Færsluflokkur: Tölvur og tækni
12.2.2007 | 13:07
Pliff, um pliff, frá pliffi, til pliffs
Ég er búinn að búa til nafnorðið "pliff" sem samheiti yfir
smáuppákomur, sem eru hver um sig ekki merkileg, en sameinast um að
gera lífið verra en það gæti verið.
Pliff er þegar ég tek í útihurðina í vinnunni. Hún er með handföng
sem eru svo ýtileg að sjá en svo á maður að toga. Ég ýti því alltaf
fyrst og toga svo. Daginn eftir endurtekur sagan sig af því ég er
eins og ég er.
Frosin bílhurð um vetur var dæmi í gamla daga. Það kostaði nokkrar
mínútur á hverjum morgni að sprauta lásaspray og púa svolítið til að
komast inn. Mikið var gott að fá fjarstýrðar samlæsingar.
Sumir dagar eru fullir af pliffi -- iðulega eru það dagarnir sem fara
í að eltast við dyntina í Windows tölvum. Maður fer heim brúnaþungur
og veit ekki almennilega af hverju.
Oft þarf bara einhvern sem staldrar við í hita og þunga dagsins og
segir "þetta væri hægt að gera betur" til að bæta líf allra.
Sá sem setti strokleður á blýantsendann hefur sparað mörgum leit eftir
strokleðri. Hann ætti að fá aðalstign og eyju í Breiðafirði.
Hinn sem raðaði tölunum 0..9 öfugt á símana ætti að fá sendan reikning
upp á þá milljarða sem hann hefur kostað samfélög jarðarbúa.
Líklega ættu menn samt ekki að reyna að halda bókhald um slík smáatriði.
Stundum er það álíka greindarlegt og að reyna að reikna út: Hvað eru mörg Eric
Clapkíló í einum Eric Clapton ?
Tölvur og tækni | Breytt 6.6.2007 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2007 | 20:49
Verst með heimabíóið
Tölvur og tækni | Breytt 6.6.2007 kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2006 | 13:27
Hugbúnaðarráðuneytið
Landbúnaður hefur sitt eigið ráðuneyti og ráðherra sem brýtur samkeppnislög til að passa sína menn.
Nú læt ég mig dreyma um sambærilega þjónustu við mína stétt. Ég vil fá
hugbúnaðarráðuneyti og hugbúnaðarráðherra sem kemur í veg fyrir innflutning á
þessum Microsoft og Oracle hugbúnaði sem er að drepa niður íslenskan
hugbúnaðariðnað.
"Þar sem tveir forritarar koma saman, þar er hugbúnaðarfyrirtæki" gæti
hugbúnaðarráðherra sagt á tyllidögum.
Allir íslendingar gæti verið að nota íslenskan ritþór, reikniörk og
viðskiptahugbúnað. Íslenski hugbúnaðarbransinn hefði aldrei þurft að fara í
neina útrás því nægur markaður væri hér heima.
Við værum núna að karpa hvort leyfa ætti innflutning á nýju kyni tölva með
hörðum diskum og mús því núverandi hugbúnaður gæti ekki keyrt á þeim.
Sumir gamlir forritarar hugsa ennþá með nostalgíu um gataspjöld rétt eins og
bændur gera um gamla búskaparhætti. Mín stétt fékk bara ekki að staðna...
Tölvur og tækni | Breytt 6.6.2007 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)