15.10.2007 | 20:44
Hollensku neytendasamtökin: Ekki kaupa Vista
Hollensku neytendasamtökin hafa ráðlagt fólki að halda sig frá Microsoft Vista vegna þess að óánægðir neytendur hafa ekki fengið að losa sig við Vista og fá gamla Windows XP uppí í staðinn.
Fulltrúi samtakanna segir að Vista sé einfaldlega ekki tilbúið, þeir séu nú með 5000 kvörtunarmál í meðferð. Hollenskir bloggarar svara sumir á móti að þetta sé stormur í vatnsglasi því Vista virki á nýjum tölvum, þetta séu aðallega vandamál þeirra sem hafa sett Vista á eldri vélar.
Vandinn er samt líka að sumar nýjar vélar voru aðeins ætlaðar fyrir Vista og það vantar því "drivera" fyrir XP ef mönnum snýst hugur. Þetta ber að hafa í huga ef fólk ætlar út í búð á næstunni..
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
- Október 2006
Færsluflokkar
Tenglar
Góðir hlekkir
- Tómas Atli Ponzi Ég hef alltaf litið upp til þessa manns.
- Verulega flottar Íslandsmyndir
- Jóhann Jökull Ásmundsson Svona góður húmor er vandfundinn
Bloggvinir
- malacai
- andres
- halkatla
- annabjo
- kruttina
- arndisthor
- baldurkr
- biggijoakims
- veiran
- birgitta
- brjann
- gattin
- dofri
- einarolafsson
- ea
- fhg
- fsfi
- valgeir
- gretaulfs
- laugardalur
- gudbjorng
- amadeus
- goodster
- neytendatalsmadur
- haukurn
- heidistrand
- rattati
- herdisthorvaldsdottir
- hildigunnurr
- drum
- kjarninn
- hlaup
- don
- instan
- johannbj
- jon-o-vilhjalmsson
- jonaa
- jonastryggvi
- juliusvalsson
- askja
- photo
- kristjanb
- leifurl
- larahanna
- lara
- madddy
- marinogn
- mortenl
- manisvans
- paul
- palmig
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ruth777
- badi
- hjolina
- sij
- siggisig
- stefanjonsson
- lehamzdr
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- saemi7
- gudni-is
- hreinsamviska
- jonr
- agustakj
- hugdettan
- astromix
- olafurthorsteins
- omarragnarsson
- skari60
- skrifa
- thorsteinnhelgi
- inami
- thoragud
- toti2282
- arnid
- bjarnihardar
- tilveran-i-esb
- hordurhalldorsson
- kamasutra
- sigurjons
- tryggvigunnarhansen
- toro
Bækur
Ómissandi bækur
Bækur sem ég myndi taka með mér á eyðieyju
-
Everett Rogers: The diffusion of Innovation (ISBN: 0029266718)
Þessi bók kom mér í skiling um að félagsfræði á erindi við tölvunarfræðinga -
Robert M. Pirzig: Zen and the art of Motorcycle Maintenance (ISBN: 0688002307)
Ég sé alltaf eitthvað nýtt í þessari bók
Athugasemdir
Ég keypt mér tölvu sem kom með Vista - mér var nokk sama þar sem hafði hugsað mér að setja inn gamla góða XP ef mér líkaði ekki við vista. En núna 4 mánuðum seinna er staðan þannig að ég hata vista og get ekki sett inn XP þar sem það vantar einhverja drivera fyrir harðadiskinn af því að ég er með SATA disk skilst mér. Og þar sem að ég er ekki útlærður tölvumaður að þá er þetta vandamál vaxið mér yfir höfuð og ég sit uppi með vista.
Hlynur Þorleifs (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 08:28
Well, ég setti upp Vista á 2 ára vél sem keyrði XP áður, og er auk þess frekar "non-standard" (Fujitsu-Siemens) og so far hefur þetta virkað betur en XP. En í sjálfu sér er fátt sem Vista hefur fram yfir XP.
Bara ef Photoshop keyrði á linux....
Jón Ragnarsson, 16.10.2007 kl. 10:10
"Virkar" er stórlega orðum ofaukið. Nýja vélin mín er keyrandi Vista 64 og það eru atriði í stýrikerfinu sem eru til vandræða sem ættu bara alls ekki að koma upp ef einhver hugsun hefði verið lögð í þetta. Þegar ég fékk nýju vélina, þá gerði ég þau mistök að setja inn Vista 32 á ferðavélina til samræmis. Þar virkar næstum ekkert. Skráarréttindi brenglast, stýrikerfið fer að gleypa CPU og I/O í að því er virðist ekki neitt (og þar af leiðandi hægvirkara en það ætti að vera) og það versnar eftir því sem maður notar þetta lengur. Þú þarft að endurnýja mikið af hugbúnaðarflotanum fyrir nýtt stýrikerfi, forrit sem virkuðu á stýrikerfinu þegar þú fékkst það gera það ekki nedilega í dag osfrv.
Eins og ég sagði á mínu persónulega bloggi: "Hið þriðja sem ég hata þessa dagana er Windows Vista. Það er reyndar ekkert bundið við þessa dagana, það er constant. Ef Microsoft væri bílaframleiðandi, þá væri Windows Vista samansafn af ónýtum og beygluðum varahlutum, klöstruðum saman með UHU-lími og látið líta út eins og Porsche. Þegar þú síðan sest upp í herlegheitin sem lykta af spray-on rósailmi og setur í gang, þá springur allt í loft upp í andlitið á þér."
Reyndar virkaði XP ekkert betur, bara öðruvísi.
Ég er þakklátur fyrir að geta ræst Linux á vélinni til að halda geðheilsu
Þór Sigurðsson, 16.10.2007 kl. 10:25
Þessu ótengt en líka frá Hollandi, eitthvað sem þér gæti fundist áhugavert.
http://gadgets.boingboing.net/2007/10/15/switchbike-city-bike.html
JBJ (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:53
Þetta hjól er súpersniðugt. Það hlýtur að vera aukaþyngd samfara þessum búnaði en kannski ekkert óyfirstíganlegt. Það sem fólki dettur í hug !
Kári Harðarson, 16.10.2007 kl. 11:40
Ég er náttl. bara svona venjulegur notandi og á lappa með Vista. Hef verið ánægð með það sem snýr að minni notkun. Hef ekki skilning á ýmsu því sem þið nefnið en hef heyrt þetta frá klárara fólki en mér að þetta sé óspennandi.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 12:06
Gott að það er ekkert vesen hjá þér. Sennilega enda allir með Windows Vista á endanum af því alllir kaupa alltaf Windows - en mér sýnist fólk ekki ætti að endurnýja tölvuna fyrr en nauðsynlegt er. Vonandi skánar ástandið á Vista þegar tímar líða.
Kári Harðarson, 16.10.2007 kl. 12:14
Eins og ég sagði, er Photoshop eiginlega eina ástæðan fyrir því að ég er enn á Windows... Nei, Gimp er ekki enn nógu gott, fyrir okkur með ljósmyndadelluna...
Jón Ragnarsson, 16.10.2007 kl. 12:19
"Ég keypt mér tölvu sem kom með Vista - mér var nokk sama þar sem hafði hugsað mér að setja inn gamla góða XP ef mér líkaði ekki við vista. En núna 4 mánuðum seinna er staðan þannig að ég hata vista og get ekki sett inn XP þar sem það vantar einhverja drivera fyrir harðadiskinn af því að ég er með SATA disk skilst mér."
Ég hef sett XP upp á eina slíka vél, þá var hægt að finna AHCI í bios og setja það í off, þá virkar diskurinn eins og IDE diskur fyrir stýrikerfum, og þarf ekki sérstaka drivera, en verður aðeins hægari í staðinn. Annars eru til síður á netinu sérsniðnar fyrir margar vélar til að installa xp á ákveðnar vélar, þetta eru venjulega ekki mjög flókið og snýst um að linka á réttu driverana.
Ég verð þó að halda áfram mótmælum mínum um hvað vista sé ömurlegt. Held þetta sé sama nýjakerfissyndromið sem kemur alltaf upp, Menn vældu mikið yfir windows 98 og XP, sögðu að þetta væri óþurftardrasl sem engin þyrfti. Held að það sé svipað með vista, jújú það þarf aðeins öflugri tölvu og er ekkert rosalega mikið stórstökk, og er of dýrt að mínu mati og í of mörgum útgáfum. Þrátt fyrir þetta finnst mér vista mikil bót yfir XP að mörgu leiti, en er alls ekkert gallalaust.
Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 14:24
Sammála Ævari með að þetta sé nýjakerfissyndromið, ég fíla kerfið alveg ágætlega, viðurkenni samt að ég var í pínku tíma að venjast og eða finna hluti... en það er bara gaman
DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 14:56
Það er búið að laga kóperingarvandamálið, og afritaði ég nýlega 200 þúsund skrár í einu án vandræða, einnig er búið að laga slatta af hraðavandamálum, en mestu vandræði vista hafa verið seinagangur vélbúnaðarframleiðenda í að smíða almennilega drivera. Þetta hefur stórlagast frá því að vista kom út í nóvember á síðasta ári.
Ég mæli þó enn með mac os frekar en windows, en vista er án efa bót í máli frá xp
Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 20:30
Fáið ykkur MAKKA!
Hallgrímur Egilsson, 16.10.2007 kl. 21:06
"Fáið ykkur MAKKA!" Held að það sé hin raunverulega langtímalausn, og ætla ég að fá mér mac pro þegar næsta útgáfa kemur með almennilegum skjákortum, en þegar ég þarf að keyra windows, mun ég keyra vista.
Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:07
Æi, ég heyri þetta allls staðar. Kollegar mínir hér í Frakklandi sem ekki nota Linux nota Makka. Mér finnst alveg magnað að sjá að vélin er svo vinaleg við þá, svo opna þeir glugga og keyra Emacs og Python eins og ekkert sé, þetta fylgir vélunum enda eru þær alvöru fjölnotenda Unix vélar.
Kári Harðarson, 19.10.2007 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.