28.3.2007 | 12:24
Óþarfa ánauð
Ég er með breiðband Landssímans. Stærsti pakkinn frá þeim er með mikinn fjölda sjónvarpsrása, en það sem stingur í stúf er að engin þeirra sýnir "The Simpsons" eða "Scrubs" eða neinn þann þátt sem er einnig sendur út hér.
Þessir þættir eru sýndir á "TV2" í Danmörku sem við horfðum mikið á meðan við bjuggum þar. TV2 er ekki á leið til Íslands frekar en margar aðrar stöðvar sem vantar í stöðvaflóruna hér.
Ég held því fram að samkeppnin sé ekki í lagi. Skammt er að minnast þegar slökkt var á útsendingu danska sjónvarpsins eins og hún lagði sig vegna þess að danir sýndu frá HM í knattspyrnu sem var sent út í læstri dagskrá á einhverri íslensku stöðvanna.
Nú eru nokkur ár liðin síðan örbylgju og breiðbands útsendingar hófust og ég er að verða vondaufur um að þetta ástand breytist til batnaðar.
Ein leið til að komast undan einokunninni er að kaupa gerfihnattaloftnet. Vegna tækniframfara á síðastliðnum árum hafa gerfihnattadiskar minnkað og eru nú aðeins 85cm stórir. Ég veit satt að segja ekki hvers vegna neytendur flykkjast ekki hópum saman að þessari tækni.
Skýringarnar eru þó sennilega að enginn aðili hér á landi sér hag í að útbreiða hana enda er bara hægt að selja hvern disk einu sinni.
Ég hvet lesendur til að hugsa sjálfstætt og hafa samband við næsta útsöluaðila á gerfihnattadiskum.
Meginflokkur: Neytendamál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 10:56 | Facebook
Athugasemdir
Var að panta einn. Nenni ekki lengur að eltast við sjónvarpsefni á milli stöðva eins og til dæmis fótbolta eða Formúluna, eftir því hvaða stöð býður best það árið.
Halldór Egill Guðnason, 29.3.2007 kl. 16:47
Ég get mælt með sky pakkanum
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.