Alltaf gaman af gátum...

 

Þrjár manneskjur fara á veitingastað og skipta kostnaðinum sem er 300  milli sín svo hver um sig borgar 100 kr.

Þjónninn tekur 300 en sér svo að það voru gerð mistök, maturinn kostaði bara 250 kr.

Hann getur ekki skipt 50  í þrennt og endurgreitt svo hann borgar sjálfum sér 20 í þjórfé og endurgreiðir hverjum gesti 10 kr.

Gott og vel. 

Hver um sig borgaði 100 - 10 = 90 kr.

Þrisvar  90 eru 270 kr.

270 plús 20 sem þjónninn tók í þjórfé gera 290 kr.

Það vantar samt 10 kr uppá 300, hvað varð um þær?

Svarið kemur seinna...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Aha..... Hann tók í raun 30 kr.

Þetta er falið 250 kr. 

Þú veist auðvitað hvað ég er að tala um

Arnfinnur Bragason, 28.6.2007 kl. 15:20

2 identicon

Ég held að stóra spurningin sé... hvar er eiginlega hægt að fá mat fyrir innan við 100 kall á mann!?

Bjarni (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 15:39

3 identicon

Það verður að draga frá 300 en ekki bæta við 250.  Maturinn kostaði 250, en þeir létu hann fá 300, hann hirti 20 og og þeir fengu 30 tilbaka.  Allt gengur upp!!!

Stærðfræðikennaradóttirin (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 15:41

4 identicon

3 * 90 = 270

Ljóst er að maturinn kostaði bara 250 krónur þannig þessar auka 20 krónur ( 270 - 250 ) hljóta að hafa runnið í þjórfé, sem þær gerðu og dæmið gengur upp.

Gunnar (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 15:48

5 identicon

Þið kunnið nú ekkert í stærðfræði

((300-3*(100-10))-20)=10

Það vantar 10 krónur vegna þess að algebran er ólínuleg en á prófi myndi ég kenna geimverum um.

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband