26.11.2007 | 13:39
Hvernig er hraðinn á Internetinu hjá þér?
Um daginn var sagt í fréttum að internet aðgangur væri dýr á Íslandi. Það er líka erfitt að komast að því hvort maður fær jafn hraða tengingu og maður borgar fyrir.
TeleDanmark í Danmörku er með hraðapróf á heimasíðu sinnni hér. Ég prófaði frá skrifborðinu í vinnunni í Frakklandi:
Download hastighed: 11190 kbit/sek eða 11.1 MB/s
(Sækja gögn frá Danmörku til Frakklands)
Upload hastighed: 4831 kbit/sek eða 4.8 MBb/s
(Senda gögn til Danmerkur frá Frakklandi)
Vodafone á Íslandi er með hraðapróf hér.
Ef ég sæki gögn frá þeim til Frakklands er hraðinn 3.98 MB/s eða 3980 kbit/sek
(Engar upplýsingar um sendihraða eru birtar)
Síminn er með hraðapróf hér.
Ef ég sæki gögn frá þeim er hraðinn : 6.64 MB/s eða 6640 Kbit/Sek
(Engar upplýsingar um sendihraða eru birtar)
Nú spyr ég ykkur sem heima sitjið: Hvaða niðurstöður fáið þið? Eru þær í samræmi við það sem þið borgið fyrir ?
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Neytendamál | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig fékkstu 4mb í upload... væntanlega ekki regular adsl hjá þér ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:04
Nei, þetta er í Háskólanum, enda fæ ég 30 Mb/s í hvora átt til Parísar :) Það er ferðalagið til Danmerkur sem hægir á gögnunum einhversstaðar.
Kári Harðarson, 26.11.2007 kl. 14:07
Jahá. TeleDarmark prófið segir
Download hastighed: 186 kbit/sek
Upload hastighed: 415 kbit/sek
Þetta er nú enginn voðalegur hraði, en síminn segir aftur á móti..
Áætlaður hraði þinn er : 9.37 Mb/s
..sem er nú illskárra.
Vodofone prófið segir aftur á móti
37.58 Mbps
Það sem slær mig ofurlítið er þessi gífurlegi munur sem er á innanlandshraðanum og traffíkinni til útlanda.
Púkinn, 26.11.2007 kl. 14:32
Þetta er lélegt download frá Danmörku til þín, Púki. Ertu í viðskiptum við Vodafone? Mér sýnist í fljótu bragði þeir hafa feita pípu til þín en ósköp lélega pípu áfram úr landinu.
Ég fæ gögnin 50% hraðar til Frakklands frá Símanum en frá Vodafone, eins og sést í blogginu.
Kári Harðarson, 26.11.2007 kl. 14:40
ég er núi ekki alveg ánægður með þessar tölur, nei. Spurningin er hins vegar hvað aðrir hér á Íslandi fá ef þeir mæla Danmerkurtenginguna.
Púkinn, 26.11.2007 kl. 14:45
Ég er ekki heima en bendi á eina hraðamælissíðu, það þarf ekki nema bilaðan router einhverstaðar á leiðinni og bang það verður eins og að mæla hraða bíls með góðu bassaboxi innanborðs ;)
www.speedtest.net
DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 15:00
Ekki nándar nærri því.
Tengingin mín er: 12Mbit ADSL hjá Símanum, kveikt á VOD (tekur 2Mbit af umferðinni).
TDC: 3789Kbps/662Kbps
Vodafone: 9489.4 kbps
Síminn: 7476.5 Kb/s
Það að ég skuli fá betri bandvídd til Vodafone en ég fæ innan nets Símans finnst mér mjög athyglivert.
Hinsvegar er lítið að marka stakar mælingar. Maður gæti hitt á augnablik þegar álag er óvenju mikið á samnýttum leiðum, eða hitt á tilvik af bögg í test-hugbúnaðinum.
Það vill nefnilega þannig til að þegar komið er yfir ákveðinn hraða, þá er ekkert að marka testið sem Vodafone notar (sama test og ég er með á heimasíðunni minni, RHÍ er með hjá sér etc).
Þór Sigurðsson, 26.11.2007 kl. 16:26
Hér koma tölur frá AILAB neti Háskólans í Reykjavík (við s.s. losnum við alla netfilterana sem almenna netið er á):
Danmörk:
Voðaflón:
Síminn:
Stefán Freyr (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 17:02
Það sem mér finnst nú merkilegt er að ég er að borga um 500.000 á mánuði fyrir mína 100 Mbit tengingu, en fæ 30 Mbit til Vodafone sjálfra, 8 Mbit til Símans og 0.2 Mbit úr landi.
Það er eitthvað ekki í lagi hér. Annars var tengingin hjá mér góð þangað til fyrir um 2 mánuðum síðan, en þá virðist eitthvað hafa gerst.
Ég er reyndar fyrir löngu flúinn með alla mína servera úr landi - það kostar um 10% af íslensku verði að dreifa gögnum þaðan, en ég þarf að ná í serverana og það er bara ekki að gerast.
Það er spruning hvort maður verði að flýja frá Vodafone.
Púkinn, 26.11.2007 kl. 17:03
Ég hef kvartað og kvartað yfir internethraðanum mínum.. málið er að síminn mælir bara frá þínum router að sínum router.. en ekki hvað þú ert raunverulega að gera. Ég er með 12 mbit tengingu, segir síminn.. en ég hef aldrei mælt meira en 1.4 mb til noregs og 1.1 til usa.. en við næstu símstöð hef ég mest mælt 8.5 mb.. samt aldrei 12 mb. Ég lagga alltaf í online spilum..
Ég hef gefist upp á því að kvarta við símann.
Óskar Þorkelsson, 26.11.2007 kl. 17:03
ÉG er í Danmörku og næ 6009 kbps niður en 701 kbps upp. Það er innanlands hér. Tengingin við Vodafone á Íslandi gaf 848 kbps niður og við Símann 1458 kbps niður.
Borga fyrir 8064/512 :)
Birgir Þór Bragason, 26.11.2007 kl. 17:13
Held að þetta sé mál, sem þarf að taka upp í fjölmiðlum og það ekki seinna en strax...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 26.11.2007 kl. 17:24
Hraði mældist minni hjá Hive en greitt var fyrir. Var lagað hið snarasta við kvörtun en þó þurfti kvörtun til!!
Spassky (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 17:36
Fékk 13307/4536 kbps hjá TDC, 128/16Mbps hjá Símanum og 1.17Mbps frá Vodafone.
Jóhann (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 17:55
Nú er ég á hótelinu í Frakklandi og fæ þessa hraða yfir þráðlaust net.
TeleDanmark Download 612 kbit/s Upload hastighed: 72 kbit/sek
Vodafone Download 394 kbit/s
Síminn Download 530 kbit/s
Mér sýnist Vodafone vera í slæmum málum.
PS: Jóhann, færðu 128 Mbps hjá símanum, hvernig ertu tengdur honum?
Kári Harðarson, 26.11.2007 kl. 19:56
Hraðapróf Vodafone
1) Áætlaður hraði þinn er:
986.90kbps
sem þýðir að þú getur náð allt að 123.36 KB/sek. frá netþjónum okkar.
2) Áætlaður hraði þinn er:
947.30kbps
sem þýðir að þú getur náð allt að 118.41 KB/sek. frá netþjónum okkar.
3) Áætlaður hraði þinn er:
947.30kbps
sem þýðir að þú getur náð allt að 118.41 KB/sek. frá netþjónum okkar.
Er þetta ekki bara í fínu lagi?
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 01:25
He, he, man reyndar bara ekki hvað ég er að borga fyrir , er svo ferlega gleymin á tölur...hlýt samt að eiga það skrifað einhvers staðar...
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 01:28
11565.2 kbpsÞÍN TENGING sem er nokkuð gott ég borga fyrir 12mb/s :) hjá og vodafone og er tengd ljósleiðara
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.11.2007 kl. 03:01
13327.5 Kb/sÞinn hraði
siminn.is segir að hraðinn minn sé þetta. Ég held að ég sé bara ánægð með þetta allavega opnast vefsíður um leið og ég vel þær svona yfirleitt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.11.2007 kl. 03:09
Gréta og Jóna,þið eruð með ágætan hraða enda er klukkan hálftvö og þrjú þegar þið prófið. Sennilega ert þú með 1Mbps tengingu, Gréta.
Ljósleiðaratengingin er greinilega í góðu lagi, Jóna, en hvaða netþjóni prófaðir þú að tengjast ? Var það Vodafone þjónninn á hinum endanum á snúrunni?
Kári Harðarson, 27.11.2007 kl. 08:04
Eftir að ég fór og nöldraði í Vodafone og lýsti óánægju minni með að borga hálfa milljón á mánuði fyrir 100 Mbit tengingu en fá ekki nema 0.2 Mbit virðast þeir hafa gert eitthvað, því nú mælist tengingin mín skyndilega 5Mbit til Danmerkur.
Huh!
Púkinn, 27.11.2007 kl. 10:33
Nokkuð gott! Það borgar sig oft að láta heyra í sér.
Alltaf þegar ég hef farið í Tryggingarfélagið eða bankann og farið yfir hlutina með fulltrúa hefur minn hagur batnað, svo dæmi sé tekið. Það er ekki raunsætt að ætlast til að þessir aðilar veiti sjálfum sér aðhald.
Kári Harðarson, 27.11.2007 kl. 10:38
" Það er ekki raunsætt að ætlast til að þessir aðilar veiti sjálfum sér aðhald."
Góður punktur hjá þér, Kári. Við neytendur mættum hafa þetta oftar í huga!
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:09
Sjálfsagt að taka fleiri hraðamælingar. Prófaði núna kl.1749:
Vodafone er ekki hálfdrættingur á við Símann..
Kári Harðarson, 27.11.2007 kl. 17:49
Síminn ísland 2278.3 Kb/s
Vodafone ísland 343.35 KB/sek
Færeyjar 12715 Kb/s
london 8509 Kb/s
oslo 9701 Kb/s
Baku 3998 Kb/s
Los Angeles 3284 Kb/s´
Ég er med 10 Mbit tengingu,
Anton Þór Harðarson, 27.11.2007 kl. 19:39
Anton er í Noregi.
Enn og aftur er sláandi munur á Vodafone og Símanum, svo er athyglisvert hvað Færeyjar fá góða tengingu miðað við Ísland.
Púki, kannski nægir að flytja vefþjónana þangað ?
Kári Harðarson, 27.11.2007 kl. 20:00
12Mbps tenging frá HIVE
TDC:
DL 7016kbps UL 910kbps
Vodafone:
12.80 Mbps
1.6 MB/sek.
Síminn:
17.43 Mbps
2.18 MB/sek.
Full góður hraði frá símanum svona miðað við að um er að ræða 12Mbps tengingu frá samkeppnisaðila, kom svona eftir 3 tilraunir, rokkandi frá 17-20Mbps.
Halldór Örn Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:55
Hraðapróf Vodafone
Áætlaður hraði þinn er: 7.94 Mbps sem þýðir að þú getur náð allt að 1016.06 KB/sek. frá netþjónum okkar.
-----------------
Síminn:
Áætlaður hraði þinn er : 7.71 Mb/s
Á þeirri bandvídd getur þú sótt efni af okkar þjónum með hraðanum 987.36 KB/s
Er með 12Mb tengingu frá HIVE, en þar sem ég bý á Selfossi er þetta eitthvert samkrull með símanum.
Þorsteinn Gunnarsson, 5.12.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.