhver sprengir upp flugvél sem ég er í eftir öll þessi Security tjékk þarsem maður stendur beltislaus og dröslast svo aftur í fötin eftir að einhver maður hefur káfað á manni.  Þá fyrst verð ég brjálaður.

Einhver Ágúst, 31.10.2009 kl. 09:39

3 identicon

Lenti í þessu í Sviss fyrir 2-3 árum, hafði einmitt keypt ostinn í fríhöfninni.

Gísli (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband