Vesen á Vista

Mér yfirsást þessi frétt í síðasta mánuði.  Hér er lausleg þýðing.

16.ágúst:

Í dag var hætt við að nota stýrikerfið Windows Vista fyrir Ólympíuleikana 2008  eftir að tölvuframleiðandinn Leonovo sem sér um tölvur á leikunum lýsti yfir að  Windows Vista væri ekki nógu áreiðanlegt til að verða stýrikerfi leikanna.

Þetta hefur vafalítið sent íshröngl um æðar yfirmanna Microsoft.  Yfirmaður  Leonovo sagði: Ólympíuleikarnir þurfa þroskaða, áreiðanlega tækni, þetta er ekki  staðurinn til að prófa nýja hluti því þetta er mikilvægur stórviðburður. Allt  þarf að virka.  Síðan staðfesti hann að öll mikilvæg verkefni á leikunum yrðu  leyst með Windows XP.

Þetta er í mótsögn við allt sem Microsoft hefur reynt að segja um Vista og eftir  þó nokkur leiðindamál með tölvuframleiðendum, þar á meðal Dell sem er byrjað að  selja tölvur með XP aftur, hefur Microsoft reynt að neyða menn til að nota nýja  stýrikerfið með því að segjast skera á stuðning við nýjar sölur á XP í Janúar  2008.

Það sorglega við þetta allt er að í síðustu viku komu leiðréttingaruppfærslur  fyrir Vista svo það er byrjað að haga sér aðeins meira eins og eitthvað sem gæti  verið tilbúið til sölu.  Orðstír Vista er svo slæmur að aðeins Service Pack 1  getur bjargað núna.

Vista hefur verið á markaði síðan Nóvember 2006 svo hveitibrauðsdagar þess fara að verða taldir, svo maður noti orðalagið sem notað er um ríkisstjórnir.

PS: Síðan fréttin birtist hefur Microsoft framlengt sölu á Windows XP til Júní  2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér datt eitt í hug við lesturinn.. Leonovo er kínverskt fyrirtæki og kínverjar hafa verið í baráttu við MS í gegnum tíðina til þess að fá niðurfellingu á þjónustugjöldum MS.. gæti verið PR stunt til að hnekkja á Gates veldinu.

Óskar Þorkelsson, 28.9.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

you said it Hallur.. getur margt en alls ekki allt..

Óskar Þorkelsson, 29.9.2007 kl. 01:46

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Windows Vista hefur því miður ekki sýnt sig að vera annað er dýr útlitsbreyting. Flottheitin á skjánum kosta þig 1GB í minnisviðbót, hægir á tölvunni og hindrar að sum forrit virki. Sala á XP PRO er ennþá 10 á móti 1 a.m.k. hjá mér.

Haukur Nikulásson, 29.9.2007 kl. 11:42

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já enda er ég að láta fixa mér nýja tölvu með XP pro..

Óskar Þorkelsson, 29.9.2007 kl. 13:45

5 Smámynd: Kári Harðarson

Ég "googlaði" leitarorðin "Windows Vista" og fann ekkert nema hrakfallafréttir um fólk sem er að láta setja XP aftur á nýju vélarnar sínar.  Svo kemur alltaf einn inn á milli sem segir "hvað eru allir að tala um, mín vél virkar fínt!"

Samnefnarar í sögum fólks eru :  vélin keyrir hægt, netið er ekki í lagi, gömlu forritin virka ekki, vantar "drivera" fyrir scanner eða grafíkkort eða hljóðkort.

Ég veit ekki hvað ég geri þegar ég uppfæri heimilistölvuna. Hún er orðin fimm ára og strákurinn vill spila leiki sem tölvan ræður ekki lengur við.  Ekki set ég Linux á nýju vélina því þá ganga leikirnir ekki.  Kannski þarf ég bara að kaupa nýja Linux vél fyrir mig og XBox fyrir leikina...

Kári Harðarson, 29.9.2007 kl. 20:18

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gerðu eins og ég.. nýja pc með XP !!  Allt funkerar fínt og strákurinn getur spilað alla leiki sem hugurinn girnist næst 4-5 árin.

Óskar Þorkelsson, 29.9.2007 kl. 20:28

7 Smámynd: Kári Harðarson

Ég var farinn að hlakka til að losna við vírusvarnir og spyware scan og rootkit og adware og registry bloat og dll hell og service packs og svo framvegis...  XP er orðið býsna gamalt og margt sem hefði þurft að laga.

Kári Harðarson, 29.9.2007 kl. 20:39

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

XP er orðin 6-7 ára og frekar þolið stýrikerfi.. ég var reyndar að höfða til þess að einhver annar en þú Kári ætlaði að nota tölvuna.. td leikir. Það er btw hægt að hafa dual stýrikerfi , linux og xp á sömu vél.. allir happy.

Óskar Þorkelsson, 29.9.2007 kl. 21:10

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fín lausn reyndar er að hafa tvo harða diska með sitthvoru stýrikerfinu.. eitt fyrir þig og annar fyrir krakkana (mig)

Óskar Þorkelsson, 29.9.2007 kl. 21:12

10 identicon

Ég er með tvær vélar, svipað öflugar og báðar með vista. Önnur vélin virkar mjög vel, betur en þegar hún var með xp, hin vélin er í algjöru skralli með vista.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 22:52

11 Smámynd: Kári Harðarson

Þetta er nú meira ruglið hvað?  Hverjum ertu að svara?

Ef ég googla "Windows Vista Olympics" fæ ég tugi frétta um að hætt hafi verið við Windows Vista, frá ekki ómerkilegri heimildum en "ComputerWorld", "OS Weekly" og "Engadget". Það stóð til að nota það og það var hætt við.

Í öðru lagi fer að verða spurning hvort Vista er nýtt lengur.  Það kom út í Nóvember 2006 og er því að verða eins árs.  Eins árs gamall bíll telst amk. ekki nýr lengur úti í umboði.

Ég veit að það eru margir eftirsóknarverðir hlutir í Vista, þetta er ekki bara dýr útlitsbreyting.  Leitina og gagnaöryggið vissi ég amk. um.  Mér finnst freistandi að fá öryggismálin í lag.

Þetta "fólk" sem pikkar upp næsta orðróm þekki ég ekkert.  Ég reyni að afla mér upplýsinga frá eins mörgum heimildum og ég get.

Þeir sem segja að eitthvað sé varið í Vista eru líka að skapa "orðróm" og fá margir hverjir borgað fyrir að segja fallega hluti enda er hlutleysi fjölmiðla farið fyrir lítið.

Eins og kallinn undir styttunni í Spaugstofunni segir, þá þarf maður að muna að treysta engum.

Maður tekur marga "orðrómi" og mynda sér svo eigin skoðun áður en maður ákveður sig.

Kári Harðarson, 30.9.2007 kl. 10:28

12 Smámynd: Kári Harðarson

Rétt hjá þér.  Ég finn enga heimild sem segir að það hafi komið til greina að nota Vista.    Þess vegna er ekki hægt að segja að það hafi verið hætt við að nota það.

Kveðja

Kári Harðarson, 30.9.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband