Hvað við misstum

Ég sit í vinnunni og hugsa heim því sonur minn er í fríi frá skóla og  mamma hans er í Danmörku.  Mér þætti svo miklu meira gaman að vera  heima að kenna honum eitthvað, gera við hjól, grafa skurð eða labba  upp á Esju.

Ríkið elur upp börnin á veturna meðan við höngum við skrifborð. Mig  svíður að missa gæðatímann með uppáhalds manneskjunni í mínu lífi.

Pabbi minn kom heim í hádeginu til að borða og lagði sig svo í sófann.  Fjölskyldan hittist alla vega og því þurfti kvöldmaturinn ekki að vera  eins merkilegur.

Í dag hittist fólk fyrst á kvöldin og kvöldmaturinn þarf að vera hátíð  til að bæta fólki upp ástvinamissinn.

Það er verst að maður hefur ekkert við stóran kvöldmat að gera því  ekkert er framundan nema hvíld.  Maður gæti alveg eins smurt matnum  beint á ístruna.

Eldri kynslóðir unnu með fjölskyldunni sinni - og tóku með þeim kaffi  og hádegismat. Ég hef ekkert á móti vinnufélögunum, þetta er stórgáfað  lið, en ég sakna míns fólks.

Hvað ætli unga fólkið væri fært um að gera ef það hefði óskoraða  athygli frá fullorðna fólkinu yfir daginn í stað þess að vera geymt í  skólum eða við sjónvarp og Playstation?  Mig grunar að það yrði flott  kynslóð og hún væri ekki úti með spraybrúsa og nálar.

Enda með tilvitnun í Ralph Waldo Emerson:

Einhver þarf að segja það  sem allir hugsa og enginn segir, og það sem allir segja en enginn  hugsar.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Alveg er ég sammála þér Kári, sem endranær.  Ef ég eignast einhvern tímann afkvæmi, mun ég reyna að eyða sem allra flestum stundum með því.  Ég legg mig svo alltaf í hádeginu, enda góður siður sem lengir lífið.

Sigurjón, 22.6.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Frábær pistill.  Góð áminning um að við tökum frá fyrir tíma til að sinna því mikilvægasta.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.6.2007 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband