Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
11.6.2010 | 11:13
Ég er fluttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2010 | 14:12
Far vel bókahillur
Fyrir þrem árum sagði forstjóri Sony að innan tíu ára yrðu rafbækur búnar að taka við af pappírsbókum.
Hann segist nú hafa haft vitlaust fyrir sér, það séu fimm ár í það.
Hann sagði að það sem hefði gerst í ljósmynda og tónlistarbransanum væri nú að endurtaka sig í bóka og tímaritabransanum. Hraðinn á þessari yfirtöku rafbókarinnar væri að aukast.
Ég hef heyrt formann dönsku bókasafnanna halda þessu sama fram, hann gaf bókum til 2015.
2.6.2010 | 16:27
Hjálmamjálm
"Það sem skipti sköpum í slysinu er að maðurinn var með hjálm".
Einhvern veginn verður það alltaf niðurstaðan í frásögn af hjólaslysum, af því það er svo þægilegt að segja frá því. Þetta er hinsvegar ósköp þunnur fréttaflutningur.
Hvað gerðist þarna? Hvað með ökumann bílsins, af hverju keyrði hann á hjólreiðamanninn? Það hefði skipt sköpum ef hann hefði sleppt því.
Með svona fréttaflutningi er sökin alltaf sett á hjólreiðamanninn.
Ímyndið ykkur ef allar nauðgunarfréttir enduðu á orðunum: "Konan var siðsamlega klædd".
Ekið á hjólreiðamann á Vífilsstaðavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |