22.5.2007 | 08:49
Hrmpfh!
Ég hjólaði í vinnuna í morgun. Sex ökumenn svínuðu fyrir mig í sama hjólatúrnum.
Það eru þeir sem keyra yfir stöðvunarskyldur og stanza á blábrún aðalbrautar sem eru stærsta hættan því þeir loka hjólastígnum sem liggur meðfram aðalbrautinni. Svo eru það þeir sem ákveða að beygja í veg fyrir mann af því gangandi og hjólandi eiga alltaf að stanza - eða hvað?
Ég er jafn rétthár og mávarnir í borginni, þakka fyrir á meðan ekki er eitrað fyrir manni.
Hér er mynd af hjólastíg (skv. korti Reykjavíkurborgar). Eins og sjá má eru nokkrir bílar á stígnum.
Fyrirgefið kaldhæðnina.
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 10:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
- Október 2006
Færsluflokkar
Tenglar
Góðir hlekkir
- Tómas Atli Ponzi Ég hef alltaf litið upp til þessa manns.
- Verulega flottar Íslandsmyndir
- Jóhann Jökull Ásmundsson Svona góður húmor er vandfundinn
Bloggvinir
- malacai
- andres
- halkatla
- annabjo
- kruttina
- arndisthor
- baldurkr
- biggijoakims
- veiran
- birgitta
- brjann
- gattin
- dofri
- einarolafsson
- ea
- fhg
- fsfi
- valgeir
- gretaulfs
- laugardalur
- gudbjorng
- amadeus
- goodster
- neytendatalsmadur
- haukurn
- heidistrand
- rattati
- herdisthorvaldsdottir
- hildigunnurr
- drum
- kjarninn
- hlaup
- don
- instan
- johannbj
- jon-o-vilhjalmsson
- jonaa
- jonastryggvi
- juliusvalsson
- askja
- photo
- kristjanb
- leifurl
- larahanna
- lara
- madddy
- marinogn
- mortenl
- manisvans
- paul
- palmig
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ruth777
- badi
- hjolina
- sij
- siggisig
- stefanjonsson
- lehamzdr
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- saemi7
- gudni-is
- hreinsamviska
- jonr
- agustakj
- hugdettan
- astromix
- olafurthorsteins
- omarragnarsson
- skari60
- skrifa
- thorsteinnhelgi
- inami
- thoragud
- toti2282
- arnid
- bjarnihardar
- tilveran-i-esb
- hordurhalldorsson
- kamasutra
- sigurjons
- tryggvigunnarhansen
- toro
Bækur
Ómissandi bækur
Bækur sem ég myndi taka með mér á eyðieyju
-
Everett Rogers: The diffusion of Innovation (ISBN: 0029266718)
Þessi bók kom mér í skiling um að félagsfræði á erindi við tölvunarfræðinga -
Robert M. Pirzig: Zen and the art of Motorcycle Maintenance (ISBN: 0688002307)
Ég sé alltaf eitthvað nýtt í þessari bók
Athugasemdir
Já, þessir hjólreiðastígar eru tæplega nafnsins virði. Þó hefur mér sýnst að flestir ökumenn séu nú farnir að virða stígana meðfram Lönguhlíð og hættir að leggja á þá.
Púkinn, 22.5.2007 kl. 13:54
Takk fyrir samúðina Rósa! Ég þurfti bara að ropa "einum súrum" eins og Danir segja.
"Saklaus" brot eins og að leggja á stétt og keyra yfir stöðvunarskyldu mæta algerum afgangi hjá löggjafanum. Við erum óttalegir stjórnleysingjar...
Kári Harðarson, 22.5.2007 kl. 14:18
Hjólaði EINU sinni úr Mosó í Hafnarfjörð í vinnuna. Ætlaði að gerast "healthy". Seldi að þessari einu ferð lokinni hjólið og sór þess sáran eið að þennan fjanda reyndi ég ekki eftur í bráð. Var hérumbil margdrepinn á leiðinni og fékk félaga minn á sendibíl til að renna með settið til baka. Hjólreiðastígar! Bara húmör í mönnum...Eins og auðvelt er að bæta úr þessu. Vilji er allt sem þarf, en hann hefur ekki alveg fundist að fullu. Ágætis aðstaða á sumum svæðum, en langt í land að ég taki upp á þeim ólíkindum að reyna þennan fjanda aftur.
Halldór Egill Guðnason, 24.5.2007 kl. 02:35
Mikið finnt mér þið kröfuhörð. Samgönguráðherra á í nógu að gera að byggja göng víðsvegar útí rassgati og hefur engan tíma til að láta leggja og/eða laga hjólastíga hérna í borginni.
Á öðrum nótum þá er ekkert mál að hjóla hérna í reykjavík, eins og þið segið eina sem þarf er viljin. Ég hef getað hjólað í vinnuna hvenær sem er. Jafnvel þegar ég bjó á Álftanesi og þurfti að drattast niðrí 101 reykjavík, og fleira til.
Gangandi og hjólandi eru btw alltaf í rétti þegar deilt er við vélknúið ökutæki.
Freyr Guðjónsson, 24.5.2007 kl. 17:09
Segi svo sem sama, ég get hjólað út um allt.
En Freyr, það hjálpar reyndar lítið að vera í rétti þegar maður er kominn í hjólastólinn...
hildigunnur (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 17:13
Peningar.
Freyr Guðjónsson, 24.5.2007 kl. 17:17
Já, þeir segja það víst við gullna hliðið: "Ég var í rétti"
Ég hef viljann enda hjóla ég út um um allt. Ég vil ekki stór peningaútlát -- en ég vil sjá breytt hugarfar. Ef ég ætti fimmþúsundkall fyrir hvern þann sem hefur farið í veg fyrir mig á stöðvunarskyldu þá væri ég ríkur. Kannski ríkið gæti gert rassíu og komið út í plús?
Kári Harðarson, 24.5.2007 kl. 17:23
Þetta sem þú kallar hjólreiðastíg er auðvitað bara gangstétt. Eins og flestir "hjólreiðastígar" borgarinnar. Það er alltaf til monningur í rándýr tveggja hæða gatnamót. Það sem vantar er net hjólreiðastíga þvers og kruss um borgina, óhaðir staðsetningu hraðbrautanna eða gangstéttana. Og þessa bíla á að gefa sektarmiða. Þá hætta þeir að parkera svona. Svo ef þeir væla yfir að geta ekki parkerað, þá geta þeir bara fengið sér reiðhjól. Við það minnkar maginn á þeim og rassvöðvarnir stælast. Takmarkinu náð.
Ólafur Þórðarson, 29.5.2007 kl. 04:20
Yfirgangur þeirra sem fara um akanadi á sér stundum engin takmörk. Það versta er að ég held að flestir ökumenn geri þetta algjörlega ómeðvitað. Ég er alltaf að færast meira og meira yfir á þá skoðun að hjóla úti á götu þar sem því er þorandi því þannig neyðum við hjólreiðamenn ökumenn vélknúinna tækja til þess að taka tillit til okkar. Og það sem er kannski en mikilvægara er að við vekjum athygli á öðrum valkostum í samgöngum í leiðinni.
Því sýnilegri sem við verðum þeim mun meiri áhrif munum við hafa á ráðamenn. Það er pínlegt að þurfa að lesa sögur af fólki sem gefst upp eftir fyrstu hjólaferðina vegna aðstöðuleysis. Það vill gera gott. Því er bara ekki gert það kleift!
Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.