Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2007 | 15:55
Nafn með rentu?
Þetta er billegt skot hjá mér en... hefur einhver velt fyrir sér hvað nöfn stjórnmálaflokkanna eiga oft illa við?
- Framsóknarflokkurinn verður seint frægur fyrir framúrstefnulegar hugmyndir.
- Það þarf ekki sjálfstætt hugsandi fólk til að kjósa sjálfstæðisflokkinn, hann er eiginlega "sjálfgefni valkosturinn".
- Samfylking virðist ekki geta fylkt sér um eitt né neitt.
- Frjálslyndir eru ekki beinlínis frjálslyndir í garð útlendinga.
Eini flokkurinn sem ég get ekki baunað svona á er Vinstri grænir :)
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2007 | 11:54
Að evra eða evra ekki
eins og það er auglýst af bönkunum í Fréttablaðinu.
Hann sagði strax: "Kannski við hjónin ættum að taka milljón og setja
í reikning hjá íslenskum banka. Við getum ekki tapað á því. Þótt
verðbólgan ykkar fari af stað þá eru lánin samt verðtryggð".
Þetta eru skiljanleg viðbrögð. Hann sá strax hagnaðarvonina, eins og
svo margir aðrir útlendingar hafa gert. Svo er ísland líka vestrænt
lýðræðisþjóðfélag svo ekki er áhættan mikil. Ekki fer landinn að
flaska á því að borga skuldirnar?
Viðhorf vinar míns og annara útlendinga með sparifé í handraðanum er
ástæðan fyrir því að gengi krónunnar helst í 69kr/$ í stað 158kr/$
eins og Economist telur að hún ætti að verðleggjast á.
Við höfum skipt út gamla óvini okkar, verðbólgunni fyrir nýjan óvin,
lánabólguna. Þegar íslendingar treysta sér ekki til að borga af
fleiri lánum munu útlendingar hætta að kaupa krónuna og hún mun
falla, verðbólgan fer aftur af stað í sinni upphaflegu mynd.
Ef við tökum upp Evruna munum við þurfa að taka timburmennina út
strax, svo það er skiljanlegt að margir hagsmunaaðilar vilji ekki sjá
það gerast.
Ég vona að lesandinn geri sér grein fyrir að ólíkir aðilar hafa
ólíka hagsmuni í þessu máli.
Best er illu aflokið: Ég vil að íslendingar taki upp evruna, til þess
að milliliðir hætti að maka krókinn í lánaveitingum og þjóðin læri að
spara og semja um mannsæmandi laun í stað þess að velta stöðugt stærri
vandamálapakka inn í framtíðina.
Ef íslendingar tækju upp evruna núna kæmi í ljós að við gætum ekki
sparað af því við erum láglaunaland í reynd. Amerísku þættirnir
"Friends" og "Seinfeld" sýna fólk borða úti á veitingastöðum daglega.
Ameríkanar geta í raun og veru leyft sér þetta, þetta er ekki
kvikmyndabrella.
Ég sæi í anda venjulega íslendinga leyfa sér þetta hér heima. Eins og
stendur eru fínu veitingastaðirnir í Reykjavík fyrst og fremst
heimsóttir af milliliðunum sem selja okkur lánin og matinn.
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 11:06
Svo fæ ég vexti og vaxtavexti...
Hér er aðvörun til þeirra sem taka lán við íslenskar aðstæður. Myndin sýnir hversu fljót(ur) þú ert að borga af sex milljóna láni ef þú vilt borga 75 þúsund krónur í afborganir.
Bleika línan er 5% lán, sú gula er 14%. Ef þú ert 25 ára þegar þú tekur lánið verður þú skuldlaus 35 ára ef lánið er 5%, annars borgar þú til fimmtugs.
Þess vegna eru menn skuldugir í dag og bankarnir skila metafkomu.
Kveðja, Kári
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 22:07
Hvers vegna yfirvöld vilja hafa krónuna áfram
Samkvæmt "Big Mac Index" sem blaðið "Economist" birtir reglulega ætti
dollarinn að kosta 158 kr. núna til þess að hamborgari kostaði það
sama hér og í Bandaríkjunum.
Í reynd er dollarinn skráður á 68 kr. núna.
Gefum okkur samt að 158 kr. séu rétt gengi dollara -- við notum jú
launin okkar til að kaupa skyndibita eins og hvað annað.
Það þýðir að sá sem er með 300 þúsund kr. í laun á Íslandi væri með
1.898$ á mánuði (129 þúsund kr.) ef hann byggi í Bandaríkjunum.
Þarna er komin skýringin á eftirfarandi mótsögn: Við íslendingar erum
rosalega ríkir en við verðum að taka lán fyrir hlutum af því allt er
svo dýrt hérna.
Ísland er láglaunaland - ef við færum yfir í Evruna myndi það sjást svart á
hvítu. Þangað til er betra að ímynda sér að við séum rík en hins vegar sé
allt dýrt hérna.
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2007 | 14:38
Kjöt á viðráðanlegu verði
Hér er verðið á kjöti í Barcelona núna. (Evran er 89kr þegar þetta er skrifað).
Nú vitum við hverju er að stefna þegar verðið lækkar á íslenskum afurðum í marsbyrjun !
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 16:31
Hvernig á að vera neytandi?
1) Kaupa vöruna þegjandi og hljóðalaust
2) Biðja um launahækkun við tækifæri
3) Stela vörunni
4) Segja við kassadömuna "Varan hefur hækkað. Ég mótmæli".
Kassadaman
1) Er frá Úkraínu og skilja þig ekki
2) Ypptir öxlum
3) Horfir á þig eins og fríkið sem þú ert
4) Allt af ofantöldu
Mótmæli þín komast því ekki til skila til Baugsfeðga.
5) Neita þér um að kaupa vöruna, vera stimplaður sérvitringur og
nískupúki, enda lætur enginn svona skv. Fréttablaðinu / Innlit-Útlit
6) Ganga í neytendasamtökin - sem eru álíka öflug og félag
Esperantista á Íslandi
7) Stofna nýtt grasrótarfélag: "Innkaupasamtök Alþýðu" og keppa við
Baug.
8) Skrifa blogg og bíða eftir kraftaverki.
Fleiri tillögur vel þegnar !
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2007 | 11:52
Hver borgar rétt verð ?
Fréttablaðið keypti Dell tölvu í Kaupmannahöfn. Tölvan, flugmiðinn og hótelið kostaði minna en tölvan kostar hér á landi.
Þegar EJS var spurt um verðlagningu stóð ekki á skýringunum: Þetta er bara leiðbeinandi verð. Góðir viðskiptavinir fá hagstæðari verð.
Ef ég labba inn af götunni er ég væntanlega ekki einn af þessum góðu viðskiptavinum og verð látinn borga fullu verði.
Kassastrimillinn í búðinni sundurliðar virðisaukaskatt. Einhver taldi góða ástæðu til að gera það. Af hverju sundurliðum við ekki líka álagningu ríkis, sveitafélags, heildsala og smásala á strimlinum? Mér sýnist vera full ástæða til þess.
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 10:27
Bjórlíki og kaffibætir
Austurríkismaður fékk Mozartkúlur með kaffinu þar sem hann var staddur
í heimsókn hjá íslenskri stofnun.
Hann benti á að þessar kúlur væru eftirlíking og tæpast leyfðar í
Evrópu. Þær væru líka langt á eftir hinni upphaflegu vöru í gæðum.
Þegar hann fékk svo að heyra verðið gekk fyrst fram af honum því það
var hærra en á alvöru Mozartkúlum.
Ég þufti ekki Austurríkismanninn til að segja mér frá þessu, ég vissi
að innflutningurinn hér er í lágum gæðaflokki.
Erlendis var mikið framboð af góðu "Salsa" en hér fæst bara "Mariachi"
salsa sem er verri en allt salsa sem ég fékk úti í gegnum árin.
Erlendis keypti ég gott marmelaði, en hér fæst bara marmelaði frá "Den
danske fabrik" sem er absolútt á neðri endanum á mínum marmelaðikvarða.
Ég hef aldrei séð Feta ost hér, bara íslenska eftirlíkingu úr kúamjólk
(sem mönnum leyfist samt að kalla Feta).
Skinka fæst hér ekki heldur, bara "Spam" sem mönnum leyfist að kalla
skinku.
Svo er það vatnsblöndunin. Ríkið fylgist með því að vigtar í
verzlunum séu rétt stilltar - en hér tíðkast nú að sprauta vatni í
kjöt til að þyngja það. Þegar maður reynir að steikja kjötið sprautast
vatnið í allar áttir.
Bónus selur nautahakk sem er blandað með soja og hveiti og er því í
raun kjötfars. Þessi vara heitir "Nautgripahakk". Hana hef ég aldrei
séð annars staðar, minnir mig á bjórlíkið og kaffibætinn forðum daga.
Neytendur hér eru á algerum byrjunarreit. Hér hefur ekkert breyst frá
því Bjartur í Sumarhúsum labbaði í kaupstað.
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2007 | 14:43
Til umhugsunar
Hvernig segir maður "Nýtt Vísatímabil" á Ensku?
En á dönsku?
Hvað með "Vísa rað?"
Af hverju eru þetta séríslensk fyrirbæri ?
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2007 | 14:42
Eru Íslendingar ríkir ?
Ég er ekki viss. Flestir sem ég þekki eru bláfátækir- af tíma. Þeir geta ekki dottið inn í kaffi. Ef tíminn er peningar þá erum við að tala um mikla fátækt þarna. Svo má líka snúa þessu við:
Ef tíminn er peningar þá eru sumir þegnar þessa lands nú meira en 100 þúsund ára gamlir...
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)