23.1.2010 | 11:48
Það er LOKAÐ
Hjólastígurinn meðfram Hringbraut var tekinn í sundur með gröfum í haust þegar byrjað var að leggja veg til Háskólans í Reykjavík.
Þetta er aðal hjólaleiðin út úr vesturbænum. Sett var upp skilti þar sem stóð: "ÞAÐ ER LOKAÐ". Nú er kominn seinni hluti Janúar og enn er leiðin lokuð þótt vanti bara nokkra metra af frágangi á hjólastígnum viku eftir viku. Ég hef reyndar stolist til að hjóla leiðina undanfarinn mánuð því leiðin er fær, það er bara skiltið og hugsunarleysið eftir.
Það er greinilegt að verktakinn þarf ekki að uppfylla kröfur um að valda ekki ónæði og óþægindum hjá hjólandi og gangandi. Ef skiltið hefði verið svona:
- Því miður er lokað vegna lagningu nýs vegar í Nauthólsvík.
- Áætluð verklok eru 12.desember 2009.
- Framkvæmdaraðili er Sjálftak hf.
Hefði ég fengið meiri samúð með framkvæmdinni.
Hins vegar stendur bara "Það er LOKAÐ" viku eftir viku og engar framkvæmdir við Hringbraut. Reyndar er verið að vinna við veginn, það er bara á hinum endanum, rétt hjá Loftleiðahótelinu.
Þarna kemur skýrt fram að borgaryfirvöld eru ennþá að leysa mál hjólreiðamanna með steinsteypu en ekki betra verklagi og framkomu. Hvers virði eru flottu brýrnar yfir Hringbraut núna þegar ekki er hægt að nýta þær af því öll gatan er lokuð ? Ég sæi í anda yfirvöld loka Hringbraut fyrir bílum með svona fautahætti.
Hefði ekki mátt þrengja að bílunum og leggja smá hjólastíg í vegkantinn? Setja upp kurteislegri skilti um hjáleiðir og verklok? Á meðan þetta angrar ekki bílaumferðina er allt í lagi eða hvað?
Ég veit að þetta er stór framkvæmd og að mörgu að hyggja, erfiðir tímar o.s.frv. Hins vegar eiga yfirvöld ekki að leyfa svona fautalega framkomu við fólk í borginni sama á hversu mörgum dekkjum það er.
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála. Hef einmitt núna tvisvar ignorað þessi skilaboð og hjólað stíginn samt. Hef reyndar líka gerst svo kræfur að hjóla nýja Hlíðarfótinn - á nýmalbikaðri götunni. Get nefnilega ekki hjólað annars staðar því (surprise, surprise) það er enn ekki búið að malbika göngu- og hjólastíginn meðfram nýja veginum.
Daníel (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 12:59
Það er bara um eitt að ræða: Hjólum á umferðagötunum og pirrum bílstjórana. Við höfum rétt á því. En muna: Vera vel upplýst og vel sjáanleg
Úrsúla Jünemann, 23.1.2010 kl. 23:37
Orð í tíma töluð.
Hver býðst til að senda formlegt erindi til borgarinnar og Vegagerð ?
Smá útúrdúr sem samt tengist þessu:
Nú eru fólk í framboði fyrir hinum ýmsum flokkum til sveitastjórnarkosninga. Sumir láta mynda sér á hjóli, og rétt skal vera rétt, þau fjögur sem ég hef séð nota mynd af sér hjólandi, nota líka hjólið daglega eða mjög oft. Ég hef ekki séð einn einasti þeirra þora að nefna orð eins og reiðhjól, hjólreiðar, hjóla í kynningunum sinum. Einn notar ekki mynd af sér á hjóli ( svo ég viti) , en þorir að nota orðið einu sinni. Enda á hann sæti stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna. Hinir þora það als ekki. ( Eða hver er skýringin ?) Margir tala um almenningssamgöngur, grænar samgöngur og fleira. En að láta orð eins og eflingu hjólreiða og göngu fljóta með virðist vera allt of róttækt enn í dag ?
Morten Lange, 25.1.2010 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.