Færsluflokkur: Spaugilegt
22.1.2008 | 10:27
Nýir borgarstjórar
Mér duttu þessir tveir í hug þegar ég fylgdist með fréttum í gær enda eiga þeir sitthvað sameiginlegt með nýju borgarstjórunum. Þetta er svo mikill farsi að ég neita að taka þetta alvarlega.
12.12.2007 | 22:08
Leiðbeiningar fyrir ferðamenn í Frakklandi
Í tilefni af heimferð minni til Íslands frá Frakklandi hef ég tekið reynslu mína saman í pistil svo aðrir megi njóta.
Frakkland er miðlungs stórt útland í miðri Evrópu. Það er mikilvægur meðlimur í samfélagi þjóðanna en ekki eins mikilvægt og það heldur sjálft. Það liggur upp að Þýskalandi, Spáni, Sviss og nokkrum minni þjóðum þar sem ekki er gott að versla. Frakkland er mjög gamalt land með mikla menningarfjársjóði eins og Louvre safnið og Eurodisney. Framlag þess til menningar vesturlanda er meðal annars kampavín, Camembert ostur og fallöxin. Þótt Frakkland líti á sjálft sig sem nútíma land þá er engin loftræsting og það er ekki hægt að panta mexíkanskan mat. Það er viðvarandi vandamál að fólk sem maður hittir hér reynir að tala við mann frönsku þótt margir endi með því að tala ensku ef maður æpir nógu hátt. Eins og í öðrum útlöndum er mikilvægt að passa vel hvað maður fær til baka af skiptimynt.
"Fréttirnar berast hratt"
Í Frakklandi eru 54 milljónir íbúa sem reykja og drekka mikið, keyra illa, eru kynóðir, og geta ekki beðið í biðröð. Frakkar eru yfirleitt í vondu skapi, skapstyggir, stoltir, dramblátir og óagaðir, og þetta eru kostirnir. Flestir frakkar eru kaþólskir þótt maður geti ekki séð það á framferðinu. Margir eru kommúnistar og topplaus sólböð eru algeng. Menn hér hafa stundum kvennmannsnöfn eins og "Marie" og þeir kyssa hvorn annan þegar þeir afhenda medalíur. Ferðamenn ættu að fara um í hópum í litríkum fötum og með hornaboltahúfur til að geta fundið hvorn annan.
Frakkland er yfirleitt öruggur staður að ferðast á, þótt öðru hvoru sé ráðist á það af Þýskalandi. Hefðin er sú að Frakkar gefast strax upp og lífið heldur áfram lítið breytt burtséð frá skorti á viskýi. Göng til Bretlands voru opnuð nýlega til að auðvelda ríkistjórninni að flýja.
Frakkland var uppgötvað af Karlamagnúsi á miðöldum. Aðrar mikilvægar persónur úr sögu Frakklands eru Loðvík fjórtándi, Húgenottarnir, Jóhanna af Örk, Jacques Costeau og Charles de Gaulle sem var forseti í mörg ár en er nú flugvöllur.
Frönsk stjórnmál eru lýðræðisleg en mjög hávær. Kosningar eru alltaf í gangi. Stjórnmálalega skiptist landið í svæði, hreppa, sýslur, borgir, þorp, kaffihús, bása og gólfflísar.
Þingið samanstendur af tveimur deildum, efri og neðri deild en þær eru samt báðar á jarðhæð. Þeir sem í þeim eru skiptast í Gaulverja og Kommúnista og hvorugum ætti að treysta. Aðal verkefni þingsins eru að sprengja kjarnorkusprengjur í Kyrrahafi og bregðast illa við kvörtunum þaraðlútandi.
Frakkar eru stoltir af menningu sinni þótt það sé ekki auðvelt að sjá af hverju. Öll frönsk lög hljóma eins, og þeir hafa yfirleitt ekki gert bíómyndir sem fólk nennir að sjá nema út af nektarsenunum. Að sjálfsögðu er ekkert leiðinlegra en frönsk skáldsaga.
Þegar öllu er á botninn hvolft er sama hvað þú notar mikinn hvítlauk, snigill er bara slumma með skel ofaná. Frönsk hveitihorn eru hinsvegar ágæt þótt það sé ómögulegt að bera fram "Croissant" til að panta þau. Ferðalöngum er bent á að halda sig við ostborgara á Sheraton en þar er töluð enska.
Í Frakklandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf sem er merkilegt því fólk vinnur yfirleitt ekki. Ef þeir eru ekki í fjögurra tíma hádegismat þá eru þeir í verkfalli að loka vegunum með traktorum. Helstu útflutningsvörur frakka raðað eftir þjóðartekjum eru: vín, kjarnorkuvopn, ilmvötn, flugskeyti, kampavín, byssur, eldvörpur, jarðsprengjur, skriðdrekar, árásarþotur, ýmis smávopn og ostur.
Frakkland hefur fleiri frídaga en nokkuð annað land. Af 361 frídegi eru 197 helgaðir dýrðlingum, 37 helgaðir frelsun landsins, 16 helgaðir yfirlýsingu lýðveldis, 18 helgaðir Napóleoni á leið í útlegð og 17 helgaðir Napóleóni á leið úr útlegð.
Frakkland hefur fjölbreytta sögu, fallegt og fjölbreytt landslag, og þægilegt loftslag. Það væri frábært land ef það væri ekki fullt af frökkum. Það besta sem hægt er að segja um Frakkland er að það er ekki Þýskaland.
Í alvöru talað er þetta lauslega þýtt héðan
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)