Mig langar í !

Þessi auglýsing kom inn um bréfalúguna í vikunni:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Grillið er 33 sinnum dýrara en fyrsta gasgrillið okkar.

grill33

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef maður grillar vikulega í þrjá mánuði á ári og grillið er afskrifað á tíu árum, þá kostar hver grillun 1.700 kr. Þá er eftir að kaupa matinn á grillið :)

Orðin "Aðeins" og "Þú sparar" komu því ekki upp í huga minn við að lesa auglýsinguna. 

Ég er bara með leiðindi.  Allir vita að þetta snýst ekki um grillun. Grillverðið er bara fjórðungur af Rolex úri og fimmtugasti hluti af nýjum Range Rover.  Ef maður er á annað borð í pissukeppni þá er þetta eins góð fjárfesting og hver önnur.


pissing_elephant

 

 

 

 

 

 

 

 

Samt... 

Ef öll heimili á landinu keyptu gasgrill á tíuþúsund krónur og létu mismuninn fara í sameiginlegt málefni væru komnir 20 milljarðar.  Ég er að reyna að segja, að kannski er ekki þörf á frekari skattalækkunum ef svona grill eru farin að seljast.

Eigum við ekki frekar að slá saman í eina svona út á flugvöll?

airport shuttle

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er enginn kommi, en ég veit að ef við högum okkur eins og ameríkanar mun Ísland líta út eins og Ameríka á endanum.  Engir innviðir, en flott gasgrill.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Oft ratast kjöftugum satt orð á munn.

Fólk sem kaupir gasgrill fyrir 300.000 (No, really) þarf að láta skoða á sér höfuðið, sama þótt viðkomandi er með 5millur á mánuði í kaup.  

Jón Ragnarsson, 15.6.2007 kl. 10:59

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fyrir utan að vera fáránlega dýrt, tekur þessi hlunkur ekkert smá pláss. Þetta bölvaða kjaftæði "þú sparar" og "aðeins" er náttúrulega bara brandari og með hreinum ólíkindum að fólk láti svona öfugmæli frá sér, en til þess er jú leikurinn gerður, að tæla fólk til kaupa á öllum fjáranum. 104.000 BTU !!! Vá, það væri hægt að bræða málma í þessum ógnarhita. Álver á hvert heimili!!! 

Halldór Egill Guðnason, 15.6.2007 kl. 12:49

3 identicon

Ætli 10 kg. af gasi sé nóg í "eina" máltíð?
Þessa er bara fáránlegt verð á grilli, en það kæmi mér ekkert á óvart að einhverjir "slái til"...

Birnir Hauksson (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 13:32

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Frábært!

Neyðlubrjálæði landans á sér engin takmörk. Það eru örugglega einhverjir sem kaupa svona og eiga efni á því. Flott skal það vera! Kunna menn ekki að skammast sín? 

Úrsúla Jünemann, 15.6.2007 kl. 16:25

5 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Hehehe.. Ég er hef einmitt verið að spá í þessi hjólhýsi sem allstaðar eru til sölu um þessar mundir frá 2,5 milljón til 3 milljóna. Sá eitt auglýst í dag í dag á 200 þúsund kall út og 30 þúsund á mánuði í 84 mánuði. Þar af þarf aukalega að greiða 10-20 þúsund fyrir inngeymslu í c.a 7 mánuði á ári.

Ef einhver nær að gista að meðaltali á ári 20 nætur í hýsinu og það endaist í 15 ár. Í heildina þá kostar hjólhýsið 2,7 miðaðvið óbreytt verðlag. Segjum að geymslugjaldið sé 100 þúsund á ári  og við  hald og  gjöld séu  önnur 100 þúsund

Þá er við komandi að borga tæpan 20 þúsund fyrir nóttina. Eins og er þá má ferðast um Ísland með minni tilkostnaði en það á hótelum. Fæstir ná 20 nóttum á ári í hjólhýsunum sínum

Ingi Björn Sigurðsson, 15.6.2007 kl. 22:24

6 identicon

Skemmtilegur pistill.

Hörður Svavars (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 22:27

7 Smámynd: Sigurjón

Ég keypti eitt sinn gasgrill á 35.000 kall og þótti mér það dýrt!

Sigurjón, 17.6.2007 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband