Ný kennitala = Erfðafjárskattur ?

Ég var bara að speggúlera:  Ef fyrirtæki geta haft kennitölu eins og einstaklingar, ber þeim þá ekki að borga erfðafjárskatt ef þau skipta um kennitölu?

Ný kennitala hlýtur að þýða að einstaklingur hafi verið að deyja og nýr að fæðast eða hvað ?

 

Ég segi bara svona...

 


Verst með heimabíóið

Ég sá úti á myndbandaleigu að flestar nýjar myndir á leigunni
eru komnar aftur í gamla "Steríó" hljóminn þ.e. "Dolby 2.0".
 
Videóspilarinn mínn staðfestir þetta.  Myndin sem ég leigði
heitir "Running Scared og er frá fyrirtækinu "Myndform".
 
Staðfesta má að þessi mynd er í boði í bíóhljóm erlendis t.d. á http://www.imdb.com/title/tt0404390/dvd 
Þar má lesa að myndin í Frakklandi er í boði með "Dolby 5.1" hljóm sem og "DTS 5.1".
 
Myndir hér á landi hafa verið leigðar með bíóhljómi hingað til þannig að þetta er nýleg breyting til hins verra.
Þeir sem hafa fjárfest í heimabíói verða því illa sviknir ef þeir hafa áhuga á bíóhljómi.
 
Mig grunar að þarna sé innflytjandinn að spara sér peninga í innkaupum á kostnað neytenda.
 
Starfsmaður leigunnar sagði að hér á landi væru aðeins tveir birgjar, Sena og Myndform.
Þarna virðist einokunin vera að gera vart við sig eina ferðina enn ef Myndform telur sig
geta boðið þetta þjónustustig.

Einþáttungur um erlenda verkamenn

Hér er smá leikrit sem ég er að hugsa um að fá styrk til að klára :

Leikendur:  Verkamenn og landsfeður.

V: "Kæru landsfeður, fólkið úr næsta landi er komið að vinna, það tekur störfin
okkar fyrir minni laun".

L: "Getið þið sannað þetta?"

V: "Við getum ekkert sannað, það er launaleynd".

L: "Af hverju er hún?"

V: "Atvinnurekendur sögðu að þá væri hægt semja við hvern og einn, við sáum
ekkert að því þá."

L: "Soldið seint um rassinn gripið?  Segjum að þetta sé rétt.  Af hverju sættir
aðkomufólkið sig við lægri laun?"

V: "Það telur sig geta lifað vel af þeim heima hjá sér af því þar kosta
hlutirnir fimm sinnum minna en hér".

L: "Af hverju er það?"

V: "Þar eru miklu minni tollar og vörugjöld.  Nautakjöt kostar 700 kr. þar en
3200 kr hér.  Brauð kostar 6 evrur kílóið þar en 16 evrur hér."

L: "Af hverju gerðum við tollana og vörugjöldin á sínum tíma?"

V: "Til að vernda íslenskan landbúnað og annan iðnað frá erlendum vörum sem
atvinnurekendur sögðu að skertu samkeppnisstöðu þeirra."

L: "Þessa sömu og vildu launaleyndina?"

V: "Já, þá sömu."

L: "Kannski við ættum að banna útlendingunum að senda peningana úr landi, þeir
verða að eyða þeim hér."

V: "Nei, það er frjáls flutningur á fjármagni."

L: "Æi rétt, af hverju vorum við nú að leyfa það?"

V: Af því atvinnurekendur og bankamenn sögðust þurfa frjálst flæði fjármagns."

L: "Við ættum kannski ekki að hleypa erlendum verkamönnum inn í landið nema
hleypa ódýrum vörum inn líka ótolluðum.  Þá hafa allir efni á að lifa af þessum
launum."

V: "Takk kæru landsfeður, þið eruð réttsýnir og víðsýnir.  Þannig gengur dæmið
upp!"

L: "En -- ef við hættum að skattleggja innflutning, hvar eigum við þá að fá
peninga til að reka ríkið?"

V: Getið þið ekki hækkað fjármagnstekjuskattinn svo atvinnurekendur borgi meiri
skatta?"

L: "Nei, þá fara þeir strax úr landi.  Þeim er nefnilega sama hvar þeir búa,
þeir eiga ekki börn í skólum og vini sem þeir myndu sakna, segja þeir".

V: "Við erum nú ekki alveg viss um að við trúum þessu.  Segjum samt að það sé
rétt. Þið gætuð þá lækkað kostnaðinn við að reka ríkið.  Sætt ykkur við lægri
laun og fengið erlenda menn til að vinna störf ríkisstarfsmanna og menntamanna".

L: "Það gengur aldrei.  Útlendingarnir geta ekki talað íslensku og geta því ekki
kennt og setið í nefndum og ráðum.  Við landsfeðurnir skuldum mjög stór hús í
Skerjafirði svo ekki getum við lækkað í launum"

V:  "Ef þið viljið ekki lækka skatta og gjöld og ekki leyfa innflutning á ódýrum
matvörum, er þá ekki betra að útlendingarnir fari þá aftur?

L:  "Hættið þessu fasistatali.  Við fáum klígju að hlusta á þetta."

V:  "Mér heyrist þið landsfeður halda ansi mikið með atvinnurekendum."

L:  "Hverjir heldurðu að borgi í kosningasjóðina.  Ekki voruð það þið."

V:  "Hverjir voru það þá?"

L:  "Við getum ekki sagt ykkur það.  Það er nefnilega leynd yfir því."

... framhald í vor ...


Verðbólgan fór aldrei neitt, hún heitir bara annað núna

Hvað ætli verðbólgan á Íslandi sé ef fasteignaverð væri reiknað með í verðbólguna?

Mig grunar að þá væri verðbólgan anzi há.

 


Spakmæli um drykkju

Það hefur verið svo þungt í mér hljóðið hér, ég ætla því að koma með eitthvað léttmeti til að brjóta upp Brosandi

  "Work is the curse of the drinking classes."
Oscar Wilde

"The problem with the world is that everyone is a few drinks behind." Humprey Bogart.

"You can tell German wine from vinegar by the label."
Mark Twain.

"Time is never wasted when you're wasted all the time." Catherine Zandonella.

"When I read about the evils of drinking, I gave up reading." Henny Youngman

"Without question, the greatest invention in the history of mankind is beer. Oh, I grant you that the wheel was also a fine invention, but the wheel does not go nearly as well with pizza." Dave Barry.

"People who drink light "beer" don't like the taste of beer; they just like to pee a lot." Capital Brewery, Middleton, WI.

"I drink to make other people interesting."
George Jean Nathan

"An alcoholic is anyone you don't like who drinks more than you do." Dylan Thomas.

"Reality is an illusion created by a lack of alcohol."
NF Simpson.

"I know I'm drinking myself to a slow death, but then I'm in no hurry." Robert Benchley

"I drink too much. The last time I gave a urine sample it had an olive in it." Rodney Dangerfield

"I've stopped drinking, but only while I'm asleep."
George Best

"I feel sorry for people who don't drink. They wake up in the morning and that's the best they're going to feel all day." Dean Martin.


Duty Free

Ég ferðast ekki til útlanda vegna vinnu minnar.  Þetta þýðir að ég kaupi hluti eins og fatnað og brennivín fullu verði.

Verzlunareigandi sem sérhæfir sig í gemsum sagði mér að ef hann hefði ekki söluaðstöðu í Leifsstöð myndi hann loka verzluninni í Reykjavík.  "Allir vita að hún er bara sýningarbás, fólk kaupir hlutina ekki hér" sagði hann.

Ég vil leggja til að "Duty Free" verði lagt niður og að íslendingar fái að kaupa vörur á eðlilegu verði þótt þeir ferðist ekki.

 


Hugbúnaðarráðuneytið


Landbúnaður hefur sitt eigið ráðuneyti og ráðherra sem brýtur samkeppnislög til að passa sína menn.

Nú læt ég mig dreyma um sambærilega þjónustu við mína stétt.  Ég vil fá
hugbúnaðarráðuneyti og hugbúnaðarráðherra sem kemur í veg fyrir innflutning á
þessum Microsoft og Oracle hugbúnaði sem er að drepa niður íslenskan
hugbúnaðariðnað.

"Þar sem tveir forritarar koma saman, þar er hugbúnaðarfyrirtæki" gæti
hugbúnaðarráðherra sagt á tyllidögum.

Allir íslendingar gæti verið að nota íslenskan ritþór, reikniörk og
viðskiptahugbúnað.  Íslenski hugbúnaðarbransinn hefði aldrei þurft að fara í
neina útrás því nægur markaður væri hér heima.

Við værum núna að karpa hvort leyfa ætti innflutning á nýju kyni tölva með
hörðum diskum og mús því núverandi hugbúnaður gæti ekki keyrt á þeim.

Sumir gamlir forritarar hugsa ennþá með nostalgíu um gataspjöld rétt eins og
bændur gera um gamla búskaparhætti.  Mín stétt fékk bara ekki að staðna...


Er þetta hægt ?

Er hægt að kaupa miða aðra leið til útlanda á tilboði hjá Iceland Express, fara út í Leifsstöð, verzla í fríhöfninni og labba inn í landið aftur?

 Ég bara veit það ekki ...

 


Reykjavík, hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?

Sá þetta í skjalinu: 

SAMGÖNGUSKIPULAG Í REYKJAVÍK: GREINING Á STÖÐU OG STEFNU FEBRÚAR  2006
 
Í kaupmannahöfn eru 220 bílar á þúsund íbúa.
Í Phoenix Arizona eru þeir 530
Í Reykjavík eru þeir tæplega 600


Við erum ekki búin að ná Houston með 700 bíla

 Jibbííí...


Tollurinn

Tollurinn er miðaldafyrirbæri.

Þar sitja fullorðnir menn á launum við að ákveða hvort tangerínur séu í sama flokki og mandarínur og hvort klementínur megi líka vera með.

Þegar ég bjó erlendis notaði ég internetið iðulega til að panta vörur. 

Sendingarkostnaður var 15$ og tollar og vörugjöld engin.  Ef mér líkaði ekki varan gat ég skilað henni fyrir eitthvað lágt "restocking fee".  Samt pantaði ég iðulega vörur frá öðrum fylkjum sem voru lengra frá mér en Ísland er frá Evrópu.

Ég þori ekki að panta vörur frá Íslandi því ég upplifi tollinn sem eitt stórt lotterí.  Í hvaða afgreiðslumanni skyldi bókin / skórnir / varahluturinn lenda og hvaða verð enda ég með?

Ef tolla og vörugjaldakerfi yrði einfaldað myndu störf við tilgangslausa iðju sparast og neytendur færu að þora að panta beint.  Það væri hugsanlega það aðhald sem heildsalar og smásalar þurfa.  Eins og staðan er í dag eru þeir eins og innvígðir æðstu prestar sem kunna að lesa tollskrána og hafa kunnáttu til að eiga við tollinn.

Ég hef haft þessa skoðun í mörg ár en festi hana fyrst á blað núna.  Kannski er það vegna þess að ég hef á tilfinningunni að Ísland sé loksins að losna úr viðjum framsóknar ísaldar og því þá ekki að kíkja á öll málin sem hafa setið í maganum á manni í gegnum árin.

Ríkið flækist svo oft fyrir í staðinn fyrir að hjálpa til.  Af hverju er innflutningur á nýsjálensku lambakjöti næstum því bannaður en innflutningur á pólsku mannakjöti leyfður?  Ég hef ekkert á móti erlendum verkamönnum en eigum við ekki að fara að ákveða okkur hvort hér sé opið land eða lokað?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband