Kveđiđ úr gaskútnum

Nú er vor í lofti og nćrri tómur gaskútur úti á svölum. Ég setti á mig  neytendahattinn.

Fyrst hringdi ég í Olís sem býđur 11 kg áfyllingu af própangasi fyrir 4.026 kr.

Nćst hringdi ég í N1 (áđur Esso eđa Olíufélagiđ) á Ćgissíđu, ţeir vildu fá 3.895  kr.

Skeljungur í Skógarhlíđ vildi 3.599 kr.

Allar ţrjár stöđvarnar voru sammála um ađ ţeir gćtu ekki gefiđ mér inneign fyrir  gasi sem er í kútnum ef ég skila honum ekki tómum. "Viđ erum ekki međ ađstöđu  til ţess" var svariđ. Međ ađstöđu eiga ţeir vćntanlega viđ eina vigt.

Öll ţrjú félögin kaupa gasiđ frá fyrirtćkinu "Gasfélagiđ" og fá alla sína  própankúta ţađan.  Félögin áttu gasfélagiđ saman, en voru neydd til ađ selja ţađ  eftir ólöglega verđsamráđiđ.  Einhverra hluta vegna versla ţau samt öll viđ ţađ  ennţá...

ÍSAGA veitir ţessu ţríeyki samkeppni og selur 10 kg. af gasi á 2.750 kr. Ţeir  eru ţví langódýrastir.  Kútarnir ţeirra fást í Byko, ekki á bensínstöđvum.

Ţeir taka járnkút frá N1/Skeljungi/Olís uppí fyrir 2.000 kr. en selja manni sína  trefjaglerskúta fyrir 7.150 svo ţađ eru upphafsútgjöld uppá 5.150 fyrir ađ fćra  viđskipti sín til ţeirra.

Síminn hjá ţeim er 577 3000.



Smá samanburđur í lokin (Ég fann tölurnar fyrir útlönd međ smá Google leit).

Hvar    Kílóverđ í kr.
Olís             366
N1              354
Skeljungur  327
ÍSAGA         275
-------------------
Danmörk     190
Bretland      172
USA            127

PS:  Ég rakst líka á gamalt verđ frá Olís og sé ađ gasiđ ţeirra hefur hćkkađ um  22% á einu ári.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Báran

Tók eftir ţví ađ ţú nefnir ekki Atlantsolíu í verđkönnun ţinni? Án ţess ađ ég viti verđiđ hjá ţeim, tók bara eftir ţessu.   Selja ţeir ekki gas?

Báran, 11.5.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Kári Harđarson

Nei - Atlantsolía selur ekki própangas ennţá, mér vitanlega.

Kári Harđarson, 11.5.2007 kl. 19:31

3 identicon

Ertu ađ spá í ađ flytja til Danmerkur aftur? Ţeir eru međ ansi ódýrt gas, ţađ er samt spurning hvorir gasa meira ţeir eđa viđ? Vona samt ađ engir verđi settir í klefana út af ţessu

Sigurjón Hákonarson (IP-tala skráđ) 12.5.2007 kl. 00:46

4 Smámynd: Sigurjón

Ég í Byko!  Ţakka ţér fyrir ţessar upplýsingar Kári.

Sigurjón, 12.5.2007 kl. 14:27

5 Smámynd: Ingi Björn Sigurđsson

Ísaga er líka međ heimsendingarţjónustu... Hefur reynst okkur mjög vel sem eigendum gaseldavélar...

Ingi Björn Sigurđsson, 13.5.2007 kl. 16:49

6 Smámynd: Kári Harđarson

Sćll Sigurjón, ég sé á sendingartímanum hjá ţér ađ ţađ hefur veriđ gaman.  Nei, ţađ ţarf meira en ódýrt gas til ađ ég flytji aftur til Danmerkur.

Gasiđ hér er bara helmingi dýrara en í öđrum löndum, ţađ er hlutfallslega billegt.  Ég byrja ekki ađ pirra mig almennilega fyrr en verđiđ er fjórfalt eđa fimmfalt á viđ önnur lönd

Kári Harđarson, 13.5.2007 kl. 22:17

7 Smámynd: Ţóra Guđmundsdóttir

Ţetta líkar mér, svona eiga menn ađ vera.  Ég er algjörlega sannfćrđ um ţađ ađ ef almenningur temdi sér svona vinnubrögđ, ţó ekki vćri nema af og til, myndi vöruverđ lćkka stórlega.

Ţóra Guđmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 00:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband