Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Ókeypis vírusvörn frá Microsoft væntanleg

Þótt fullt af fólki noti vírusvörn á PC tölvuna eru þeir mýmargir sem eru illa smitaðir en ekki nóg til að tölvan þeirra drepist endanlega, og of værukærir til að velta fyrir sér hvers vegna tölvan er orðin svona hæg og skrýtin.

Þeir halda því áfram að smita þótt aðrir hreinsi sínar tölvur og eru eins og ennisholurnar í svæsinni sýkingu.  Mér er sagt að tölvur í gagnfræðaskólum víðsvegar sjái um margar smitanir því kennarar kunna lítið á tölvur og notendurnir eru ekki kröfuharðir.

Margir hafa undrað sig á því hvers vegna Windows stýrikerfið, sem er annálað fyrir að leggjast marflatt fyrir hinum ýmsu óværum, kemur ekki með vírusvörn frá framleiðanda.  Hún virðist vera á leiðinni í júní á næsta ári, fyrir XP, Vista (og Windows 7 sem kemur víst á markað á næsta ári).

http://www.microsoft.com/Presspass/press/2008/nov08/11-18NoCostSecurityPR.mspx

Hér er úrdráttur úr fréttatilkynningunni:

“By offering such basic protection at no charge to the consumer, Microsoft is promoting a safer environment for PCs, service providers and e-commerce itself, since it is through unprotected PCs that the worst threats are introduced to the system as a whole.”

“Morro” will be available as a stand-alone download and offer malware protection for the Windows XP, Windows Vista and Windows 7 operating systems. When used in conjunction with the ongoing security and privacy enhancements of Windows and Internet Explorer, this new solution will offer consumers a robust, no-cost security solution to help protect against the majority of online threats.


Birta og ylur hf

Ég slysaðist inn úr dyrunum í sérverslun hér í Rennes sem selur eldstæði.  Ekki stór groddaleg eldstæði fyrir viðardrumba með tengingu fyrir stromp, heldur listaverk sem minna meira á Bang & Olufsen græjur.   Eldsneytið reyndist vera spritt sem seytlaði í bolla undir öllu saman.  Það var löng röð viðskiptavina og góð viðskipti hjá seljandanum sem mér sýnist vera listamaðurinn sjálfur.  Ég skal setja nokkrar myndir inn við tækifæri.

Ég kíkti á vefinn til að sjá hvort fleiri gerðu svona eldstæði.  Það reynist þá líka vera hægt að fá smekkleg eldstæði fyrir própankúta.

gd82_t.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er steinvöluskál notuð undir logann.

gt8.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér finnst þetta sniðugt því það væri gaman að kveikja upp í arni nokkra daga á ári, en kostnaður við að gera reykháfsrör finnst mér verulegur, og svo er loft og sótmengun af viðareldi.  Það sakar ekki að á svona arni má kveikja og slökkva með fjarstýringu og hann slær út ef súrefni fer undir leyfileg mörk.

Þar sem íslendingar eiga lítið af eldiviði, gæti þetta nýst vel hér.  Einhver íslenskur hagleiksmaður gæti líka viljað smíða og selja svona  - ekki förum við að flytja hlutina inn í þessu árferði, þegar við getum lært að gera þetta sjálf?

PS: Fyrirtækið heitir Napoleon.


SyncToy

Ég fann lausn á gömlum vanda.  Ég færi oft gögn milli heimilistölvunnar, vinnutölvunnar og kjölturakkans á minnislykli.  Þetta geta verið Word skjöl, forrit, tónlist og fleira.

Það er leiðinda handavinna að samræma hvað er til á hvaða stað.  Nú er loksins komið forrit sem sér sómasamlega um þetta, það er ókeypis, og frá engum öðrum en Microsoft.

Forritið heitir SyncToy og það má nálgast hér.

 

Hér er lýsing Microsoft á forritinu:

 

There are files from all kinds of sources that we want to store and manage. Files are created by our digital cameras, e-mail, cell phones, portable media players, camcorders, PDAs, and laptops. Increasingly, computer users are using different folders, drives, and even different computers (such as a laptop and a desktop) to store, manage, retrieve and view files. Yet managing hundreds or thousands of files is still largely a manual operation. In some cases it is necessary to regularly get copies of files from another location to add to primary location; in other cases there is a need to keep two storage locations exactly in sync. Some users manage files manually, dragging and dropping from one place to another and keeping track of whether the locations are synchronized in their heads. Other users may use two or more applications to provide this functionality.

Now there is an easier way. SyncToy, a free PowerToy for Microsoft Windows, is an easy to use, highly customizable program that helps users to do the heavy lifting involved with the copying, moving, and synchronization of different directories. Most common operations can be performed with just a few clicks of the mouse, and additional customization is available without additional complexity. SyncToy can manage multiple sets of folders at the same time; it can combine files from two folders in one case, and mimic renames and deletes in another case. Unlike other applications, SyncToy actually keeps track of renames to files and will make sure those changes get carried over to the synchronized folder.

 


Sniðugt!

Ég sá þessa stóla í Norræna húsinu:

img_8800.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má eru þeir notaðir undir ferðatölvur. Hér eru upplýsingar um þá:

img_8802.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo annað sniðugt sem ég sá í bænum, reiðhjól án keðju:

drive-shaft.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enginn sóðaskapur og ekkert viðhald.  Gírarnir eru inni í afturöxlinum.


Ekki kom háskerpan þetta árið

Útsending kínverja frá Ólympíuleikunum er í háskerpu.  Fimm hundruð klukkustundir af háskerpuefni verða sendar út á Sky HD sjónvarpsstöðinni.  Allir viðburðir sem BBC sendir frá verða einnig í háskerpu á rásinni BBC HD, og svo verða 230 klukkutímar af efni á Eurosport HD.

logo_bbc_hd.png

 

 

 

Ég hafði spáð fyrir ári að Olympíuleikarnir myndu marka tímamót á Íslandi, því þá yrðu fyrstu útsendingar hér í háskerpu og þá myndu kaupendur flatskjáa í fyrsta sinn fá tækifæri til að sjá útsendinguna sem þeir eru hannaðir fyrir.

frog.jpg

 


Engin af þessum háskerpurásum er komin á myndlykla símans eða á aðra lykla mér vitanlega, þrátt fyrir auglýsingar símans um að vera í fararbroddi með háskerpu.  Það er merkilegt því í mörgum löndum voru Ólympíuleikarnir notaðir sem ástæða fyrir söluátak fyrir háskerpuna.

Síminn leggur mikla áherslu á að selja myndlykla en þeir eru fyrir ADSL sem nýtir gömlu símalínurnar sem forfeður okkar borguðu fyrir, en ekki ljósleiðara eða breiðband.  Ég efast um að ADSL muni verða mikið notað undir háskerpusjónvarp í framtíðinni því háskerpumynd þarf 10 megabita á sekúndu til að komast óbrengluð til skila ef vel á að vera.  Ef myndin er send þjöppuð um ADSL rýrna myndgæðin því myndin breytist í mósaík.  Hér er dæmi um lélega stafræna útsendingu:

mpeg2.png

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er óþjöppuð fyrirmynd:

source.png

 

 

 

 

 

 

Ég held að gagnaveitan álykti að síminn kemst ekki mikið lengra með sína tækni enda eru göturnar í Reykjavík nú sundurgrafnar af ljósleiðaraskurðum.  Síminn hefði átt að geta skipt úr ADSL yfir í VDSL um þetta leyti en ég hef ekki séð hann gera það, enda hef ég lesið að það gangi illa að kreista meiri sendihraða út úr gömlu símalínunum.  Síminn hætti að þróa breiðbandið sitt og nú gæti hann verið að súpa seyðið af því.

Ef gagnaveitan leggur ljósleiðara áfram getur verið að eitthvað fari að rofa til í háskerpumálum hér, en fyrst sjálfir Olympíuleikarnir nægðu ekki til að síminn þyrði að byrja útsendingar þá er ég ekki vongóður um að þær hefjist hér á næstunni.  Ég sé persónulega enga ástæðu til að endurnýja heimasjónvarpið á meðan þær eru ekki hafnar að neinu viti.

Í óskyldum fréttum þá er merkilegt að samkvæmt sölutölum seljast minni flatskjáir mest, það eru þeir sem eru undir 26 tommum.  Þessi þróun hefur komið framleiðendum mikið á óvart sem hafa lagt mesta áherslu á 42 tommu tæki og stærri.

----- 

Hér má sjá mismunandi stærðir af útsendingum, þar á meðal gömlu PAL útsendinguna sem íslenska sjónvarpið notar í dag, og svo nýju 1080p háskerpu útsendinguna sem er notuð frá Olympíuleikunum.

800px-common_video_resolutions_2_svg.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Myndavélakaup eru erfið

Ég fór í Elko í gær og sá miðaldra konu horfa raunalega á hilluna þar sem allar myndavélarnar voru. Ég fór að skipta mér af og hún sagði strax að hún gæti ekki ákveðið sig.  Allar vélarnar væru eins utan frá, hún kynni ekki að lesa skiltin sem væru hjá hverri vél og afgreiðslufólkið væri víðsfjarri og vissi fátt.

Ég gaf henni eftirfarandi heilræði:

  1. Veldu þrjár vélar sem þér finnast fallegar og fara vel í hendi. Skrifaðu módel númerin niður.
  2. Lestu um þær á http://www.dpreview.com, undir "camera database", efst til vinstri á síðunni.
  3. Farðu svo aftur í Elko og kauptu þá vél sem fékk besta umfjöllun - eða láttu frænku þína í Bandaríkjunum kaupa hana fyrir þig.


Ég er með öðrum orðum að segja að dpreview er mjög góð síða fyrir þá sem eru að leita sér að myndavél.


photographer-suspended.jpg


Opinn hugbúnaður - opin gögn

Microsoft (MS) Office pakkinn sem flestir þekkja kom fyrst út sem Office 3.0 árið 1989 og er því orðinn nítján ára gamall.  Hann er orðinn stór hluti af lífsreynslu flestra sem nota tölvur á annað borð, rétt eins og QWERTY lyklaborðið og músin.

picture1.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef menn vilja nota annan pakka kostar það endurþjálfun.  Þessi rök voru notuð gegn því að hætta að nota Office pakkann en nú hefur Open Office pakkinn (sem er ókeypis) orðið sífellt líkari MS Office og þessi þjálfunarkostnaður er því orðinn lítill sem enginn.

Skjöl sem voru vistuð með MS Office voru aðeins læsileg í MS Office.  Þessi rök mæltu einnig gegn því að nota annan hugbúnað, því annars gætu starfsmenn ekki auðveldlega skipst á skjölum.  Open Office getur lesið og skrifað MS Office skjöl svo þessi röksemd er líka orðin veigaminni.

Það að Microsoft kostar peninga en Open Office er ókeypis skiptir ekki miklu máli.  Ég held ekki að kostnaðurinn við að kaupa Microsoft hugbúnað eigi að stjórna umræðunni, kostnaðurinn er varla meiri en kostnaður við að kaupa kaffi fyrir starfsmenn.

Það sem skiptir meira máli er að opinberar stofnanir eiga ekki að vista skjöl á skráarsniði sem aðeins einn hugbúnaðarrisi hefur stjórn á.  Það væri í mínum huga eins og að leggja vegi um landið sem aðeins einn bílaframleiðandi hefur heimild til að þróa bifreiðar fyrir.

Íslenskar stofnanir ættu frekar að huga að því að vista reikniarkir og ritvinnsluskjöl samkvæmt opnum stöðlum eins og ODF en ekki lokuðum eins og DOC og XLS.  Hvaða forrit eru valin til að búa þessi skjöl til er ekki eins mikilvægt.

Ég er ekkert hrifnari af Open Office en Microsoft Office.  Það er kaldhæðnislegt, en til þess að verða nógu boðlegt fyrir vanadýr sem hafa alist upp við Microsoft Office þurfti Open Office að verða næstum nákvæmlega eins og Microsoft Office.  Munurinn er því nánast enginn.

Ég endurtek: Það sem skiptir máli er að skjölin séu læsileg öllum forritum sem vilja lesa þau.  Einhver, einhverntímann getur þá búið til forrit sem les og skrifar öll þessi ráðuneytaskjöl, forrit sem verður betra og vinsælla en Microsoft Office og Open Office samanlagt, eða getur hluti sem höfundum Office pakkanna datt ekki í hug.

 


mbl.is Allt opið og ókeypis?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um samtengingar allra hluta

Þegar ég skipti um lag á iPhone símanum í Range Rovernum drap bíllinn á sér. Ég held það sé vegna þess að ég keypti símann í Bandaríkjunum og hann er því ekki á réttu markaðssvæði miðað við lagið sem ég valdi að spila. Samkvæmt samningi milli Apple og Land Rover slökkti síminn á bílnum í gegnum tenginguna í handfrjálsa búnaðinn og nú ég get ekki ræst bílinn þótt ég sé búinn að taka símann úr sambandi.

Ég hringdi í Bifreiðar og Landbúnaðarvélar en þeir vilja ekki gera við Range Roverinn af því ég notaði ekki viðurkennda aukahluti. Ég held að tölvan í bílnum sé ónýt. Ég hef engan lagalegan rétt því síminn var ekki keyptur í Apple búðinni enda fæst hann ekki þar því Ísland er ekki á lista yfir lönd sem Apple styður.

Þetta er vísindaskáldsaga ennþá, en mig grunar að hún verði það ekki næsta ár.

Í gamla daga framleiddu fyrirtæki vörur sem fóru í heildsölu og svo smásölu. Núna vilja mörg fyrirtæki eiga alla dreifingarkeðjuna og opna eigin verslanir. Þau haga sér eins og alheimskirkjur.  Þau mynda líka óguðlegustu bandalög með öðrum fyrirtækjum.  Apple er dæmi um svona fyritæki. Þú getur ennþá keypt
iPod og tengt við iTunes en iTunes virkar bara í sumum löndum og þú verður að vera með kreditkort frá öðru landi en Íslandi til að geta keypt lög á iTunes. Sama gildir um XBOX frá Microsoft.

Íslensk fyrirtæki leika líka þennan leik.  Ef þú ert með líftryggingu hjá Sjóvá og bankareikning hjá Glitni  færðu afslátt.  Ef þú kaupir bensínið með Visa færðu ókeypis í sund -- eða var það Mastercard? Ef ég vil skipta um banka þarf ég að skipta um húsnæðislán en ég get það ekki og ég er líka líftryggður hjá Sjóvá og hef fengið sjúkdóm í millitíðinni svo ég fæ ekki líftryggingu annars staðar.  Ætli þetta verði vísindaskáldsaga líka?

Þessi bandalög eiga eftir að koma Íslandi í koll.  Ísland er ekki land í hinni nýju veröld risafyrirtækjanna.  Ef "Ísland" birtist ekki í felliglugga þegar þú setur nýju vöruna í samband gætir þú lent í klandri.

Kannski er ekki nóg að ganga í ESB. Kannski verðum við að sækja um að verða nýlenda dana aftur til að geta valið "Denmark" í mælaborðinu næst þegar við kaupum bíl eða sjónvarp.

 


Er Google forheimskandi?

Undanfarin ár hef ég haft óþægilega á tilfinningunni að einhver eða eitthvað sé að breyta heilanum í mér, endurforrita taugaboðin.  Ég er ekki að missa vitið en það er að breytast.

Ég hugsa ekki eins og ég gerði.  Ég finn það gleggst þegar ég les. Ég var vanur að geta sökkt mér djúpt í lesturinn.   Hugsunin samlagaðist textanum, frásögninni og flæðinu og klukkustundirnar liðu.

Þetta gerist yfirleitt ekki lengur.  Nú tapa ég einbeitingunni eftir tvær þrjár síður, ég byrja að fikta, tapa þræðinum, leita mér að einhverju öðru að gera.

[..] Einu sinni kafaði ég í hafsjó af orðum.  Nú er ég  á sjóskíðum ofan á honum.

Tilvitnunin er héðan.

 


Vits er þörf þeim er víða ratar (og GPS tækis)

Fyrir löngu gáfu landmælingar Íslands út Íslandskort sín á geisladiskum. Forritið sem fylgdi diskunum heitir LMI Visit 4.22. Það leyfir notendum að skoða kortin og teikna slóðir á þau en lítið annað.

Sér í lagi er hvorki hægt að lesa slóðir né vista þær eða færa yfir í GPS tæki enda voru Garmin tæki varla til þegar landakortin komu út.  Þessir diskar eru ennþá til sölu mér vitanlega en með algerlega úreltum hugbúnaði.

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég lítið forrit sem les skrá frá forriti Landmælinga (VIP format) og breytir henni í skrá sem Garmin MapSource eða Google Earth geta lesið (GPX format) og öfugt.

Þessi mynd er af slóða úr Garmin tæki sem ég hef opnað í kortaforriti Landmælinga.  Slóðinn er frá kajakróðri upp á Skaga en það er svo annað mál.


kajakferd.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir sem hafa áhuga á að nálgast forritið mega hafa samband við mig, tölvupósturinn er karih@ru.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband