28.8.2007 | 11:49
Gætuð þér tekið hendina úr vasa mínum?
Ef ég hagnast á sölu hlutabréfa borga ég fjármagnstekjuskatt eins og vera ber.
Ríkið rukkar mig samt ekki um hann heldur vinnuveitanda minn sem dregur hann af laununum mínum.
Ef ég græði milljón á sölu hlutabréfa fær yfirmaður minn að vita það manna fyrstur.
Ég er líka rukkaður fyrr en nauðsynlegt er.
Reikningar á Íslandi hafa Gjalddaga og Eindaga. (Ég veit ekki hvers vegna það eru tvö "deadline" til að borga reikning, ég hef ekki séð það annars staðar).
Atvinnuveitandinn tekur peningana á gjalddaga og ég get því ekki notað þá fram á eindaga eins og ég gæti annars gert.
Mér vitanlega er engin leið að skrá sig út úr þessu fyrirkomulagi. Það er ekki hægt að biðja skattstjóra um að senda reikninginn fyrir fjármagnstekjuskattinum beint heim til mín.
Þetta fyrirkomulag varð sennilega til þegar forsjárhyggjan var uppá sitt besta. Það átti að ná skattinum af verkamanninum áður en hann kæmist út í ÁTVR með launin og gæti drukkið þau út. Það er eldra en Persónuvernd því annars hefði hún sennilega komið í veg fyrir að atvinnuveitendum yrðu sendar upplýsingar um ótengd viðskipti starfsmanna þeirra.
Hins vegar hafa kaup mín og sala á bréfum ekkert með atvinnu mína að gera. Fer ég með vitlaust mál? Er þetta ekki tímaskekkja? Stenst þetta stjórnarskrá?
Ríkið rukkar mig samt ekki um hann heldur vinnuveitanda minn sem dregur hann af laununum mínum.
Ef ég græði milljón á sölu hlutabréfa fær yfirmaður minn að vita það manna fyrstur.
Ég er líka rukkaður fyrr en nauðsynlegt er.
Reikningar á Íslandi hafa Gjalddaga og Eindaga. (Ég veit ekki hvers vegna það eru tvö "deadline" til að borga reikning, ég hef ekki séð það annars staðar).
Atvinnuveitandinn tekur peningana á gjalddaga og ég get því ekki notað þá fram á eindaga eins og ég gæti annars gert.
Mér vitanlega er engin leið að skrá sig út úr þessu fyrirkomulagi. Það er ekki hægt að biðja skattstjóra um að senda reikninginn fyrir fjármagnstekjuskattinum beint heim til mín.
Þetta fyrirkomulag varð sennilega til þegar forsjárhyggjan var uppá sitt besta. Það átti að ná skattinum af verkamanninum áður en hann kæmist út í ÁTVR með launin og gæti drukkið þau út. Það er eldra en Persónuvernd því annars hefði hún sennilega komið í veg fyrir að atvinnuveitendum yrðu sendar upplýsingar um ótengd viðskipti starfsmanna þeirra.
Hins vegar hafa kaup mín og sala á bréfum ekkert með atvinnu mína að gera. Fer ég með vitlaust mál? Er þetta ekki tímaskekkja? Stenst þetta stjórnarskrá?
Flokkur: Neytendamál | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
Athugasemdir
Hygg að þú hafir alveg rétt fyrir þér.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2007 kl. 13:45
Hvað segiru Kári minn. Hversu mikið græddir þú í þetta skiptið?
Stefán Freyr (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 14:13
Spurðu atvinnuveitandann
Kári Harðarson, 28.8.2007 kl. 14:16
tek undir með ykkur, mér finnst þetta fáranlegt og merkilegt að stuttbuxnadeildin í sjálfstæðisflokknum skuli ekki hafa tekið þetta fyrir í stað þess að standa eins og fífl niðri á skattstofu fyrr í mánuðinum. Kannski vegna þess að þetta skiptir máli en hitt sem þeir stóðu fyrir skipti engu máli
Óskar Þorkelsson, 29.8.2007 kl. 08:01
Ég sem atvinnurekandi fæ lista um það bil mánuði á undan launþeganum hvað hann þarf að borga í skatta (Alla skatta,ekki bara launskatta)
Ef ég man rétt fylgir líka áminning um ábyrgð launagreiðandans á því að koma þessum greiðslum til skila
Þetta er gaggala gú eins og hænsna bóndinn mundi segja
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 29.8.2007 kl. 10:45
Þetta er auðvitað fáránlegt. Virðist vera gömul yfirsjón sem þarf að laga.
Eigum við ekki að nefna þetta við skattstjóra ? fjármálaráðherra ?
birna, 29.8.2007 kl. 13:20
Hmm... góð hugmynd Birna, en ég á enn eftir að sjá það að það skili árangri að tala við þessa háu herra. Mér hefur virzt í samskiptum mínum við löggjafar-, dóms- og framkvæmdavaldið að fólk innan þessarra geira virðast hafa fluzt til yfir í einhverja hliðræna vídd raunveruleikans. Og þeim fáu sem enn hafa einhver tengsl við raunveruleikann og er ekki hægt að mjaka til, þeim er bolað burt.
Sorglegt eiginlega. Það er víða pottur brotinn. RSK, LÍN, meðferð á almannafé innan stjórnkerfisins...
Þór Sigurðsson, 29.8.2007 kl. 15:20
Málið er einfaldlega það, að það eru ekki pólitíkusar sem ráða, heldur embættismenn. "Já, ráðherra, en....."
bunulækurinn (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.