Geturðu lánað mér 210 þúsund kall?

Ég hef aldrei getað skilið þessar stóru tölur.  Það hjálpar mér samt að segja sem svo,  að ef þjóðin ætlaði að leggja saman í púkkið fyrir þessum 63 milljörðum sem vantar á borðið núna þá væru það 210 þúsund krónur á hvern íslending.  Önnur leið við að horfa á þetta er að segja að þetta séu rúmlega tíu þúsund árslaun venjulegs manns (ekki fjárfestis).

john_hurt1

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef heyrt svo oft að fjárfestingar séu ekki alvöru fyrr en þær eru seldar í skiptum fyrir peninga.  Ég hef samt aldrei skilið það almennilega.  Þetta er ennþá að vefjast fyrir mér hvernig sumir geta mætt í vinnuna alla ævi og fengið borgað í þessari sömu mynt og er notuð í þessum kaupum og sölum.

Launin hjá venjulegu fólki verða svo óraunveruleg við hliðina á þessum upphæðum.  Hvernig getur maður vaknað og drifið sig í vinnuna þegar næsti maður við hliðina á græðir tíu árslaun á einu augnabliki?

Eina svarið sem ég hef er, að maður verður að vinna að einhverju sem maður vill gera og láta peningana vera aukaatriði.  Ef maður einblínir á þá  verður maður sturlaður.

 

 


mbl.is Forstjóraskipti hjá FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir 12-15 árum áttu þessir herramenn varla meira en venjulegt fólk. Þá var hlutabréfamarkaður á Íslandi í bernsku, hlutir voru mjög lágt metnir og allt að því vanmetnir. Þá vakti athygli þessara manna að með því að kaupa hlutafé með bankalánum gekk þetta ævintýri upp. Vandamálið er að finna rétta tímapunktinn og hætta, leysa til sín arðinn og lifa eins og blóm í eggi. En það er ekki öllum auðvelt því þetta kitlar eins og lúsin.

Já lúsin, vel á minnst! Þótti það ekki góðs viti að dreyma lús hérna í eina tíð? Það þótti vísa á auð, mikinn auð.

Hvort þessi nýi lúsafaraldur sé betri en sá fyrri, - það er ekki gott að segja. Mikill auður samankomin í fáar hendur hefur aldrei vísað á neitt gott.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband