Olympíuleikarnir í háskerpu

Sumarið 2008 skrifaði ég að útsendingar í háskerpu væru ekki í boði hér á landi frá Olympíuleikunum í Beijing.

Sömu sögu er að segja um vetrar olympíuleikana núna.  Íslendingar keyptu flatskjái í góðærinu en verða að láta sér nægja gömlu PAL útsendingarnar.

Noregur og Danmörk eru farin að horfa á efni í háskerpu, þökk sé meðal annars, DR1 HD og NRK1 HD stöðvunum.  Hér á landi er hins vegar ekki verið að fjárfesta í nýjungum, það var ekki gert í góðærinu og ekki er líklegra að hin ofurskuldsettu fyrirtæki geri það núna.

Nú er hins vegar hægt að sjá útsendingarnar frá Olympíuleikunum í háskerpu á netinu:

http://www.eurovisionsports.tv/olympics/hd

Það gæti hugsast að Internetið eigi eftir að úrelda sjónvarpsútsendingar hér á landi ef gömlu fyrirtækin fara ekki að bregðast við.

Af hverju að kaupa áskrift að myndlykli ef lítil PC tölva með netsamband, tengd við stofusjónvarpið getur sýnt bíómyndir af hörðum diski í háupplausn, erlendar útvarps og sjónvarpsstöðvar, YouTube, og tekið upp og spilað DVD og Blue-Ray diska?

Hér er sýnishorn af útsendingunni eins og hún birtist á tölvuskjá:

capture_964293.png
 

Til sambanburðar er hér upplausn útsendingar RÚV á netinu:

capture2.png

 

Hér er PC tölva sem getur tengst sjónvarpinu í stofunni, spilað háupplausn af diski og neti en er lítil og hljóðlát.

vu_box_eb1501_bk.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún fæst í Tölvutek í Borgartúni.  Athugið að ADSL heim þarf að vera 2 megabitar á sekúndu að lágmarki til að sjá háskerpu útsendingu af netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég hef ég tölvu tengda við sjónvarp (sem secondary monitor) og sé maður með mynd í DirectDraw glugga á skjánum (primary monitor), varpast hún í fullscreen á sjónvarpið.

gallinn við video á netinu er að flestar síður nota FlashPlayer. hann notar hins vegar ekki DirectDraw og varpast því ekki í fullscreen.

Brjánn Guðjónsson, 26.2.2010 kl. 14:48

2 Smámynd: Jóhannes Reykdal

2Mb/s straumur flokkast seint undir "háskerpu".

Jóhannes Reykdal, 26.2.2010 kl. 15:03

3 Smámynd: Kári Harðarson

2Mb er lítið, mætti vera meira - en útsendingar í MPEG4 staðli þurfa minni bandbreidd en MPEG2 sem er notað í gömlu myndlyklunum.

Kári Harðarson, 26.2.2010 kl. 15:38

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég sé allan bolta á netinu í HD ef ég kæri mig um.. það kostar einhverjar evrur, ef ég vil horfa á hann í "venjulegum" gæðum kostar það ekkert ... 

Bíomyndir og þess háttar og þætti hverskonar er hægt að nálgast á netinu fyrir lítinn pening..  TV er dautt :) 

Óskar Þorkelsson, 26.2.2010 kl. 20:39

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Jæja, hvar nálgast mauður það???

Guðmundur Júlíusson, 27.2.2010 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband