Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Úlfur, Úlfur

Ég viðurkenni að ég hef ekki reynt að fylgjast með kvótafrumvarpinu, tel mig ekki geta treyst neinum fjölmiðli á meðan þeir prenta bara orðrétt það sem deiluaðilar fullyrða.

Ég trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn tali máli útvegsmanna en ekki landsmanna allra og að þeir eigi Morgunblaðið og Moggavefinn, til viðbótar við AMX.

Alltaf þegar ég les eitthvað í Mogganum eða hlusta á Sjálfstæðismenn í pontu á Alþingi hugsa ég: "Hvað segja útvegsmenn nú?"

Ég skil vel að kvótaeigendur vilji ekki missa það sem þeir hafa. Ég myndi líka vera á móti breytingum ef ég væri þeir. En - ef þú ætlar að gelda köttinn spyrðu ekki köttinn.

Það er semsagt komin upp sú skrýtna staða, að útvegsmenn hafa svo öflugar málpípur að ég heyri ekki í þeim !


mbl.is Gagnrýni hefur gengið of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á ekki að þurfa myndlykil

Það er verið að hætta loftnetsútsendingum á gamla hliðræna PAL merkinu um allan heim. Þess í stað er komin stafræn útsending sem heitir DVB, hún er samt áfram send út um loftnet. Öll ný sjónvörp eru með móttakara fyrir DVB útsendingar.

M.ö.o. eru notendur búnir að borga fyrir stafrænan myndlykil þegar þeir kaupa nýtt sjónvarp. það þarf bara að stinga kortinu frá Vodafone í rauf á sjónvarpinu ef menn vilja horfa á læsta dagskrá, Stöð 2,danska sjónvarpið, BBC o.s.frv.

1) Ef þú ert með nýtt sjónvarp, gakktu þá úr skugga um að þú sért að nota DVB móttökuna en ekki úreltu PAL móttökuna.

2) Það er engin ástæða til að slökkva á loftnetsútsendingum á nýja DVB merkinu, loftnetsútsendingar sem slíkar eru ekki úreldar og ekki á útleið nema síður sé, þótt gamli PAL staðallinn sé það vissulega. ADSL er ekki betra en loftnetsútsending nema menn vilji nota myndaleiguna.

3) Útsendingar í loftneti eru nákvæmlega jafn góðar og útsending á Breiðbandi eða ADSL eða Ljósneti, þetta er sama stafræna merkið. Það munar ekki einum einasta Pixel. (Vodafone og Síminn hafa hins vegar engan hag af því að segja frá því. Kauptu frekar Skeljungs V-Power bensín ef þú ert með peninga sem þú þarft að losna við.)

Ég vona að þessi fyrirspurn á þingi sé byggð á einhverjum misskilningi. Það þarf enga myndlykla og það er skammarlegt hvað yfirvöld og fjölmiðlar hafa kynnt þessi tæknimál illa fyrir almenningi.


mbl.is Myndlykill ekki inni í nefskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband