Banvænar örbylgjur og Barbapabbi

Þegar ég fékk fyrst örbylgjuofn tók ég eftir því að te og kaffi sem ég bjó til með því að hita vatn í bolla í ofninum var ekki gott.  Ég var á því að einhverjar óheilnæmar bylgjur væru í vatninu eftir ofninn og fór að nota hraðsuðuketilinn aftur.

600px-Radio_waves_hazard_symbol.svg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miklu seinna hugkvæmdist mér að stinga hitamæli í bolla með heitu vatni sem hafði verið hitað í hraðsuðukatli, og bera saman við vatnsbolla úr örbylgjunni.

Þegar maður hellir vatni úr hraðsuðukatli í bolla kólnar vatnið úr 100 gráðum í 70 gráður við að koma í kaldan bollann.  Hins vegar er vatn í bolla sem var hitað í örbylgju hundrað stiga heitt ef maður leyfir vatninu að sjóða áður en bollinn er tekinn út, því bollinn hitnaði með vatninu.  Skyndikaffi og te sem fer út í hundrað stiga heitt vatn verður ódrekkandi einhverra hluta vegna, hitinn eyðileggur bragðið, arómatískar olíur gufa upp eða hvað veit ég.

Lausnin er að mæla annaðhvort styttri tíma svo vatnið verði ekki heitara en sjötíu stig í bollanum, eða setja kalt vatn út í bollann á eftir, áður en skyndikaffi eða tei er bætt út í.

Þetta var þá ekki dularfull örbylgjumengun!

---


Fyrst ég er farinn að leysa gátur í eldhúsinu dettur mér annað í hug:

Man einhver eftir söguhetjunni Barbapapa?  Um daginn sá ég sirkús í Frakklandi og komst að því að væmna sykurkvoðan sem er kölluð "Candyfloss" heima heitir "Barbe-à-papa" á frönsku, en það þýðir víst bókstaflega "Skeggið á pabba" enda má líkja Candyfloss við skegg á öldungi.

candyfloss

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Barbapabbi er einmitt fransmaður.  Þar er komin skýringin á bæði nafninu og litnum á söguhetjunni.
barbapapa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir thetta. Mikid er gott ad vita thetta. Eg hef einmitt tekid eftir thessu med orbylgjuted en ekki vitad hvernig a thessu staedi. Barbapabbaupplysingarnar eru svo kremid a kokuna. Gott ad vita thetta.

Sonja (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband