4.1.2007 | 20:49
Verst með heimabíóið
Ég sá úti á myndbandaleigu að flestar nýjar myndir á leigunni
eru komnar aftur í gamla "Steríó" hljóminn þ.e. "Dolby 2.0".
Videóspilarinn mínn staðfestir þetta. Myndin sem ég leigði
heitir "Running Scared og er frá fyrirtækinu "Myndform".
Staðfesta má að þessi mynd er í boði í bíóhljóm erlendis t.d. á http://www.imdb.com/title/tt0404390/dvd
Þar má lesa að myndin í Frakklandi er í boði með "Dolby 5.1" hljóm sem og "DTS 5.1".
Myndir hér á landi hafa verið leigðar með bíóhljómi hingað til þannig að þetta er nýleg breyting til hins verra.
Þeir sem hafa fjárfest í heimabíói verða því illa sviknir ef þeir hafa áhuga á bíóhljómi.
Mig grunar að þarna sé innflytjandinn að spara sér peninga í innkaupum á kostnað neytenda.
Starfsmaður leigunnar sagði að hér á landi væru aðeins tveir birgjar, Sena og Myndform.
Þarna virðist einokunin vera að gera vart við sig eina ferðina enn ef Myndform telur sig
geta boðið þetta þjónustustig.
Meginflokkur: Neytendamál | Aukaflokkar: Bloggar, Tölvur og tækni | Breytt 6.6.2007 kl. 11:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.