Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Gott borgarhjól

Hjólið á myndinni er með koltrefjareim í stað keðju svo engin smurning kemur í buxnaskálmar og ekkert viðhald er nauðsynlegt.  Gírarnir eru 8 og innvortis og eiga að vera viðhaldsfríir.  Bremsurnar eru diskabremsur bæði framan og aftan  svo ekki þarf að stilla þær.  Þetta er mikilvægt fyrir venjulegt fólk því hjól sem seld eru hvað mest á Íslandi þurfa óvenju mikið viðhald.

Svo fylgja alvöru bretti og hægt er að setja bögglabera á hjólið.  Dekkin eru slétt, næstum mynsturslaus enda rúlla þau mun betur en ef þau væru grófmynstruð.

 

soho_rainygray.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjólið heitir Soho og er frá Trek.   Svona útfærsla ætti að vera algengari á götum Reykjavíkur, hún hentar mun betur en fjallahjólin - þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef orð á þessu en mér blöskrar hvað hjólabúðirnar okkar kaupa mikið inn af fjallahjólum þótt fæstir ætli upp á fjöll.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband