Allabadderí

Nú er ég í borginni Rennes í Frakklandi.

Ég er að heimsækja rannsóknarstofnun sem heitir IRISA og verð þar fram eftir  hausti.  Vonandi geri ég einhverjar rannsóknir af viti og læri meiri frönsku í  leiðinni.

Hjólið fór með.  Það reyndist lítið mál að pakka því niður með því að taka  dekkin og fremra tannhjólið af.  Eftir það pakkaðist það vel inn í poka sem ég  átti utan af IKEA stól.

Ég gat haldið á því eins og ferðatösku, tekið með í neðanjarðarlestina í París  og svo háhraðlestina til Rennes.  Eldra flugfélagið (Icelandair / Flugleiðir /  Loftleiðir / FL Group) tók hjólið um borð fyrir 2500 kr.  Þungi þess dregst þá  ekki frá ferðatöskuþyngdinni.  Ég var svolítið kvíðinn fyrir að drösla hjólinu  gegnum heiminn en þetta reyndist ekki vera neitt mál.

Ég ákvað reyndar að taka gamla hjólið með enda er það löngu afskrifað og lítill  skaði ef ég missi það í franskan þjóf.

Hér er mynd af hjólinu fyrir og eftir pökkun.

hjolfyrir

 

 

 

 

 

 

 

 hjoleftir

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta kvöldið snæddi ég með kollega og fjölskyldunni hans.  Mér þótti mikið til  koma að hvorki hrísgrjón né kartöflur voru í boði, þess í stað var mikið af  yndislegu, soðnu grænmeti.

baunir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessar baunir eru seldar í grammatali hvítum frauðplastbökkum heima.  Hér eru þær  borðaðar í svakalegu magni enda kosta þær lítið og koma í stað fyrir kartöflur eða hrísgrjón.

Þarna er kannski komin hluti af skýringunni á því  hvers vegna franskar konur fitna ekki. Kartöflur, pasta og hrísgrjón eru fitandi  en það er freistandi að borða sig mettan á þeim í staðinn fyrir að kaupa  grænmeti, ef það er dýrt og bragðlítið.

Ég enda pistilinn með frönskum konum (á markaðinum í Rennes):



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg hlakka til ad lesa fleiri pistla fra ther um matargaedi og -verd i Frakklandi, elsku brodir.  Njottu vel thvi thad gerist varla betra i odrum londum en einmitt i Frakklandi.  Sjalf er eg longu haett ad bera fram kartoflur eda hrisgrjon sem eitthvad "heilagt" medlaeti med mat en nota frekar graenmeti.  Lidur miklu betur fyrir vikid og hef losad mig vid talsvert morg kilo.  Maeli med thvi.

Regina systir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 14:27

2 identicon

Namm Namm ég elska þessar baunir, kaupi þær ætíð hér heim. Gaman að lesa pistlana frá þér. Kkv.ÞÞK

Þuríður Þorbjörg Káradóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband