Hjólakúltúr og annar kúltúr

Rennes er hjólaborg.  Stofnunin þar sem ég vinn er með hjólageymslu í kjallaranum fyrir starfsmenn sem er opnuð með sama korti og allar aðrar hurðir í húsinu:


P9120003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar inni er gott pláss enda margir á hjóli (ég mætti mjög snemma):

P9120001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

það er búið að festa pumpu á einn vegginn:

P9120002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég vona svo sannarlega að svona hjólageymsla verði í nýja Háskólanum í Reykjavík en ekki bara malbiksauðn af bílastæðum þar sem áður var útivistarsvæði Reykjvíkinga.  Kringlusvæðið þar sem skólinn stendur nú er ekki beinlínis huggulegur staður.   Ég hef séð krúttlegri strippmöll í Bandaríkjunum.

Fyrir utan húsið hér er skilti sem á stendur að sekt fyrir að reykja fyrir utan séu 68 evrur.  Beinhörð viðurlög og ekkert tvínónað við að segja hver þau eru.


P9120004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allar götur í borginni eru með hjólaakgrein og sérstök ljós fyrir hjólandi.


P9130005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á móti kemur að maður verður að gera svo vel að fara eftir umferðarreglunum. Á Íslandi er freistandi að gera eins og manni sýnist enda er maður jafn rétthár og mávarnir í borginni.  Enginn réttur en engin ábyrgð.

Bílarnir eru úti um allt en þeir keyra varlega og eru litlir Renault Megane og engir risajeppar.

 

Ég sit með skemmtilegum nördum í hádegismat hér.  Meðal annars var rætt um eftirfarandi:

Jólasveinninn í rauðum galla með hvítu skrauti er útkoman úr auglýsingaherferð frá Coca Cola.  Myndirnar sem voru teiknaðar fyrir kókauglýsingarnar urðu staðalímynd fyrir jólasveininn eftir það. Fyrir þann tíma var hann miklu líkari biskup.


xmas_santa05alg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eru vonbrigði.  Það er ekki nóg með að jólasveinninn sé ekki til heldur er hann líka útsendari auðvaldsins.  (Hann var það víst líka fyrir kókherferðina, kirkjan var á móti honum á miðöldum).

Ég lærði meira:

Brauðið sem  heitir "Croissant" á frönsku heitir það eftir orðinu yfir hálfmána, "Crescent".  "Croissant de la Lune" þýðir "Crescent of the moon".  Sagan hermir að frakkar hafi bakað þá til að halda upp á sigur gegn Tyrkjum.

Sum orð hafa farið úr frönsku yfir í ensku og aftur yfir í frönsku.  Dæmi um þetta er franska orðið "Ticket" sem er tökuorð úr ensku.  Englendingar tóku það upphaflega frá franska orðinu "Etiket" sem þýðir "merkimiði".

Vikudagarnir frönsku hafa guðanöfn eins og í ensku og dönsku.  Englendingar og Danir nota germönsku / norrænu guðina en Frakkar þá rómversku:

  • Mánudagur, Monday,Tunglið                           = Luna,    Lundi
  • Þriðjudagur, Tuesday, Týr                               = Mars,    Mardi
  • Miðvikudagur, Wednesday, Wotan eða Óðinn = Merkúr,  Mercredi
  • Fimmtudagur, Thursday, Thor                         = Júpiter, Jeudi
  • Föstudagur, Friday, Frigg                                = Venus,   Vendredi
  • Laugardagur, Saturday                                   = Satúrn,  Samedi
  • Sunnudagur, Sunday                                      = Dieu,    Dimanche

Ég tók ekki eftir þessu þegar ég lærði þá í menntaskóla.

Á laugardaginn ætla ég að hjóla eftir hjólastíg meðfram á sem liggur til bæjarins Dinan á norðurströnd Bretagne.   Þar ætla ég að gista um nóttina í gamla bænum. Þaðan tek ég bát til St.Malo og lestina aftur til Rennes á sunnudagskvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hélt alltaf að föstudagur þýddi "verslunardagur"...

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.9.2007 kl. 19:59

2 Smámynd: birna

Skemmtu þér vel í útlandinu Kári. Hér er rok og rigning :]

birna, 15.9.2007 kl. 14:25

3 identicon

Ég er nemandi í Háskólanum í Reykjavík. Reyndar er ég uppi á höfða, en ég er vanur að geyma hjólið inni í stofu  með leyfi bekkjarfélaga og kennara. En svo komst húsvörðurinn að því og var ekki nógu sáttur. Ég vona að þú látir í þér heyra þar sem að fólk ætti nú að taka mark á þér sem kennari. Það má bæta sturtuaðstöður líka, en þær ættu nú að verða betri í nýja húsnæðinu því byggingarreglugerð gerir ráð fyrir sturtuaðstæðum í nýbyggingum.

Gangi þér vel, kveðja

Sigmundur

Sigmundur (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Kári Harðarson

Ég veit það á að setja upp hjólageymslu, en hversu góð hún verður á eftir að koma í ljós.

Svo held ég ekki að það verði reist bílahús heldur verða opin bílastæði.  Þrjúþúsund bílar, tíu fermetrar á bíl gera ... ansi mikið malbik í Öskjuhlíð.

Kári Harðarson, 18.9.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband