Um lögmál hinna leku yfirhylminga

(Þessi grein er um tölvutengd efni enda skráð í bloggflokkinn "Tölvur og tækni").

Fyrir nokkrum árum þýddi ég grein eftir Joel Spolsky sem hét "The Law of leaky abstractions".  Hún birtist hvergi á Íslandi, heldur hefur hún verið á vefnum hjá Joel.

 

Spolsky-Small

Hérna er úrdráttur úr henni:

Lögmál hinna leku yfirhylminga þýðir að þegar einhver finnur upp á rosa flottu verkfæri sem býr til kóda sem á að gera forritara svo afkastamikla heyrir maður fók segja: "lærðu að gera þetta í höndunum fyrst, svo getur þú notað verkfærið til að spara tíma".

Verkfæri sem búa til kóda eru lek eins og allar aðrar yfirhylmingar og eina leiðin til að bregðast við því er að skilja hvað er á bak við yfirhylminguna.  Yfirhylmingarnar spara tíma en hlífa okkur ekki við lærdómnum.

Mótsögnin í þessu öllu er, að þótt við fáum betri og betri forritunarverkfæri með betri og betri yfirhylmingum hefur aldrei verið erfiðara að vera góður forritari.

Hér er greinin í heild sinni.


PS: Myndin er af Joel, ekki mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Þetta var tilraun til að þýða enska orðið "abstraction" eins og það er notað í tölvunarfræði.

Ein íslensk þýðing á því er "óhlutstætt hugtak", mér fannst sú þýðing ekki eiga við. Önnur þýðing er "útdráttur" sem mér fannst aðeins betri. 

"Abstraction" þýðir fyrir forritara sem notar kerfi eða undirforrit, að allt sem skiptir hann ekki máli sé falið fyrir honum.  Stundum fer hönnuður kerfisins eða undirforritsins offari, svo notandinn fær of einfaldaða mynd af hlutnum.  

Þess vegna valdi ég orð sem hefur dáldið neikvæðan blæ, semsé "yfirhylming".

Kári Harðarson, 14.5.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband