Færsluflokkur: Bloggar
24.1.2007 | 14:33
Gjöldum keisaranum það sem keisarans er - en burt með skrifræðið !
nýbúinn að sjá hann fyrir 13 þúsund krónur í Kaupmannahöfn.
Mig grunar fastlega að einhver sé að smyrja duglega á verðið
en ég veit ekki hvort það er verzlunin eða ríkið.
Ef ég vil sjá hvort það borgar sig að panta spilarann á netinu þarf ég
að leggja talsvert mikla vinnu á mig.
Í fyrsta lagi er það Íslandspóstur og hans verðskrá. Svo er það
tollurinn. Sumir segja að það fari eftir stöðu reikistjarnanna í
hvaða flokki innflutningur lendir.
Það gæti verið magntollur, kvóti, gúmmígjald, tollur, vörugjald og
söluskattur, og svo gætu gilt sérlög, til dæmis gæti FM sendir í
spilaranum verið bannaður þótt hann sé leyfður alls staðar í Evrópu.
Tollurinn er frumskógur af innflutningsgjöldum og reglum. Heildsalar
og smásalar eru leiðsögumennirnir í gegnum þennan frumskóg og þeir
nota vald sitt í þessum skógi óspart til að féfletta fólk.
Ég held því fram, að íslendingar muni aldrei fá verðskyn eða trú á að
þeir geti sjálfir gætt sinna hagsmuna gagnvart verzlunum fyrr en
lögum um tolla og vörugjöld hefur verið gerbylt.
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2007 | 14:35
Ríkur, fátækur
fyrir alheimsvæðinguna
(Þýtt úr Economist).
Þeir sem smíða húsgögn í verksmiðjum bæjarins Galax í Virginíu misstu
störf sín á síðasta ári þegar bandarískar verslanir fóru að kaupa inn
frá Kína. Á hinum enda í sama bransa missti Róbert Nardelli
forstjórastarfið í síðasta mánuði þegar Home Depot búðin (eins konar
Byko í Bandaríkjunum) ákvað að skipta honum út fyrir undirmann hans.
Hann og verkamennirnir eiga lítið annað sameiginlegt. Nardelli fékk
210 milljón dollara í bætur vegna uppsagnarinnar. Bætur til
verkamannanna voru svo lélegar að þær mátti túlka sem persónulega
móðgun.
Svona ganga kaupin um gervallan ríka heiminn í dag. Síðan 2001 hafa
laun verkamanns í Bandaríkjunum staðið í stað, þótt framleiðnin hafi
tvöfaldast. Hins vegar hafa forstjórar sem hittast nú í Davos í Sviss
í næstu viku bætt laun sín úr fjörtíufjöldum launum verkamanna fyrir
20 árum í hundraðogtíuföld laun þeirra í dag.
Þetta eru sólskinsdagar alheimskapítalismans. Blanda tækni og
hagrænnar samræmingar hefur skapað óviðjafnanleg auðæfi. Á síðstu
fimm árum hafa menn séð hagvöxt sem hefur aldrei sést áður. Í Kína
framleiðir hver verkamaður fjórum sinnum meira en hann gerði á
8.áratugnum. Hundruðir milljóna manna frá þriðja heims löndum hafa
bæst í hóp verkamanna og hundruðir milljóna munu bætast í þeirra hóp á
næstunni.
Allt þetta bætir hag mannskyns ómælanlega mikið. En hlutdeild
verkamanna í þjóðarframleiðslu hefur fallið niður í sögulega lægð þótt
arðsemin hafi aldrei verið meiri. Herra Nardelli og vinir hans í
tekjuhæsta prósenti mannkyns - eða kannski prómilli? - hafa fengið
bróðurpartinn af arðsemi alheimsvæðingarinnar. Allir aðrir, bæði í
verkamannastétt og miðstétt berjast áfram í daglega lífinu og horfa
uppá brottrekstra og hagræðingar -- þeir eru ekki eins glaðir.
Ótti við bakslag er viðvarandi. Stephen Roach, hagfræðingur hjá
Morgan Stanley hefur talið tuttuguogsjö ný frumvörp um tollavernd gegn
Kína á bandaríska þinginu síðan 2005. Þótt flestir bandaríkjamenn
segist styðja frjáls viðskipti við útlönd vilja fleiri en helmingur
þeirra verja fyrirtæki fyrir erlendri samkeppni þótt það kosti minni
hagvöxt. Fulltrúadeild bandaríkjaþings er farin að tala um það í
alvöru að hækka lágmarkslaun, í fyrsta skipti í áratug. Jafnvel Japan
er hrætt við ójöfnuð, stöðnun í launum og að missa störf til Kína.
Hvað á að gera við þessa eiturblöndu? Ef alheimsvæðing stendur og
fellur með atkvæðum þegna sem trúa ekki lengur að þeir græði neitt á
henni, þá er tímaspursmál þar til múrar rísa gegn alþjóðlegum
viðskiptum.
Ef allur arðurinn af alheimsvæðingunni fer til eins prósents af
þjóðinni og enginn gerir sér lengur vonir um að fá að bætast í þann
hóp, eru þá þeir sem skapa arðinn (sic) komnir í hættulega stöðu?
Hræðslan magnast og flestir kenna alheimsvæðingunni um allan pakkann.
Hins vegar er tæknin líka að drepa niður störf í lágstétt og miðstétt
og gæti líka skýrt aukinn launamun og stöðnun launa. Fólk virðist samt
vilja tæknina en það hafnar alheimsvæðingunni, hvort sem hún birtist í
formi erlendrar samkeppni eða erlends vinnuafls.
Hagfræðingar hafa ekki gert upp hug sinn, hvort þeir telji ójöfnuðinn
tilkominn vegna tækni eða alheimsvæðingar. Stór hluti þeirra telur
ástæðuna vera þær milljónir sem hafa bæst í raðir verkamanna um allan
heim. Ef þeir hafa rétt fyrir sér ætti tæknin að hjálpa til að auka
framleiðni verkamanna og að endingu laun þeirra. Hinn hlutinn svarar
því til að tækni hækki ekki laun manna strax heldur fari ágóðinn fyrst
um sinn til fjármagnseigenda, launamenn muni fá eitthvað að lokum.
Þeir benda á einhver dæmi um launahækkanir í hinum vestræna heimi og
segja að það sé byrjunin á því sem koma skal.
Í reynd er erfitt að skera úr um hvort veldur, því tæknivæðing og
alheimsvæðing eru svo samantvinnuð. IBM er farið að þjónusta
viðskiptavini sína frá Indlandi, sumir starfsmenn þjónustuvera taka á
sig launalækkun vegna hótana um að annars fari starfið þeirra úr
landi. Frá sjónarhóli ráðamanna skiptir ástæðan ekki máli.
Í fyrsta lagi má ekki snerta gæsina sem verpir gulleggjum. Há laun
stjórnenda eru nauðsynleg til að fá hæfustu stjórnendurna, segja menn.
Það má ekki heldur bæta fórnarlömbum alheimsvæðingar skaðann, því það
er ómögulegt að setja niður fastar reglur um hver missir vinnu og laun
vegna hennar.
Sama gildir um verndarstefnu, menn vita ekki lengur hvaða svæði þarf
að verja fyrir öðrum svæðum. Það eru ekki lengur ákveðnar
starfsgreinar sem berjast í bökkum vegna alheimsvæðingar. Frjáls
viðskipti hafa alltaf bitnað á einhverjum sem hafa svo viljað fá vernd
þótt allir aðrir tapi á henni.
Bág kjör vegna alheimsvæðingar eru svo illa skilgreind að það er
tilgangslaust að reyna að hafa bein áhrif á þau. Verndarstefnu
stjórnvalda yrði mætt með gagnkvæmri tollavernd erlendis frá. Þótt
verkamenn græddu eitthvað til skamms tíma myndu þeir tapa sem
neytendur, og vissulega til lengri tíma litið.
Mótsögnin er því sú, að eftir því sem fleiri upplifa ógn af
alheimsvæðingu, því minna getur ríkistjórn gert fyrir þá með því að
taka upp verndarstefnu.
Ef tollavernd hjálpar ekki, hvað þá með að nota skattakerfið? Sumir
segja að tekjujöfnun gegnum skatta gæti minnkað ójöfnuðinn og aukið
stuðning kjósenda við alheimsvæðinguna. Þessum tveim röksemdum þarf að
svara hvorri fyrir sig.
Blaðið hefur lengi haldið því fram, að hreyfanlegt þjóðfélag sé betra
en jafningjaþjóðfélag : mismunun má þola ef góðu fólki er hampað og
þjóðfélagið er í framför sem heild. Áratugum saman hefur bandaríska
hagkerfið sýnt fram á þetta.
Engu að síður er pláss fyrir umræðu, hversu agressíf skattastefnan
skuli vera og hversu mikil hjálp er í boði frá hinu opinbera.
Samfélagið ætti þó að bíða eftir ótvíræðum sönnunum um að "samingurinn
milli ríkra og fátækra" sé farinn úr gildi áður en stórar breytingar
eru gerðar á skattakerfinu. Þetta gæti verið spurning um tímabundinn
ójöfnuð á tímum örra breytinga.
Besta leiðin til að gera alheimsvæðingu þolanlegri er sú sama og er
notuð til að fást við aðrar breytingar í þjóðfélögum, þám. breytingar
vegna tækniframfara. Markmiðið ætti að vera, að hjálpa fólki að skipta
um störf. Það þýðir að verkalýðsfélög mega ekki flækjast fyrir og lög
og reglur hins opinbera verða að ýta undir fjárfestingar.
Menntakerfið þarf að gefa fólki menntun sem gerir það hreyfanlegt í
starfi. Það þarf að aðskilja heilsutryggingar og eftirlaun frá
stöðugildum svo fólk tapi ekki réttindum þótt það skipti um störf. Að
síðustu þarf að aðstoða dyggilega þá sem missa vinnuna, bjóða upp á
þjálfun og aðstoð við að leita að nýrri vinnu.
Ekkert af ofantöldu er ódýrt í framkvæmd eða fljótlegt. Samfélag sem
græðir á alheimsvæðingu á þó betri möguleika á að finna peninga til að
koma þessum stefnumálum í framkvæmd. Fjármagnseigendur og
stjórnmálamenn sem hittast í Sviss í næstu viku ættu að íhuga hvernig
hægt er að hjálpa bæjarbúum í Galax í Virginíu, en þeir ættu líka að
vera hugrakkir og verja alheimsvæðingarferlið, sem getur á endanum
orðið öllum til góðs þótt tímabundin áhrif þess geti verið svo
grimmileg.
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 11:36
Ný kennitala = Erfðafjárskattur ?
Ég var bara að speggúlera: Ef fyrirtæki geta haft kennitölu eins og einstaklingar, ber þeim þá ekki að borga erfðafjárskatt ef þau skipta um kennitölu?
Ný kennitala hlýtur að þýða að einstaklingur hafi verið að deyja og nýr að fæðast eða hvað ?
Ég segi bara svona...
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 20:49
Verst með heimabíóið
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2006 | 16:30
Einþáttungur um erlenda verkamenn
Leikendur: Verkamenn og landsfeður.
V: "Kæru landsfeður, fólkið úr næsta landi er komið að vinna, það tekur störfin
okkar fyrir minni laun".
L: "Getið þið sannað þetta?"
V: "Við getum ekkert sannað, það er launaleynd".
L: "Af hverju er hún?"
V: "Atvinnurekendur sögðu að þá væri hægt semja við hvern og einn, við sáum
ekkert að því þá."
L: "Soldið seint um rassinn gripið? Segjum að þetta sé rétt. Af hverju sættir
aðkomufólkið sig við lægri laun?"
V: "Það telur sig geta lifað vel af þeim heima hjá sér af því þar kosta
hlutirnir fimm sinnum minna en hér".
L: "Af hverju er það?"
V: "Þar eru miklu minni tollar og vörugjöld. Nautakjöt kostar 700 kr. þar en
3200 kr hér. Brauð kostar 6 evrur kílóið þar en 16 evrur hér."
L: "Af hverju gerðum við tollana og vörugjöldin á sínum tíma?"
V: "Til að vernda íslenskan landbúnað og annan iðnað frá erlendum vörum sem
atvinnurekendur sögðu að skertu samkeppnisstöðu þeirra."
L: "Þessa sömu og vildu launaleyndina?"
V: "Já, þá sömu."
L: "Kannski við ættum að banna útlendingunum að senda peningana úr landi, þeir
verða að eyða þeim hér."
V: "Nei, það er frjáls flutningur á fjármagni."
L: "Æi rétt, af hverju vorum við nú að leyfa það?"
V: Af því atvinnurekendur og bankamenn sögðust þurfa frjálst flæði fjármagns."
L: "Við ættum kannski ekki að hleypa erlendum verkamönnum inn í landið nema
hleypa ódýrum vörum inn líka ótolluðum. Þá hafa allir efni á að lifa af þessum
launum."
V: "Takk kæru landsfeður, þið eruð réttsýnir og víðsýnir. Þannig gengur dæmið
upp!"
L: "En -- ef við hættum að skattleggja innflutning, hvar eigum við þá að fá
peninga til að reka ríkið?"
V: Getið þið ekki hækkað fjármagnstekjuskattinn svo atvinnurekendur borgi meiri
skatta?"
L: "Nei, þá fara þeir strax úr landi. Þeim er nefnilega sama hvar þeir búa,
þeir eiga ekki börn í skólum og vini sem þeir myndu sakna, segja þeir".
V: "Við erum nú ekki alveg viss um að við trúum þessu. Segjum samt að það sé
rétt. Þið gætuð þá lækkað kostnaðinn við að reka ríkið. Sætt ykkur við lægri
laun og fengið erlenda menn til að vinna störf ríkisstarfsmanna og menntamanna".
L: "Það gengur aldrei. Útlendingarnir geta ekki talað íslensku og geta því ekki
kennt og setið í nefndum og ráðum. Við landsfeðurnir skuldum mjög stór hús í
Skerjafirði svo ekki getum við lækkað í launum"
V: "Ef þið viljið ekki lækka skatta og gjöld og ekki leyfa innflutning á ódýrum
matvörum, er þá ekki betra að útlendingarnir fari þá aftur?
L: "Hættið þessu fasistatali. Við fáum klígju að hlusta á þetta."
V: "Mér heyrist þið landsfeður halda ansi mikið með atvinnurekendum."
L: "Hverjir heldurðu að borgi í kosningasjóðina. Ekki voruð það þið."
V: "Hverjir voru það þá?"
L: "Við getum ekki sagt ykkur það. Það er nefnilega leynd yfir því."
... framhald í vor ...
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2006 | 10:30
Verðbólgan fór aldrei neitt, hún heitir bara annað núna
Hvað ætli verðbólgan á Íslandi sé ef fasteignaverð væri reiknað með í verðbólguna?
Mig grunar að þá væri verðbólgan anzi há.
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2006 | 15:35
Spakmæli um drykkju
Það hefur verið svo þungt í mér hljóðið hér, ég ætla því að koma með eitthvað léttmeti til að brjóta upp
"Work is the curse of the drinking classes."
Oscar Wilde
"The problem with the world is that everyone is a few drinks behind." Humprey Bogart.
"You can tell German wine from vinegar by the label."
Mark Twain.
"Time is never wasted when you're wasted all the time." Catherine Zandonella.
"When I read about the evils of drinking, I gave up reading." Henny Youngman
"Without question, the greatest invention in the history of mankind is beer. Oh, I grant you that the wheel was also a fine invention, but the wheel does not go nearly as well with pizza." Dave Barry.
"People who drink light "beer" don't like the taste of beer; they just like to pee a lot." Capital Brewery, Middleton, WI.
"I drink to make other people interesting."
George Jean Nathan
"An alcoholic is anyone you don't like who drinks more than you do." Dylan Thomas.
"Reality is an illusion created by a lack of alcohol."
NF Simpson.
"I know I'm drinking myself to a slow death, but then I'm in no hurry." Robert Benchley
"I drink too much. The last time I gave a urine sample it had an olive in it." Rodney Dangerfield
"I've stopped drinking, but only while I'm asleep."
George Best
"I feel sorry for people who don't drink. They wake up in the morning and that's the best they're going to feel all day." Dean Martin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2006 | 15:23
Duty Free
Ég ferðast ekki til útlanda vegna vinnu minnar. Þetta þýðir að ég kaupi hluti eins og fatnað og brennivín fullu verði.
Verzlunareigandi sem sérhæfir sig í gemsum sagði mér að ef hann hefði ekki söluaðstöðu í Leifsstöð myndi hann loka verzluninni í Reykjavík. "Allir vita að hún er bara sýningarbás, fólk kaupir hlutina ekki hér" sagði hann.
Ég vil leggja til að "Duty Free" verði lagt niður og að íslendingar fái að kaupa vörur á eðlilegu verði þótt þeir ferðist ekki.
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2006 | 13:27
Hugbúnaðarráðuneytið
Landbúnaður hefur sitt eigið ráðuneyti og ráðherra sem brýtur samkeppnislög til að passa sína menn.
Nú læt ég mig dreyma um sambærilega þjónustu við mína stétt. Ég vil fá
hugbúnaðarráðuneyti og hugbúnaðarráðherra sem kemur í veg fyrir innflutning á
þessum Microsoft og Oracle hugbúnaði sem er að drepa niður íslenskan
hugbúnaðariðnað.
"Þar sem tveir forritarar koma saman, þar er hugbúnaðarfyrirtæki" gæti
hugbúnaðarráðherra sagt á tyllidögum.
Allir íslendingar gæti verið að nota íslenskan ritþór, reikniörk og
viðskiptahugbúnað. Íslenski hugbúnaðarbransinn hefði aldrei þurft að fara í
neina útrás því nægur markaður væri hér heima.
Við værum núna að karpa hvort leyfa ætti innflutning á nýju kyni tölva með
hörðum diskum og mús því núverandi hugbúnaður gæti ekki keyrt á þeim.
Sumir gamlir forritarar hugsa ennþá með nostalgíu um gataspjöld rétt eins og
bændur gera um gamla búskaparhætti. Mín stétt fékk bara ekki að staðna...
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2006 | 15:43
Er þetta hægt ?
Er hægt að kaupa miða aðra leið til útlanda á tilboði hjá Iceland Express, fara út í Leifsstöð, verzla í fríhöfninni og labba inn í landið aftur?
Ég bara veit það ekki ...
Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)