Respect

Takk Össur, þetta var frétt vikunnar fyrir mig.

http://www.nrk.no/nyheter/verden/1.6944010

Kveðja, Kári

 


Gangandi vegfarendur verði skyldaðir til að hafa hjálma

Reglulega kemur upp sú umræða að gera hjálma að skyldubúnaði fyrir alla sem vilja hjóla.

Í framhaldi af því datt mér í hug að fara skrefinu lengra og krefjast þess að allir sem eru utandyra án þess að vera í bíl séu með hjálm.

Ég er viss um að umferðarráð getur fundið rök þess efnis að þeir sem eru fótgangandi og verða fyrir bíl skaðast minna þannig.

Þetta lið sem er nógu ruglað til að vera gangandi utan dyra hlýtur að þurfa að láta hafa vit fyrir sér?

890924-001.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég tek fram að ég er að reyna að vera kaldhæðinn.  Plís, þið sem sitjið og setjið reglur:  Látið hjólafólk í friði.  Það vantar hjólaleiðir og gagnkvæma virðingu, ekki reglur af þessu tagi.

Hjálmar gefa falska öryggistilfinningu því þeir láta bílstjóra halda að hjólafólkið sé eitthvað betur varið, og þess vegna megi keyra hraðar og nær því en ella.

Það væri nær að merkja vegkant með óbrotinni línu svo bílar komi ekki nálægt þeim sem hjólar þar án þess að brjóta lög -- og fylgja svo þeim lögum.

Hér er önnur regla sem gæti líka minnkað slys:  Lágmark 10 ára fangelsi fyrir þann sem ekur á hjólandi eða gangandi.  Þá lækkar slysatíðnin sennilega meira, og ég þarf ekki að líta út eins og fífl.


Grunsamlegar verðhækkanir

Mannbroddar eða hálkugormar frá Yaktrax kostuðu 2.032 krónur í desember 2007. 

Þeir kosta 19$ á Amazon.  Á genginu 2007 voru það 1.235 krónur.

Miðað við gengið í dag eru það  2.432 krónur.

Þeir kosta 7.000 krónur núna, bæði í Útilíf og Afreksvörum svo innflytjandinn er sennilega búinn að hækka þessa vöru til útsöluaðila.

Álagningin finnst mér grunsamleg.  Hún hefur ekki tvöfaldast eins og dollarinn, heldur meir en þrefaldast.

yaktrax.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mig vantaði gírkeðju, ég fór í Borgarhjól á Hverfisgötu og fékk hana á 1.500 krónur.  Svo sneri ég við því hulsuna vantaði, hún átti þá líka að kosta 1.500 krónur.  Ég skilaði keðjunni og fór í Örninn.  Þar fékk ég bæði gírkeðju og hulsu fyrir 200 krónur.  

sturmeychain.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Það er leikur að - vinna á skurðgröfu?

Þegar ég sá ungan og fullfrískan mann hamast í XBOX leik eins og honum væri borgað fyrir það, datt mér í hug hvort ekki mætti gera fjarstýrðar skurðgröfur og fá gröfustjóra á þær sem ynnu heima við?

Háskerpu myndavélum yrði komið fyrir á gröfunni í stað stýrishúss.  Hægt væri að setja upp stýrishús heima hjá starfsmönnum -  eða þróa lausn sem ynni með Playstation eða XBOX sem stýribúnaði.

Það er ekki víst að ungir krakkar gætu löglega unnið á gröfu, en eldra fólk og fatlaðir gætu það vissulega.  Sami starfsmaður þyrfti ekki að vinna á sömu gröfu allan daginn, hægt væri að skipuleggja stuttar vaktir eftir því sem hentaði.

Ef stýrishús þarf ekki að vera ofan á gröfunni myndu nýjir möguleikar opnast í hönnum.  Armurinn gæti verið í miðri gröfunni og þyngdarpúnkturinn gæti verið lægri.

Ég sá grein í Economist um að herinn væri farinn að nýta neytendavarning í auknum mæli til hernaðar, svo sem XBOX til að þjálfa hermenn og GPS tæki ætluð óbreyttum borgurum.  Kannski getur byggingariðnaðurinn einnig nýtt sér XBOX og PlayStation?

 backhoe.jpg

 

 

 

 

Reyndar datt mér í hug að kannski væri gott að geta keypt rafmagns- skurðgröfur nú þegar olían fer að klárast en það má skoða það seinna.  Skurðgröfur fara ekki yfir stórt svæði svo hugsanlega mætti leggja í þær 6KV framlengingarsnúru og spara olíuna?

 


Sjálfvirkni / stjórnleysi

Ég keypti kort í ræktina og bað um að mánaðargjaldið yrði greitt með beingreiðslum á reikning sem ég er með hjá Glitni.

Mánuði síðar kom bréf frá World Class um að gjaldið hefði ekki verið greitt, 72 krónur í dráttarvexti - og 900 kr. innheimtukostnaður.  Það stóð líka :  Ef skuld þín verður ekki greidd verður hún send Intrum Justitita til innheimtu. 
Skemmtileg byrjun á viðskiptasambandi eða hitt þó heldur.

Ég fékk að vita reikningsnúmerið.  Það kom í ljós að ég hafði gefið upp númer á vitlausum bankareikningi, reikningi sem ég á en er ekki með innistæðu.  Nóg af peningi á hinum reikningunum, bara ekki þessum ákveðna reikningi.

Tölvan hjá World Class hafði reynt að tala við tölvuna hjá Glitni, Glitnistölvan sagði að peningurinn væri ekki til.  "Computer says no" eins og þeir segja í Little Britain.

Ég hringdi í World Class og spurði um sundurliðun á þessum 900 krónu kostnaði.  Svarið var:  Reyndar er bréfið ekki frá okkur heldur frá Intrum Justitia, allt sem greiðist ekki strax fer þangað sjálfkrafa.  900 kr. er hámarkið sem má rukka skv. lögum.  Ef ekki hefði verið fyrir þessi lög hefðu þeir getað krafist 170 þúsund króna væntanlega, óútskýrt og ósundurliðað?

Sannleikurinn var þá sá að skuldin var þegar komin til Intrum Justitita þótt þetta væri fyrsta aðvörun til manns sem er nýkominn í viðskipti og ósköp eðlileg skýring á öllu saman.  Hótunin var semsagt þegar komin í framkvæmd.

Næst hringdi ég í þjónustuver Glitnis og sagði:  Mér skilst að gerð hafi verið tilraun til að taka út af reikningi hjá mér en innistæða hafi ekki verið til fyrir úttektinni. 1) Af hverju mátti World Class reyna að taka út af reikningi hjá mér án þess að þið hefðuð samband við mig, ég hef ekki undirritað leyfi (sem ég hefði vitaskuld gert, en rétt skal vera rétt) og 2) af hverju var ég ekki látinn vita að misheppnuð tilraun til úttektar hefði verið gerð?

Svarið:  "Við getum látið vita með SMS ef innistæða fer niður fyrir ákveðin mörk en við getum ekki látið sjálfkrafa vita ef misheppnuð úttektartilraun er gerð.  Þetta er náttúrulega góð hugmynd, ég skal koma henni áleiðis".

Mig grunar að Glitnir geti ekki látið vita af svona úttektartilraunum vegna þess að millifærslurnar eru framkvæmdar af reiknistofu bankanna sem er óguðlegt sameignarfyrirtæki allra bankanna með tölvubúnað frá sjötta áratugnum ef marka má lengd skýringartexta sem má fylgja millifærslum, það eru víst sex bókstafir, finnst öðrum en mér það vera grunsamlega stutt skýringarsvæði?

Önnur skýring er að allir í bankakerfinu græða á að hafa þetta svona, FIT gjöld eru annað dæmi um þetta sama fyrirbæri.  Ég er hættur að nota debetkort því ef ég nota það og innistæða er ekki fyrir hendi kemur þúsundkall í sekt, jafnvel oft sama daginn.

Þetta er tölvuvæðing sem er stjórnlaus.  Það liggur við að ég vilji loka netbankanum og skipta yfir í ávísanir.  Mér finnst ég hafa misst stjórnina á mínum fjármálum þegar fyrirtæki út í bæ mega sjálf skammta sér peninga svona og rukka sektir fyrir eitthvað sem er ekki einu sinni skilgreint.

Hefði ekki verið nær að hafa sektina upp á 20 milliwött eða 4 míkrósekúndur, eitthvað sem tölvur nota en ekki menn?

Mig grunar að Icesave sé svoldið tengt svona misheppnaðri sjálfvirkni, bara í stærri stíl.  Tölvubransinn er ekki saklaus þarna.

