Kassanótan mín aftur

Ég var manaður til að fara í venjulega verslun svo ég skrapp út í búð sem líkist Krónunni og Bónus, hún selur Euroshopper og svoleiðis fínerí.   Ég fékk svolítið kúltúrsjokk því ég hef ekki komið inn í svona búðir í rúman mánuð.

Hér eru verðin.  Nú mana ég einhvern á móti til að kíkja í veskið og segja hvað þessar vörur kosta heima núna.

Krónan er gífurlega sterk og það á að endurspeglast í lágu vöruverði.  Þetta er gengi krónunnar.

 

Vara                              Krónur (85kr/evru)

500 g kornfleks (ekki kellogs)      96,9
óþynnt appelsínudjús 0,75l        146,2
appelsínusafi úr þykkni, 1 1/2 l  124,95
basmati hrísgrjón, 1 kg             101,15
baunir í dós 265 g                     34,85
bjór 500 ml                                   59,5
eggjabakki, 12 egg                   203,15
emmentaler ostur 400 g           250,75
gulrætur 1 kg                            62,05
kaffi 250 g                                   96,9
kartöfluflögur 150 g                  57,8
kartöflur 1 kg                            68,85
kassi af tepokum earl grey       75,65
klósettrúllur, 9 stk                   193,8
kók 1,5 l (ekki kókakóla)           30,6
mjólk, 1 lítri                               51,85
papríka 1 kg                            243,1
sólblómaolía, 2 lítrar                189,55
spaghetti 500 g                        51,85
suðusúkkulaðistykki                   56,1
tómatadós 440 g                       48,45
tómatar 1 kg                            172,55
uppþvottalögur 500 ml              95,2

Samtals                               2.511,75 

Ég skoðaði ekki verðið á kjöti því það er svo erfitt að bera saman gæði á kjöti. 

Ég fann enga ferkantaða skinku, ekki heldur í lágvöruverðsbúðinni.  Ég fór loksins og athugaði málið.

Ef ég leita á Google að orðinu "Ham" fæ ég svona myndir:

FO-00033-C~It-s-Time-for-Ham-Posters

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hins vegar heitir íslensk ferköntuð "skinka" ekki skinka heldur SPAM eða "Corned Ham" sem er pressað svínakjötskurl:

ss_hunangsskinka

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þar er skýringin komin á því hvað íslensku svínin virtust alltaf vera ferköntuð...

Í framhaldi vil ég benda á að Mozzarella ostur lítur svona út:

260px-Cheese_07_bg_042906

 

 

 

 

 

 

 

en ekki svona:

3415_mozzarella

 

 

 

 

 

 

 

Þessi ostur heitir brauðostur, þótt hann sé í öðrum umbúðum.

Það er því ekki nóg að bera saman vöruverð,  heldur líka gæði og hvort verið sé að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.

Ég er að gefa í skyn að heilaþvotturinn um að íslenskar landbúnaðarvörur séu bestar sé kannski ekki alveg réttlætanlegur.  Sá sem heldur að þær séu það, hefur ekki eldað kvöldmat í Frakklandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ok ég fór reyndar í nóatún áðan..

Kjúklingavængir með 50 % afslætti 111.32 kr  (800 gr)

Kjúklingaleggir með 30 % afslætti 313.5 kr (730 gr)

Makríll í dós (3 dósir saman) 339 kr

Nescafé dökkt 100 gr 609 kr wow 6090 kr kg.

rauður laukur 139 kr kg

iceberg salathaus 66 kr

Mango 269 kr kg

Hunts hámenningarleg tómasósa 175 kr

appelsínusafi  innflutt 2 ltr 289 kr

létt og laggott smjörlíki  182 kr

Pakkaðir flúða sveppir 227 kr

jeje ..

Óskar Þorkelsson, 12.10.2007 kl. 20:39

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

umm já heildarkarfan með öllu var 7700 kr. tók ekki allt til hér sem ég fékk mér.

Óskar Þorkelsson, 12.10.2007 kl. 20:39

3 identicon

Fyrir 7.700 ISK treysti eg mer til thess ad kaupa inn i dagoda jolamaltid fyrir fjora i Kaupmannahofn.  Tha er eg ad tala um fordrykk, forrett med hvitvini, ond med klassisku donsku medlaeti og raudvini, eftirrett, kaffi, konfekt og koniak.  Audvitad verdur svo afgangur af thessu ollu saman til naesta dags og afgangur af koniakinu til aramotanna.  Eg hef haldid jolabokhald i fjoldamorg ar og veit alveg hvad eg er ad tala um.

Regina Hardardottir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 08:44

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

770 kr danskar í jólamat.. kannski það.  en ég mundi halda nær 1200 DKR.. það er ef maturinn á að vera eins og íslenskt jólaborð fyrir 4.  en það er alveg dagljóst að þú ferð rosalega langt með 770 kall þar.

Óskar Þorkelsson, 13.10.2007 kl. 12:32

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Undanfarna áratugi hafa fjölmiðlar keppst við að draga taum yfirvalda og innlendrar verslunar í þessum málum og gefið í skyn að við værum kannski með 50% hærra matvælaverð, þegar munurinn er í raun og veru aldrei minni en 300% og stundum mikið meiri. Fyrir utan að íslenskar landbúnaðarvörur eru yfirhöfuð algert ógeð, nema kannski smjörið, sem er kannski það eina sem er alveg sæmilegt á "heimsmælikvarða".

Elías Halldór Ágústsson, 13.10.2007 kl. 14:42

6 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Mikið ótrúlega er ég sammála með skinkuna. Ekki nóg með að hún sé dýrari þá er hún líka bara verri á bragðið eftir að hafa veruð pökkuð í svona umbúðir. Er ekki líka bara dýrara að láta pakka henni?

Ég hef hvergi annars staðar orðið var við svona pakkaða skinku nema á Íslandi (þó eflaust sé hægt að finna hana).

Ég skil ekki alveg þau rök að við þurfum enn að hafa þessa verndartolla á íslenskum landbúnaði. Um 1980 þegar þeir voru teknir alveg af í Nýja-Sjálandi þá bjuggust bændur einmitt við hinu verstu - að nær allir færu á hausinn. Dæmið varð í raun akkúrat öfugt, innan við 1% þurftu að hætta starfseminni og útflutningur á vörum þeirra stórjókst.

Það má ekki heldur gleyma því að það eru neytendur sem koma verst út úr þessu - þeir greiða úr vasa sínum fyrir að hafa þessa verndartolla og þ.a.l. er verðið hærra en það gæti verið.

Egill M. Friðriksson, 13.10.2007 kl. 14:58

7 Smámynd: Heiðar Birnir

Manni blöskrar í hvert sinn sem maður fer í búð.  200 grömm af parmesan osti á tæpar 900 krónur.  Ein mosarellakúla á tæpar 500 krónur. 

Íslenska brauðskinkan er lítið annað en salt, örlítið svínakjöt, vatn og bindiefni en selt sem hágæðaálegg. 

Þetta er náttúrulega bara eitt stórt grín.

Heiðar Birnir, 13.10.2007 kl. 17:00

8 identicon

Nei, thetta er ekki grin Heidar, thetta er ekkert annad en "daylight robbery"!  Su rettlaetisvitund, sem er ad birtast i thessu bloggi um matarverd a Islandi segir okkur ad thau log og reglur, sem standa ad baki hau matarverdi a Islandi seu thad sem logfraedingar kalla "olög" eda ranglat lög. 

Regina Hardardottir (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband