Möguleg slysagildra í Vesturbæjarlaug

Í Vesturbæjarlauginni í Reykjavík er vatnið iðulega ógegnsætt eins og ef mjólk hefði verið blandað saman við.

Ég hef heyrt tvær skýringar á þessu hjá starfsfólki.  Annars vegar þá, að kolsýran sem bætt er í vatnið til að minnka klórnotkun valdi þessu, hins vegar að málningin í lauginni (sem er ekki flísalögð) sé að leysast smám saman upp í klórnum.

Þegar ég syndi í lauginni sé ég oft ekki næsta mann og alls ekki sundlaugarbotninn.  Vatnið hlýtur að þurfa að vera gegnsætt til að eftirlitsmyndavélarnar komi að gagni.


mbl.is Drengurinn var utan sjónsviðs eftirlitsmyndavéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arfi

Ef þetta er málning að leysast upp, getur það útaf fyrir sig ekki verið hættulegt?

Arfi, 5.5.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Kári Harðarson

Enn ein ástæðan til að drekka ekki sundlaugavatnið

Kári Harðarson, 5.5.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband