Handbók fyrir konu Þorgríms loksins fáanleg

Ég sá þessa fyrirsögn á blaðsíðu 40 í "Blaðinu" í dag:

kenntakonur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Loksins fáum við að læra á konu Þorgríms!

Í alvöru talað held ég að fyrirsögnin hafi átt að vera:  "Kennir karlmönnum á konurnar þeirra".

Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tók einmitt eftir þessu og fannst það bráðfyndið. Þetta er kannski svona einhæf bók, kennir ykkur á konur sem eru eins og hans kona. Annars held ég að reynslan sé besti kennarinn og hver maður verði að læra á sína konu og öfugt.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Hlynur, eiginlega er nú málsnilldin í fyrirsögninni áhugaverðari en efni fréttarinnar. Reyndar dettur manni oft í hug að þessir blessaðir blaðamenn tali eins og "pabbi sinn!"

Árni Gunnarsson, 30.8.2007 kl. 15:07

3 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Margar frekar skondnar fyrirsagnirnar í blöðunum.

T.d. birtist ein fyrir nokkrum árum  "(kvenmannsnafn) reið Magnúsi Erni"

Þarna átti náttúrulega að standa að konan væri honum reið :) Man bara ekki hvaða kona átti í hlut þarna. 

Ívar Jón Arnarson, 30.8.2007 kl. 15:53

4 identicon

Örlæti Þorgríms eru greinilega engin takmörk sett. Hann verður seint sakaður um eigingirni. Vonandi tekur hann þessu bara létt. Það væri hins vegar skemmtilegt, ef hann hefði þessa skondnu fyrirsögn einhvers staðar í bókinni sinni, svona til gamans. Þetta verður örugglega áhugaverð bók.

Stebbi (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 16:19

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Hann virðist greinilega kunna vel á hana! En er þetta nokkuð praktísk nám fyrir okkur hina?

Júlíus Valsson, 30.8.2007 kl. 16:27

6 identicon

Man eftir fyrirsögn sem var svona, Lyklar týndust á bandi milli hafnarfjarðar og reykjavíkur. Nokkuð langt band ekki satt. Skreið til nígeríu, það má nú misskilja það.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 21:48

7 Smámynd: Einar Indriðason

"Árekstur milli Laugarvatns og Apavatns"

Einar Indriðason, 30.8.2007 kl. 23:26

8 identicon

látnir þvo strætó, alger snilld. Loksins hægt að nota þá dauðu í eitthvað!

Björn (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband