Hobbítaholur

Bókin "The Hobbit" eftir J.R.R. Tolkien byrjar svona:

In a hole in the ground there lived a hobbit. Not a nasty, dirty, wet hole, filled with the ends of worms and an oozy smell, nor yet a dry, bare, sandy hole with nothing in it to sit down on or to eat: it was a hobbit-hole, and that means comfort.

It had a perfectly round door like a porthole, painted green, with a shiny yellow brass knob in the exact middle. The door opened on to a tube-shaped hall like a tunnel: a very comfortable tunnel without smoke, with panelled walls, and  floors tiled and carpeted, provided with polished chairs, and lots of lots of pegs for hats and coats -- the hobbit was fond of visitors. The tunnel wound on and on, going fairly but not quite straight into the side of the hill.

 

Þessi byrjun höfðaði alltaf til mín. Ég hefði viljað heimsækja Bilbo Baggins og fá mér te og smákökur með honum en því miður var hann uppi fyrir mína tíð..

HOLE

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir að hringadrottins saga kom í bíó hafa margir sérvitringar viljað gera hobbítaholur.  Þetta er mjög vistvæn aðferð við að byggja húsnæði.  Þetta gæti líka verið ódýr aðferð fyrir fólk til að koma sér þaki yfir höfuðið - til eru þeir sem vilja ekki kaupa sex milljón króna eldhús og gætu sætt sig við frumstæðari huggulegheit.

new hobbit house

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslendingar eiga þegar sínar hobbítaholur sem eru gömlu íslensku torfbæirnir, en þeir voru "nasty,dirty, wet holes with oozy smells".  Ætli hægt væri að ráða bót á því?

Það gæti verið gaman að byggja nútíma útgáfu af íslenskum torfbæ, með almennilegri hitaveitu, rafmagnslýsingu og gegnheilum viðargólfum og fullt af snögum...  Gaman væri að vita hversu mikið slíkt hús myndi kosta?  Ætli kringlóttu útidyrnar yrðu ekki dýrasti hluti byggingarinnar?

saurbeyf2

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú færð þér tölvuleikinn Lord of the Rings Online, þá var í gær að opnast sá valkostur að eignast þar eigin hobbitaholu (eða álfahús, mannabústað og dvergahús) og innrétta eftir því sem verða vill...

Mun ódýrara en hitt

JBJ (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Ef maður þekkir íslenska fasteignasala rétt þá myndi nútíma útgáfan af íslenskum torfbæ slá öll met hvað varðar verð á fermeter (samanber verðlagið sem er nú ríkjandi á elstu og verst förnu húsum borgarinnar í 101-107).

Ætli þeir myndu ekki selja okkur "gamla sjarmann", "sál hins sanna Íslendings", "Handsmíðuð og einstök gæði", "náttúrulega einangrun", "alvöru viðargólf", "náttúruvænar vistarverur" o.s.frv. - svona eins og útsýnið í Skuggahverfinu, sem getur hækkað verð eigna um tugi ef ekki hundruðir milljóna. 

Jónas Björgvin Antonsson, 26.10.2007 kl. 16:28

3 Smámynd: Kári Harðarson

Mér heyrist þú hafa verið að reyna að kaupa íbúð, Jónas ?

Kári Harðarson, 26.10.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Dreymdi lengi um að búa í Hobbitahúsi eftir að lesa bókina fyrir rúmum þrjátíu árum síðan. Féll alveg fyrir þessum ævintýraheimi - þóttist stundum sjá Hobbita á förnum vegi.

Halldóra Halldórsdóttir, 26.10.2007 kl. 21:19

5 Smámynd: Heiðar Birnir

Ég hefði svo gjarnan viljað heimsækja Bilbó sjálfan og kneifa með honum eins og könnu af öli

Heiðar Birnir, 27.10.2007 kl. 00:02

6 Smámynd: birna

Jónas, verðið hlýtur að fara eftir eftirspurn, er það ekki?
Fasteignasalar búa ekki til verð

birna, 31.10.2007 kl. 10:53

7 Smámynd: Kári Harðarson

Maður þarf bara bíllhlass af plönkum, moldarflag og stunguskóflu.  How hard can it be ?

Kári Harðarson, 31.10.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband