2.6.2010 | 16:27
Hjálmamjálm
"Það sem skipti sköpum í slysinu er að maðurinn var með hjálm".
Einhvern veginn verður það alltaf niðurstaðan í frásögn af hjólaslysum, af því það er svo þægilegt að segja frá því. Þetta er hinsvegar ósköp þunnur fréttaflutningur.
Hvað gerðist þarna? Hvað með ökumann bílsins, af hverju keyrði hann á hjólreiðamanninn? Það hefði skipt sköpum ef hann hefði sleppt því.
Með svona fréttaflutningi er sökin alltaf sett á hjólreiðamanninn.
Ímyndið ykkur ef allar nauðgunarfréttir enduðu á orðunum: "Konan var siðsamlega klædd".
Ekið á hjólreiðamann á Vífilsstaðavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Hjólreiðar | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
- Október 2006
Færsluflokkar
Tenglar
Góðir hlekkir
- Tómas Atli Ponzi Ég hef alltaf litið upp til þessa manns.
- Verulega flottar Íslandsmyndir
- Jóhann Jökull Ásmundsson Svona góður húmor er vandfundinn
Bloggvinir
- malacai
- andres
- halkatla
- annabjo
- kruttina
- arndisthor
- baldurkr
- biggijoakims
- veiran
- birgitta
- brjann
- gattin
- dofri
- einarolafsson
- ea
- fhg
- fsfi
- valgeir
- gretaulfs
- laugardalur
- gudbjorng
- amadeus
- goodster
- neytendatalsmadur
- haukurn
- heidistrand
- rattati
- herdisthorvaldsdottir
- hildigunnurr
- drum
- kjarninn
- hlaup
- don
- instan
- johannbj
- jon-o-vilhjalmsson
- jonaa
- jonastryggvi
- juliusvalsson
- askja
- photo
- kristjanb
- leifurl
- larahanna
- lara
- madddy
- marinogn
- mortenl
- manisvans
- paul
- palmig
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ruth777
- badi
- hjolina
- sij
- siggisig
- stefanjonsson
- lehamzdr
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- saemi7
- gudni-is
- hreinsamviska
- jonr
- agustakj
- hugdettan
- astromix
- olafurthorsteins
- omarragnarsson
- skari60
- skrifa
- thorsteinnhelgi
- inami
- thoragud
- toti2282
- arnid
- bjarnihardar
- tilveran-i-esb
- hordurhalldorsson
- kamasutra
- sigurjons
- tryggvigunnarhansen
- toro
Bækur
Ómissandi bækur
Bækur sem ég myndi taka með mér á eyðieyju
-
Everett Rogers: The diffusion of Innovation (ISBN: 0029266718)
Þessi bók kom mér í skiling um að félagsfræði á erindi við tölvunarfræðinga -
Robert M. Pirzig: Zen and the art of Motorcycle Maintenance (ISBN: 0688002307)
Ég sé alltaf eitthvað nýtt í þessari bók
Athugasemdir
Til frekari undirstrikunar eru hjálmar handa hjólreiðafólki alltaf hafðir þannig að þeir hrökkvi í parta ef í þá er bankað. Svo glennir fólk upp skjáina og segir: Sjáiði hvernig hausinn hefði farið, ef hann hefði ekki verið með hjálm?
Ég er sammála þér um að það skiptir sköpum að hjólreiðafólk verði ekki fyrir höggi (í þessu tilfelli: höggi af bíl). En það fer nú ekki alltaf gætilega.
Sl. sunnudag var ég akandi á leið að bæ í Mosfellsdal -- sem er sem kunnugt er útkjálki í Mosfellsbæ. Á svonefndum Ásum, þar sem dalurinn opnast vegfarendum, dró ég uppi fjölmenna prósessíu reiðhjólamanna sem lagði undir sig hægri akreinina. Allt í lagi með það, með lagni og fyrirhyggju má paufast fram úr þeim á vinstri akrein meðan ekki er umferð á móti. En viti menn: þegar kom niður í dalinn nægði þeim ekki öllum að nota hægri akreinina heldur lögðu líka undir sig svo sem hálfa vinstri.
Það gæti skipt sköpum ef blessað fólkið tæki tillit til annarrar umferðar.
Sigurður Hreiðar, 2.6.2010 kl. 17:15
Er ekki nauðsynlegt að vitna rétt í frétt sem sett er út á og sögð þunn? Í henni stendur: "Hjólreiðamaðurinn, sem var um tvítugt, var með hjálm á höfði sem talið er að hafi skipt sköpum." Þarna er meiningin aðeins önnur, álit en ekki staðhæfing.
Botna heldur ekkert í því hvernig þú færð það út að sökin sé sett á hjólreiðamanninn. Fyrir að vera með hjálm. Ætli fleiri hrósi honum ekki fyrir þá skynsemi að vera með hjálm.
En fréttin veitir engar upplýsingar að öðru leyti um hvað þarna gerðist, aðstæður o.s.frv. og hvers vegna atvik þetta átti sér stað. Frekar mætti finna að því.
Miðað við lýsingar Sigurðar Hreiðars á framferði hjólamanna í Mosfellsdal er ég sammála honum um að þeir hafi ekki hagað sér skynsamlega. Vantar kannski eitthvað um hjól í umferðinni inn í umferðarreglur? Ég er hjólamaður af hjarta og sál og hér í Frakklandi hjólum við aldrei meira en í tvöfaldri línu á vegum úti. Annað er bannað samkvæmt lögum.
En hér hafa hjólamenn sama rétt og bílar í umferðinni og tillitssemi franskra bílstjóra er aðdáunarverð.
Ágúst Ásgeirsson, 2.6.2010 kl. 20:59
Þetta slys varð með þeim hætti að 3 menn hjóluðu samsíða eftir veginum, bílinn mætti þeim í nokkuð krappri beygju þar sem ekki sást vel yfir veginn, bílstjórinn ók ekki á miklum hraða og hægði nokkuð ferðina er hann sá 2 þessara hjólreiðakappa koma, sá þriðji sást illa eða ekki í þessum aðstæðum.
Þarna er spurningin hvort bílstjórinn ók á hann eða hvort maðurinn hjólaði á bílinn.
Ég held það megi fullyrða að þetta slys hefði ekki orðið ef þeir hefðu hjólað í röð hver á eftir öðrum þar sem bílar geta mæst á þessum vegi þegar báðir víkja aðeins.
Sveinbjörn Þormar (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 00:42
Sæll Kári
1. Ertu að segja að ökumaður bílsins hafi ekið viljandi á hjólreiðamanninn? (hef hingað til ekki heyrt af nauðgara sem afsakaði sig með að hafa nauðgað óvart).
2. Hjálmar eru almennt taldir góður og nauðsynlegur öryggisbúnaður (þó sumir hafi efasemdir, en þar sem ég gerir lítið af hjóla hef ég ekki skoðað það í þaula). Það eru bílbelti líka. Í fréttum af bílslysum er mjög oft tekið fram hvort þeir sem í bílnum voru voru í bílbeltum eða ekki og hvort það er talið hafa haft áhrif. Er það þá 'Beltabreim'?
kv
Þorsteinn (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 10:28
Ég vil bara að fréttin í heild sinni sé sögð. Athugasemd Sveinbjörns Þormars er það sem ég vildi vita, hverjar voru aðstæður, hvers vegna átti slysið sér stað, svo eitthvað sé hægt að læra af því.
Þessi "hjólreiðamaðurinn var með hjálm" klausa kemur alltaf eins og hún sé það eina sem skipti neinu máli, kemur í staðinn fyrir fréttina.
Það var á tímabili sem fréttir af nauðgunum einkenndust af því að konur væru að "biðja um nauðgun" því þær voru ekki nógu siðsamlega klæddar. Þar finnst mér fordómar þeirra sem segja fréttina skína í gegn.
Á sömu nótum finnst mér þessi hjálmaumræða í fréttum, umferðin í Reykjavík er í himnalagi, bara svo lengi sem hjólreiðamenn eru með hjálm. Það eru fordómar lögreglu og fréttamanns.
Tölum líka um hvort vegaöxlin hafi verið nógu breið, hvort verið sé að blanda saman of hraðri bílaumferð við gangandi og hjólandi, hvort ökumaður hafi keyrt of hratt eða hvort hjólamenn hafi brotið umferðarlög o.s.frv.
Kári Harðarson, 3.6.2010 kl. 11:35
Sé lýsing Sveinbjörns rétt þá hallar á hjólamennina, þó í sjálfu sér vilji ég ekkert dæma um mál sem ég þekki ekki nógu vel. En að hjóla þrír samsiða er ekki sérdeilis gáfulegt og t.d. brot á umferðarreglulm hér í Frakklandi. Venjulega hjólum við í mesta lagi í tvöfaldri línu hér - eins og umferðarlög kveða á um - en í einfaldri (indjánafæl eins og það heitir á frönsku) þegar umferð er stíf.
Sveinbjörn segir mennina hafa komið á móti bílnum og því er spurningin hvort einhver, bíll eða hjólamenn, hafi farið af eigin vegarhelmingi?
Kári, hvenær er frétt fullsögð? Í heild sinni? Á langri starfsæfi fékkst ég m.a. við að skrifa löggufréttir svonefndar. Vandi við að segja frá atvikum í t.d. umferðinni er venjulega sá, að blaðamaður talar við varðstjóra tiltölulega fljótlega eftir að eitthvað gerist og hann hefur yfirleitt ekki fengið skýrslu lögreglumanna sem fóru á vettvang. Þeir þurfa oftar en ekki að sinna fleiru og ganga ekki frá skýrslu fyrr en í vaktarlok, eða jafnvel seinna.
Til að fá frétt í heild sinni þurfa menn því eiginlega frekar að bíða eftir Klausturspóstinum! Það stríðir gegn almennri þörf í nútímanum fyrir hraða upplýsingagjöf.Í fréttum af slysum er það lykilspurning hjá lesandanum hvort fólk hafi slasast og þá lítið eða mikið. Til útskýringar fylgir oft hvort viðkomandi hafi verið með hjálm eða ei. Og dæmin sýna, að hinir hjálmlausu slasast yfirleitt meira. Það er með ólíkindum hvernig þú kemst að því að það séu fordómar lögreglu og fréttamanns að svara eðlilegum spurningum lesandans með því að geta hvort reiðhjólamaður sem ekið er á - eða ók á - hafi verið með hjálm eða ekki.
Ekki verður annað ráðið af textanum en þú sért andstæðingur hjálmanotkunar. Þótt ég sé alltaf með hjálm er ég hjóla finnst mér þú eiga að hafa sjálfdæmi um hvort þú notar slíka vörn eða ekki. Í þau tvö skipti sem ég hef flogið á hausinn á hjólinu vildi ég ekki hafa verið hjálmlaus. Við slíkt fall slengist hausinn yfirleitt í jörðina og í mínum tilfellum skemmdist hjálmurinn en hausinn hélt, að því er best verður séð.
Og alla vega borgaði trygginarfélagið nýjan hjálm fyrir einhverja evrutugi með bros á vör. Þakkaði fyrir að þurfa ekki að reiða fram allt að 60.000 evrur hefði verið um varanlega örorku að ræða - já eða 25.000 evra eingreiðslu vegna andláts.
Í ljósi eigin reynslu get ég aldrei botnað í málflutningi þeirra sem mæla gegn hjálmum. Það skyldi þó aldrei vera að höfuðhöggin hafi valdið því?
Ágúst Ásgeirsson, 3.6.2010 kl. 21:20
Sæll Ágúst,
Ég er sjálfur með hjálm og ég mæli hiklaust með að fólk noti hjálm.
Þetta er vitaskuld rétt, að fyrstu fréttir af slysi verða í eðli sínu yfirborðskenndar og ég ætti því að biðja fréttamann og lögreglu afsökunar.
Ég er bara áhyggjurfullur um að umræða um hjólreiðar verði aldrei dýpri en þetta, að aðstæður hjólafólks verði aldrei ræddar eða skoðaðar. Hjólafólk á að vera með hjálm og konur eiga að vera siðsamlega klæddar. Púnktur.
Ég byrjaði bara að taka eftir þessari einhæfu umræðu um hjólreiðafólk eftir að mér var bent á þetta, nú get ég ekki annað en tekið eftir henni.
Kveðja, Kári
Kári Harðarson, 4.6.2010 kl. 12:01
Þakka þér Kári og ég biðst afsökunar á að hafa þig fyrir rangri sök varðandi hjálma. Ég dró einfaldlega ranga ályktun af skrifum þínum.
Ég sé þau líka í allt öðru ljósi eftir síðasta komment þitt, það er laukrétt líka að sjaldnast er málum fylgt eftir í þaula. Nema kannski í pólitískum fréttum. Úr því mætti vissulega bæta. Og fjölmiðlar og blaða- og fréttamenn eru auðvitað aldrei yfir gagnrýni hafnir.
Það væri gott ef ráðamenn tækju eftir umræðu um aðbúnað hjólandi fólks og létu hana sig varða oftar en og lengur en bara síðustu vikurnar fyrir kosningar á fjögurra ára fresti. Ég hef tröllatrú á sambúð hjólandi fólks og akandi. Tekur kannski tíma því ef hjólandi væru fluttir af gangstéttum út á götur þarf e.t.v. að eiga sér stað viðhorfsbreyting - og aukin tillitsssemi af allra hálfu.
Ágúst Ásgeirsson, 4.6.2010 kl. 19:40
Þetta eru fínar umræður og rétt það sem fram hefur komið. Því miður vantar oft upp á fréttaflutninginn og eftirfylgni fréttana sérstaklega. Þessi athugasemd í nær öllum slysum þar sem hjólreiðamenn koma við sögu er til óþurftar og dregur athygli frá því sem raunverulega skiptir máli: Hver er orsök slyssins og hefði verið hægt að koma í veg fyrir það? Hvort hjólreiðamaðurinn hafi verið með hjálm verður einskonar aflátsbréf. Nú var hann með hjálm þá er þetta allt í lagi, sama hver átti sök á slysinu eða hvernig það bar að.
Til að auka öryggi hjólreiðamanna er best leggja áherslu á að forðast slysin en minni áherslu á að minnka meiðsl þegar slys verða. Með ofuráherslu á notkun hjálma fá önnur atriði sem skipta meira máli fyrir öryggi hjóreiðamanna minni eða enga athygli.
Við skulum vona að lögreglurannsókn leiði hið sanna í ljós um slysið en það verður varla flutt nein frétt um það. Því miður má gera ráð fyrir að fréttaflutningur af næsta slysi verði alveg eins og þessi.
Árni Davíðsson, 5.6.2010 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.