 


Þýzkaland er ennþá að borga stríðsskaðbætur frá fyrra stríði

Sjá hér:

More than 90 years after Germany signed the Treaty of Versailles to end the First World War, the country continues to pay off reparations, daily Bild reported on Wednesday.

A spokesperson for the German Finance Agency, the country’s authority on debt management, told the paper that millions of euros are still being transferred to bond holders.

“The still-open contract for interest and amortisation payments is around €56 million,” spokesperson Boris Knapp said.

When the Treaty of Versailles was signed on June 28, 1919, Germany accepted blame for the war and agreed to pay 226 billion Reichsmarks, a sum that was later reduced in 1921 to 132 billion Reichsmarks. Up until 1952 Germany had paid some 1.5 billion Reichsmarks in war reparations to Allied countries. But in 1953 the balance was suspended pending a reunification of East and West Germany.

On October 3, 1990, the old debts went into effect again with 20 years for payment. Germany plans to pay off its World War I debts by October 3, 2010.
 

http://www.thelocal.de/national/20091202-23657.html

 

Icesave gæti verið okkar Versalasamningur.

23657.jpg


Ég skil ekki...

Ég hélt að Mjólka væri ein í samkeppni við Mjólkursamsöluna / KEA.  Ef Mjólka sameinast KS er aðeins jafnara með þessum keppinautum hefði ég haldið?

Áður en Mjólka kom  var einokunin alger.  Er ég að misskilja?

 


mbl.is Einokun í skjóli samruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarbústaður úr ull

Mongólska Yurt tjaldið hefur hýst fólk á steppum Mongólíu þó nokkuð lengi og þar getur orðið býsna kalt og hvasst.  Þess vegna grunar mig að þessi tjöld geti átt vel við hér.

 1_gallery_lrg.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

15_gallery_lrg.jpg

 

 

 

 

 

 

 

8_gallery_lrg.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau eru einangruð með ull, og við eigum nóg af henni.  Þeir sem vilja ekki kaupa fellihýsi eða tjaldvagn gætu viljað smíða sér svona tjald.  Ég veit af einu svona á Íslandi, á bæ fyrir norðan Borgarvirki í V.Hún, en það er stærra, notað til að hýsa morgunverðargesti í bændagistingu.

Það er ekki tjaldað til einnar nætur, það þarf að koma með tjaldið á kerru og menn eru 2 klst að tjalda.  Á móti kemur að þá er kominn meiri bústaður, viðargólf og kamína.

Hefur einhver reynslusögur af þessum tjöldum?

Hér eru upplýsingar um tjöldin frá fyrirtæki á vesturströnd Bandaríkjanna sem framleiðir útgáfur af þeim.

 

 


Er nógu bjart í kringum þig?

Nú þegar skammdegið er að hellast yfir af fullum þunga væri kannski ráð að skoða hvort helstu vistarverurnar á heimilinu eru nægilega bjartar?

Ég var að fletta ágætum bæklingi um lýsingu sem opnaði augu mín svolítið.  Ég sé að birtan í eldhúsinu okkar er of lítil.  Svo eru ljósarör undir eldhússkápunum sem ég hélt að væru flúrperur en eru gamaldags glóðarlampar,  þeir eyða miklu meiri straum en nauðsynlegt er, en eru ekkert sérstaklega bjartir.

Í stað þess að hugsa um sparperur sem leið til að spara rafmagn en hafa sömu lýsingu, ætla ég að nota sama pening í rafmagn, en fimmfalda lýsinguna og losna við skammdegisþunglyndið!

Hér er bæklingurinn.  Sjá einnig þessa heimasíðu: ljóstæknifélag Íslands.


WolframAlpha

Ég þarf að vita hvenær 5x verður stærra en 10-7x svo ég fer á wolframalpha.com og slæ inn:

5x>10-7x.  Þetta fæ ég til baka:

1ulgbh.gif 

 

 

 

 

 

 

          x>5/6.

 

Næst slæ ég inn fæðingardaginn minn, sep 17 1964 og fæ að vita:

45 years  2 months  15 days ago
2358 weeks  6 days ago

 

Svo slæ ég inn:  convert 1000 isk to usd  og fæ:

$ 8.19  (US dollars)  (at current quoted rate)
 og í kaupbæti:
2hhnvv.gif
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þetta er skemmtileg síða !!   Prófið dæmin hér

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband